Ætlar ekki að tapa á móti Íslandi: „Síðasti leikur fyrir EM og við erum tilbúnir“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 10. júní 2024 09:00 Tijjani Reijnders á æfingu með hollenska landsliðinu í gær, degi fyrir leikinn gegn Íslandi. ANP via Getty Images Tijjani Reijnders, miðjumaður AC Milan og hollenska landsliðsins, segir sigur Íslands gegn Englandi hafa sett Hollendinga upp á tærnar fyrir leik kvöldsins. Holland og Ísland mætast í vináttuleik á De Kuip leikvanginum í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 18:45 og verður í opinni dagskrá. Upphitun og útsending á Stöð 2 Sport hefst 18:15. Hollendingar hituðu upp fyrir Ísland með stórsigri gegn Kanada í vináttuleik síðasta fimmtudag. „Tilfinningin er góð. Við náðum flottum úrslitum gegn Kanada í síðasta leik. Síðasti leikur fyrir EM og við erum tilbúnir, Ísland er erfitt viðureignar en við erum klárir,“ sagði Tijjani í spjalli við Val Pál Eiríksson. Það kom honum aðeins á óvart að Ísland skyldi hafa unnið England síðasta föstudag á Wembley. Hann segir þetta hafa sett hollenska liðið upp á tærnar. „Já það gerði það svolítið. England er eitt af sigurstranglegri liðum mótsins þannig að þetta voru frábær úrslit fyrir Ísland og skerpti bara á okkur.“ Það sást á Englendingum hversu súrt það getur verið að tapa síðasta leiknum fyrir stórmót. Fjölmiðlar þar í landi og landsmenn margir virtust gefa upp vonina á titli. Tijjani segir því mikilvægt fyrir Holland að enda á hápunkti í kvöld. „Ég vona að við endum þetta á sigri svo andinn í áhorfendum verði ennþá betri fyrir mótið. Við erum klárir og ánægðir að spila á heimavelli á morgun. Við erum með góðan hóp, öllum semur vel og allir vita hvað markmiðið er. Við viljum sýna það og njóta þess að spila.“ Klippa: Tijjani Reijnders fyrir leikinn gegn Íslandi Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Mæta fullir einbeitingar til leiks: „Tilvalið að eyðileggja annað partý“ Jóhann Berg Guðmundsson, leikmaður íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, segir að liðið mæti fullt einbeitingar til leiks þegar Ísland sækir Holland heim í vináttulandsleik í kvöld. 10. júní 2024 07:00 Stjarna Hollendinga ekki með gegn Íslandi Hollenska karlalandsliðið í fótbolta verður án stórstjörnu sinnar Frenkie de Jong er liðið mætir Íslandi í æfingaleik í Rotterdam annað kvöld. 9. júní 2024 12:53 Svona var blaðamannafundur Hareide og Jóhanns Berg í Rotterdam Age Hareide, landsliðsþjálfari karla í fótbolta, og fyrirliðinn Jóhann Berg Guðmundsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi á De Kuip-vellinum í Rotterdam. 9. júní 2024 14:50 Mest lesið Aserbaísjan - Ísland | Strákarnir okkar verða að sækja sigur í Bakú Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fótbolti Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland | Ungu strákarnir okkar vilja tengja saman sigra Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Aserbaísjan - Ísland | Strákarnir okkar verða að sækja sigur í Bakú Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning „Þetta er mjög steikt“ Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Sjáðu Glódísi Perlu tryggja sigur á Evrópumeisturum í tímamótaleik „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona EM án Anfield og Old Trafford byrjar í Wales og endar á Wembley Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Sjálfsmark Cecilíu skildi á milli í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Sjá meira
Holland og Ísland mætast í vináttuleik á De Kuip leikvanginum í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 18:45 og verður í opinni dagskrá. Upphitun og útsending á Stöð 2 Sport hefst 18:15. Hollendingar hituðu upp fyrir Ísland með stórsigri gegn Kanada í vináttuleik síðasta fimmtudag. „Tilfinningin er góð. Við náðum flottum úrslitum gegn Kanada í síðasta leik. Síðasti leikur fyrir EM og við erum tilbúnir, Ísland er erfitt viðureignar en við erum klárir,“ sagði Tijjani í spjalli við Val Pál Eiríksson. Það kom honum aðeins á óvart að Ísland skyldi hafa unnið England síðasta föstudag á Wembley. Hann segir þetta hafa sett hollenska liðið upp á tærnar. „Já það gerði það svolítið. England er eitt af sigurstranglegri liðum mótsins þannig að þetta voru frábær úrslit fyrir Ísland og skerpti bara á okkur.“ Það sást á Englendingum hversu súrt það getur verið að tapa síðasta leiknum fyrir stórmót. Fjölmiðlar þar í landi og landsmenn margir virtust gefa upp vonina á titli. Tijjani segir því mikilvægt fyrir Holland að enda á hápunkti í kvöld. „Ég vona að við endum þetta á sigri svo andinn í áhorfendum verði ennþá betri fyrir mótið. Við erum klárir og ánægðir að spila á heimavelli á morgun. Við erum með góðan hóp, öllum semur vel og allir vita hvað markmiðið er. Við viljum sýna það og njóta þess að spila.“ Klippa: Tijjani Reijnders fyrir leikinn gegn Íslandi
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Mæta fullir einbeitingar til leiks: „Tilvalið að eyðileggja annað partý“ Jóhann Berg Guðmundsson, leikmaður íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, segir að liðið mæti fullt einbeitingar til leiks þegar Ísland sækir Holland heim í vináttulandsleik í kvöld. 10. júní 2024 07:00 Stjarna Hollendinga ekki með gegn Íslandi Hollenska karlalandsliðið í fótbolta verður án stórstjörnu sinnar Frenkie de Jong er liðið mætir Íslandi í æfingaleik í Rotterdam annað kvöld. 9. júní 2024 12:53 Svona var blaðamannafundur Hareide og Jóhanns Berg í Rotterdam Age Hareide, landsliðsþjálfari karla í fótbolta, og fyrirliðinn Jóhann Berg Guðmundsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi á De Kuip-vellinum í Rotterdam. 9. júní 2024 14:50 Mest lesið Aserbaísjan - Ísland | Strákarnir okkar verða að sækja sigur í Bakú Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fótbolti Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland | Ungu strákarnir okkar vilja tengja saman sigra Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Aserbaísjan - Ísland | Strákarnir okkar verða að sækja sigur í Bakú Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning „Þetta er mjög steikt“ Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Sjáðu Glódísi Perlu tryggja sigur á Evrópumeisturum í tímamótaleik „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona EM án Anfield og Old Trafford byrjar í Wales og endar á Wembley Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Sjálfsmark Cecilíu skildi á milli í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Sjá meira
Mæta fullir einbeitingar til leiks: „Tilvalið að eyðileggja annað partý“ Jóhann Berg Guðmundsson, leikmaður íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, segir að liðið mæti fullt einbeitingar til leiks þegar Ísland sækir Holland heim í vináttulandsleik í kvöld. 10. júní 2024 07:00
Stjarna Hollendinga ekki með gegn Íslandi Hollenska karlalandsliðið í fótbolta verður án stórstjörnu sinnar Frenkie de Jong er liðið mætir Íslandi í æfingaleik í Rotterdam annað kvöld. 9. júní 2024 12:53
Svona var blaðamannafundur Hareide og Jóhanns Berg í Rotterdam Age Hareide, landsliðsþjálfari karla í fótbolta, og fyrirliðinn Jóhann Berg Guðmundsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi á De Kuip-vellinum í Rotterdam. 9. júní 2024 14:50