„Markmiðið klárlega að vinna heimsleikana“ Aron Guðmundsson skrifar 19. júní 2024 10:00 Bergrós ætlar sér langt í CrossFit heiminum Vísir/Einar Bergrós Björnsdóttir stefnir hraðbyri í að verða næsta stjarna Íslands í CrossFit. Hún stefnir langt, ætlar sér að verða atvinnumaður í íþróttinni, og hefur gengið í gegnum viðburðaríka mánuði upp á síðkastið. Bergrós reyndi fyrir sér í undankeppni fyrir heimsleika fullorðinna í CrossFit í síðasta mánuði, þrátt fyrir að vera enn gjaldgeng í flokki unglinga, en þurfti frá að hverfa eftir að hafa tognað á ökkla undir lok einnar greinarinnar. Rætt var við Bergrósu í Sportpakkanum í gær: „Ég mætti til leiks í keppnina með nánast engar væntingar sem og enga pressu þannig séð. Ég hugsa þetta ár rosalega mikið út frá því að öðlast meiri reynslu og fá að keppa og reyna fyrir mér í fullorðins flokki. Aðalatriðið var bara að hafa gaman og að fá lærdóm út úr þessu. Það náðist klárlega mjög vel. Ég lít því á þetta sem góða reynslu. En það sem gekk ekki alveg nóg vel er að ég náði ekki alveg að klára keppnina. Eftir fjórða af sex WOD-um missteig ég mig og tognaði smá á ökkla og ákvað í kjölfarið að það væri ekki sniðugt að halda áfram keppni. Ég fann strax fyrir sársauka en vildi ekki láta það sjást og reyndi því að labba venjulega í burtu. Ég var samt alveg enn en með þá von í huga að geta haldið áfram en innst inni vissi ég að það hefði eitthvað gerst.“ Bergrós er til í að leggja inn vinnuna sem mun skila henni að meðal þeirra bestu í heiminum í CrossFitVísir/Einar Erfitt fyrir hausinn Á þeim tíma voru aðeins nokkrir dagar þangað til að Bergrós ætlaði sér að taka þátt á heimsmeistaramótinu í ólympískum lyftingum sem haldið var í Perú þetta árið og ekki útséð með þátttökuna á því móti. „Fyrstu þrjá dagana eftir þetta, fjórum dögum fyrir Heimsmeistaramótið, voru líkurnar í hausnum mínum gagnvart því að ég gæti tekið þátt á HM nánast engar. Ég átti erfitt með að labba og gat ekki hugsað mér að fara lyfta einhverjum þyngdum. Þetta var því erfitt fyrir hausinn. Sérstaklega vegna þess að ég var með þjálfarann minn og mömmu mína með mér. Mér fannst það erfið tilhugsun að hafa dregið þau með mér í tólf klukkustunda flug til Perú og vera kannski ekki að fara keppa.“ Það býr hins vegar mikill styrkur í Selfyssingnum unga og með hjálp góða teymisins í kringum hana náði hún að gera sig keppnishæfa og gott betur en það. Bergrós vann nefnilegast til silfurverðlauna á mótinu, fyrst Íslendinga, og var aðeins einni góðri lyftu frá því að tryggja sér sigur á mótinu. „Það var nánast kraftaverk að ég gæti keppt yfir höfuð. Þótt að ég hafi verið svona nálægt því að vinna, sem var auðvitað markmiðið áður en ég meiddist, þá var þetta mjög skemmtileg keppni að taka þátt í. Jöfn og skemmtileg keppni. Það að hafa geta keppt og verið fulltrúi Íslands á verðlaunapalli var ótrúlega skemmtilegt.“ Vill gera sjálfa sig og fólkið í kringum sig stolt Framundan eru svo spennandi mánuðir því að í ágúst munu heimsleikar unglinga í CrossFit þetta árið fara fram. Bergrós á góðar minningar frá því móti og hreppti einmitt bronsverðlaun þar í fyrra. Bergrós ver miklum tíma í æfingaaðstöðunni hjá CrossFit ReykjavíkVísir/Einar Hún er á góðu skriði fyrir mótið sem er það eina sem hún er að einbeita sér að þessar vikurnar. „Ég er búin að fara í gegnum þrjár undankeppnir fyrir þessa heimsleika. Þær gengu ótrúlega vel. Ég mæti því til leiks í mótið með sjálfstraustið í botni og miklar væntingar. Markmiðið er klárlega bara að vinna heimsleikana. Það sem er þó mikilvægara fyrir mig er bara að gera sjálfa mig stolta. Gera mitt allra besta og gera sjálfa mig stolta því að í lok dags hef ég ekki stjórn á neinu nema því sem ég geri. Ég stjórna því ekki hvernig WOD-in verða, eða hvort að dómarinn minn sé strangari við mig en hinar stelpurnar. Það eru margir þættir sem ég hef ekki stjórn á. Ég einbeiti mér bara að því að gera mitt allra besta og um leið gera sjálfa mig og fólkið í kringum mig stolt.“ CrossFit Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Körfubolti Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Fleiri fréttir Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Engin skoraði meira en Elín Klara Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Snævar setti heimsmet Sjá meira
Bergrós reyndi fyrir sér í undankeppni fyrir heimsleika fullorðinna í CrossFit í síðasta mánuði, þrátt fyrir að vera enn gjaldgeng í flokki unglinga, en þurfti frá að hverfa eftir að hafa tognað á ökkla undir lok einnar greinarinnar. Rætt var við Bergrósu í Sportpakkanum í gær: „Ég mætti til leiks í keppnina með nánast engar væntingar sem og enga pressu þannig séð. Ég hugsa þetta ár rosalega mikið út frá því að öðlast meiri reynslu og fá að keppa og reyna fyrir mér í fullorðins flokki. Aðalatriðið var bara að hafa gaman og að fá lærdóm út úr þessu. Það náðist klárlega mjög vel. Ég lít því á þetta sem góða reynslu. En það sem gekk ekki alveg nóg vel er að ég náði ekki alveg að klára keppnina. Eftir fjórða af sex WOD-um missteig ég mig og tognaði smá á ökkla og ákvað í kjölfarið að það væri ekki sniðugt að halda áfram keppni. Ég fann strax fyrir sársauka en vildi ekki láta það sjást og reyndi því að labba venjulega í burtu. Ég var samt alveg enn en með þá von í huga að geta haldið áfram en innst inni vissi ég að það hefði eitthvað gerst.“ Bergrós er til í að leggja inn vinnuna sem mun skila henni að meðal þeirra bestu í heiminum í CrossFitVísir/Einar Erfitt fyrir hausinn Á þeim tíma voru aðeins nokkrir dagar þangað til að Bergrós ætlaði sér að taka þátt á heimsmeistaramótinu í ólympískum lyftingum sem haldið var í Perú þetta árið og ekki útséð með þátttökuna á því móti. „Fyrstu þrjá dagana eftir þetta, fjórum dögum fyrir Heimsmeistaramótið, voru líkurnar í hausnum mínum gagnvart því að ég gæti tekið þátt á HM nánast engar. Ég átti erfitt með að labba og gat ekki hugsað mér að fara lyfta einhverjum þyngdum. Þetta var því erfitt fyrir hausinn. Sérstaklega vegna þess að ég var með þjálfarann minn og mömmu mína með mér. Mér fannst það erfið tilhugsun að hafa dregið þau með mér í tólf klukkustunda flug til Perú og vera kannski ekki að fara keppa.“ Það býr hins vegar mikill styrkur í Selfyssingnum unga og með hjálp góða teymisins í kringum hana náði hún að gera sig keppnishæfa og gott betur en það. Bergrós vann nefnilegast til silfurverðlauna á mótinu, fyrst Íslendinga, og var aðeins einni góðri lyftu frá því að tryggja sér sigur á mótinu. „Það var nánast kraftaverk að ég gæti keppt yfir höfuð. Þótt að ég hafi verið svona nálægt því að vinna, sem var auðvitað markmiðið áður en ég meiddist, þá var þetta mjög skemmtileg keppni að taka þátt í. Jöfn og skemmtileg keppni. Það að hafa geta keppt og verið fulltrúi Íslands á verðlaunapalli var ótrúlega skemmtilegt.“ Vill gera sjálfa sig og fólkið í kringum sig stolt Framundan eru svo spennandi mánuðir því að í ágúst munu heimsleikar unglinga í CrossFit þetta árið fara fram. Bergrós á góðar minningar frá því móti og hreppti einmitt bronsverðlaun þar í fyrra. Bergrós ver miklum tíma í æfingaaðstöðunni hjá CrossFit ReykjavíkVísir/Einar Hún er á góðu skriði fyrir mótið sem er það eina sem hún er að einbeita sér að þessar vikurnar. „Ég er búin að fara í gegnum þrjár undankeppnir fyrir þessa heimsleika. Þær gengu ótrúlega vel. Ég mæti því til leiks í mótið með sjálfstraustið í botni og miklar væntingar. Markmiðið er klárlega bara að vinna heimsleikana. Það sem er þó mikilvægara fyrir mig er bara að gera sjálfa mig stolta. Gera mitt allra besta og gera sjálfa mig stolta því að í lok dags hef ég ekki stjórn á neinu nema því sem ég geri. Ég stjórna því ekki hvernig WOD-in verða, eða hvort að dómarinn minn sé strangari við mig en hinar stelpurnar. Það eru margir þættir sem ég hef ekki stjórn á. Ég einbeiti mér bara að því að gera mitt allra besta og um leið gera sjálfa mig og fólkið í kringum mig stolt.“
CrossFit Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Körfubolti Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Fleiri fréttir Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Engin skoraði meira en Elín Klara Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Snævar setti heimsmet Sjá meira