Eitt af bestu tímabilum íslenskrar knattspyrnukonu erlendis Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. júní 2024 10:31 FC Nordsjælland varð danskur meistari í fyrsta sinn og vann báða stóru titlaana í boði. Það var því mikið fagnað hjá Emilíu Kiær Ásgeirsdóttur og félögum. @fcnordsjaelland Emilía Kiær Ásgeirsdóttir kláraði á dögunum frábært tímabil sitt með danska félaginu Nordsjælland. Emilía Kiær valdi nýverið að spila með íslenska landsliðinu frekar en því danska og lék sinn fyrsta A-landsleik á móti Austurríki á Laugardalsvellinum. Eftir að hafa klæðst íslensku landsliðstreyjunni í fyrsta sinn þá kórónaði hún síðan tímabilið með því að vinna bæði danska meistaratitilinn og danska bikarmeistaratitilinn með Nordsjælland. View this post on Instagram A post shared by Emilía Kiær Ásgeirsdóttir (@emiliakiaer) Báðir titlarnir komu í hús eftir æsispennandi Íslendingaslagi á móti Bröndby. Fyrst nægði Nordsjælland jafntefli á útivelli til að tryggja sér meistaratitilinn, sem tókst, og svo vann liðið 2-1 sigur á Bröndby í bikarúrslitaleiknum. Það sem gerir þetta tímabil hjá Emilíu Kiær að einu af þeim bestu tímabilum hjá íslenskri knattspyrnukonu erlendis er að hún ekki aðeins það að hún sé að vinna tvöfalt með sínu liði. Hún er að vinna tvöfalt þar sem hún er markahæst í dönsku deildinni með tíu mörk og hún skoraði síðan einnig fyrsta mark liðsins í bikarúrslitaleiknum. Markadrottning, meistari, bikarmeistari og hetja í bikarúrslitaleiknum. Það verður varla mikið betra en það. Emilía Kiær og liðfélagar hennar voru líka að brjóta blað í sögu félagsins. Þetta er í fyrsta sinn sem Nordsjælland liðið verður danskur meistari og að sjálfsögðu um leið í fyrsta sinn sem liðið vann tvöfalt. Bikarinn var liðið aftur á móti að vinna annað árið í röð og í þriðja sinn á síðustu fimm árum. Nordsjælland hafði ekki heldur náð að enda í öðru sæti og besti árangurinn fyrir þetta tímabil var þriðja sætið í fyrsta og eina skiptið árið 2020. Nordsjælland endaði með þessu þriggja ára sigurgöngu HB Køge. Yngri lið félagsins voru líka mjög sigursæl á þessu tímabili og því er framtíðin líka björg. Emilía Kiær sjálf er auk þess bara nítján ára gömul og er því bara rétt að byrja. View this post on Instagram A post shared by FC Nordsjælland 🐯 (@fcnordsjaelland) Danski boltinn Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Fleiri fréttir Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Sjá meira
Emilía Kiær valdi nýverið að spila með íslenska landsliðinu frekar en því danska og lék sinn fyrsta A-landsleik á móti Austurríki á Laugardalsvellinum. Eftir að hafa klæðst íslensku landsliðstreyjunni í fyrsta sinn þá kórónaði hún síðan tímabilið með því að vinna bæði danska meistaratitilinn og danska bikarmeistaratitilinn með Nordsjælland. View this post on Instagram A post shared by Emilía Kiær Ásgeirsdóttir (@emiliakiaer) Báðir titlarnir komu í hús eftir æsispennandi Íslendingaslagi á móti Bröndby. Fyrst nægði Nordsjælland jafntefli á útivelli til að tryggja sér meistaratitilinn, sem tókst, og svo vann liðið 2-1 sigur á Bröndby í bikarúrslitaleiknum. Það sem gerir þetta tímabil hjá Emilíu Kiær að einu af þeim bestu tímabilum hjá íslenskri knattspyrnukonu erlendis er að hún ekki aðeins það að hún sé að vinna tvöfalt með sínu liði. Hún er að vinna tvöfalt þar sem hún er markahæst í dönsku deildinni með tíu mörk og hún skoraði síðan einnig fyrsta mark liðsins í bikarúrslitaleiknum. Markadrottning, meistari, bikarmeistari og hetja í bikarúrslitaleiknum. Það verður varla mikið betra en það. Emilía Kiær og liðfélagar hennar voru líka að brjóta blað í sögu félagsins. Þetta er í fyrsta sinn sem Nordsjælland liðið verður danskur meistari og að sjálfsögðu um leið í fyrsta sinn sem liðið vann tvöfalt. Bikarinn var liðið aftur á móti að vinna annað árið í röð og í þriðja sinn á síðustu fimm árum. Nordsjælland hafði ekki heldur náð að enda í öðru sæti og besti árangurinn fyrir þetta tímabil var þriðja sætið í fyrsta og eina skiptið árið 2020. Nordsjælland endaði með þessu þriggja ára sigurgöngu HB Køge. Yngri lið félagsins voru líka mjög sigursæl á þessu tímabili og því er framtíðin líka björg. Emilía Kiær sjálf er auk þess bara nítján ára gömul og er því bara rétt að byrja. View this post on Instagram A post shared by FC Nordsjælland 🐯 (@fcnordsjaelland)
Danski boltinn Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Fleiri fréttir Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Sjá meira