Blæs á sögusagnir um að McGregor sé að gera sér upp meiðslin Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 18. júní 2024 15:01 Dana White segir ekkert til í þeim sögusögnum um að Conor McGregor hafi hætt við bardaga til að koma sér í betri samningsstöðu. Jeff Bottari/Zuffa LLC Dana White, forseti UFC-sambandsins, segir ekkert til í þeim orðrómi um það að írski bardagakappinn Conor McGregor hafi hætt við bardaga sinn við Michael Chandler vegna samningsstöðu sinnar við UFC. McGregor og Chandler áttu að mætast þann 29. júní næstkomandi, en stuttu áður en blaðamannafundur bardagakappanna átti að fara fram sendi UFC-sambandið frá sér yfirlýsingu þess efnis að svo yrði ekki. Hinn 35 ára gamli McGregor dró sig svo úr bardaganum í kjölfarið vegna meiðsla og því verður ekkert af endurkomu hans í búrið. Ekki í bili að minnsta kosti. Mikil spenna ríkti fyrir endurkomu McGregor, en hann hefur ekki barist síðan hann fótbrotnaði í bardaga gegn Dustin Poirier árið 2021. Strax fóru sögur á kreik um að meiðsli hefðu sett strik í reikninginn, sem McGregor staðfesti svo sjálfur. Þó er ekki vitað hversu alvarleg meiðslin eru. Þá fóru einnig sögur á kreik um að ástæða þess að McGregor hafi hætt við bardagann hafi verið vegna þess að þessa dagana er Írinn í viðræðum við UFC-sambandið um nýjan samning. Núverandi samningur hans er að nálgast endalok sín, en Dana White hefur nú blásið á þær sögusagnir. „Conor McGregor, kannski mun hann berjast aftur og kannski ekki,“ sagði White. „Maður veit aldrei með stráka á þessu stigi. Maður veit aldrei hvenær maður fær að sjá þá berjast aftur.“ „McGregor myndi aldrei skipuleggja bardaga til að geta reynt að ná fram samningum eða til að fá meiri pening,“ bætti White við. „Conor McGregor er meiddur núna. Það er alveg klárt. Hann hefur aldrei gert neitt slíkt.“ MMA Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Körfubolti Fleiri fréttir Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Engin skoraði meira en Elín Klara Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Sjá meira
McGregor og Chandler áttu að mætast þann 29. júní næstkomandi, en stuttu áður en blaðamannafundur bardagakappanna átti að fara fram sendi UFC-sambandið frá sér yfirlýsingu þess efnis að svo yrði ekki. Hinn 35 ára gamli McGregor dró sig svo úr bardaganum í kjölfarið vegna meiðsla og því verður ekkert af endurkomu hans í búrið. Ekki í bili að minnsta kosti. Mikil spenna ríkti fyrir endurkomu McGregor, en hann hefur ekki barist síðan hann fótbrotnaði í bardaga gegn Dustin Poirier árið 2021. Strax fóru sögur á kreik um að meiðsli hefðu sett strik í reikninginn, sem McGregor staðfesti svo sjálfur. Þó er ekki vitað hversu alvarleg meiðslin eru. Þá fóru einnig sögur á kreik um að ástæða þess að McGregor hafi hætt við bardagann hafi verið vegna þess að þessa dagana er Írinn í viðræðum við UFC-sambandið um nýjan samning. Núverandi samningur hans er að nálgast endalok sín, en Dana White hefur nú blásið á þær sögusagnir. „Conor McGregor, kannski mun hann berjast aftur og kannski ekki,“ sagði White. „Maður veit aldrei með stráka á þessu stigi. Maður veit aldrei hvenær maður fær að sjá þá berjast aftur.“ „McGregor myndi aldrei skipuleggja bardaga til að geta reynt að ná fram samningum eða til að fá meiri pening,“ bætti White við. „Conor McGregor er meiddur núna. Það er alveg klárt. Hann hefur aldrei gert neitt slíkt.“
MMA Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Körfubolti Fleiri fréttir Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Engin skoraði meira en Elín Klara Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Sjá meira