„Við vorum ekki að fara spila fótbolta hérna“ Árni Gísli Magnússon skrifar 8. júní 2024 19:00 Nik Anthony Chamberlain, þjálfari Breiðabliks. Vísir/Haraldur Guðjónsson Thors Nik Chamberlain, þjálfari toppliðs Breiðabliks, var ánægður með 3-0 sigur gegn Þór/KA fyrir norðan í dag en segir aðstæður hafa verið erfiðar en spilað var á VÍS-vellinum sem hefur náttúrulegt gras og hefur mátt þola snjókomu alla vikuna. „Mjög ánægður, þetta var frábær frammistaða ef við horfum á hvað leikplanið var. Við vorum ekki að fara spila fótbolta hérna, völlurinn var aldrei að fara vera nógu góður til þess, þannig þetta var bara spurning um að spila einfalt og taka okkar sénsa á réttum mómentum og vona að gæði okkar einstöku leikmanna myndi sýna sig og það gerði það svo sannarlega á endanum.” Völurinn er langt frá því að vera góður og skánaði ekki í vikunni vegna snjókomu og slæms veðurs fyrir norðan alla vikuna. Leikurinn batnaði þó í seinni hálfleik en Nik vill ekki meina að það sé vegna þess að leikmennirnir hafi verið búnir að venjast vellinum. „Leikmennirnir voru bara orðnir þreyttir og það skapaðist meira pláss, það er eina ástæðan fyrir að þetta varð betra”, sagði Nik og hló áður en hann hélt áfram: „Það var aðeins meira pláss og bæði lið gátu spilað aðeins meira. Eins og þetta var í fyrri hálfleik sást að við gætum ekki spilað almennilega, við vissum það snemma í vikunni þegar það var komið í ljós að leikurinn yrði úti að við myndum ekki reyna spila fótbolta þannig þetta var spurning um að vera aðeins beinskeyttari, teygja meira á vellinum og vinna seinni bolta og vinna út frá því í rauninni.” Þrátt fyrir þessar aðstæður tókst Breiðablik að vinna sannfærandi 3-0 sigur. „Varnarleikurinn var lykilatriði, ég held að þær hafi ekki skapað neitt fyrir utan slárskotið í lokin kannski, Bríet átti skot í fyrri hálfleik en það var af löngu færi. Jafnvel þó við værum að halda þeim niðri og bara að skapa eitthvað aðeins sjálfar var þetta frábær frammistaða ef við tökum tillit til aðstæðna.” Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þór/KA, sagði í viðtali fyrir leik að hann hefði óskað eftir því að leikurinn færi fram í Boganum og segir Nik að sjálfsögðu hefði hann viljað spila þar. „Já, við vildum frekar spila í Boganum af því við getum spilað fótbolta þar. Á öðrum degi hefðum við spilað þar en við spiluðum úti og réðum bara betur við aðstæðurnar í dag.” Mikið leikjaálag er framundan hjá Blikum í deild og bikar sem enn eru taplausir á tímabilinu. „Þeir munu allir vera erfiðir. Ég veit ekki hvernig fór hjá Keflavík í dag en þær voru 1-0 yfir þegar lítið var eftir þannig og þær unnu sínu síðustu leiki, við eigum þær í bikarnum á þriðjudaginn og frá og með næstu viku er þetta bara áfram, áfram og áfram og við þurfum að nota hópinn okkar vel og sem betur fer búum við yfir frábærum hóp svo ég hlakka til að gefa fleiri leikmönnum tækifæri.” Besta deild kvenna Breiðablik Þór Akureyri KA Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjá meira
„Mjög ánægður, þetta var frábær frammistaða ef við horfum á hvað leikplanið var. Við vorum ekki að fara spila fótbolta hérna, völlurinn var aldrei að fara vera nógu góður til þess, þannig þetta var bara spurning um að spila einfalt og taka okkar sénsa á réttum mómentum og vona að gæði okkar einstöku leikmanna myndi sýna sig og það gerði það svo sannarlega á endanum.” Völurinn er langt frá því að vera góður og skánaði ekki í vikunni vegna snjókomu og slæms veðurs fyrir norðan alla vikuna. Leikurinn batnaði þó í seinni hálfleik en Nik vill ekki meina að það sé vegna þess að leikmennirnir hafi verið búnir að venjast vellinum. „Leikmennirnir voru bara orðnir þreyttir og það skapaðist meira pláss, það er eina ástæðan fyrir að þetta varð betra”, sagði Nik og hló áður en hann hélt áfram: „Það var aðeins meira pláss og bæði lið gátu spilað aðeins meira. Eins og þetta var í fyrri hálfleik sást að við gætum ekki spilað almennilega, við vissum það snemma í vikunni þegar það var komið í ljós að leikurinn yrði úti að við myndum ekki reyna spila fótbolta þannig þetta var spurning um að vera aðeins beinskeyttari, teygja meira á vellinum og vinna seinni bolta og vinna út frá því í rauninni.” Þrátt fyrir þessar aðstæður tókst Breiðablik að vinna sannfærandi 3-0 sigur. „Varnarleikurinn var lykilatriði, ég held að þær hafi ekki skapað neitt fyrir utan slárskotið í lokin kannski, Bríet átti skot í fyrri hálfleik en það var af löngu færi. Jafnvel þó við værum að halda þeim niðri og bara að skapa eitthvað aðeins sjálfar var þetta frábær frammistaða ef við tökum tillit til aðstæðna.” Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þór/KA, sagði í viðtali fyrir leik að hann hefði óskað eftir því að leikurinn færi fram í Boganum og segir Nik að sjálfsögðu hefði hann viljað spila þar. „Já, við vildum frekar spila í Boganum af því við getum spilað fótbolta þar. Á öðrum degi hefðum við spilað þar en við spiluðum úti og réðum bara betur við aðstæðurnar í dag.” Mikið leikjaálag er framundan hjá Blikum í deild og bikar sem enn eru taplausir á tímabilinu. „Þeir munu allir vera erfiðir. Ég veit ekki hvernig fór hjá Keflavík í dag en þær voru 1-0 yfir þegar lítið var eftir þannig og þær unnu sínu síðustu leiki, við eigum þær í bikarnum á þriðjudaginn og frá og með næstu viku er þetta bara áfram, áfram og áfram og við þurfum að nota hópinn okkar vel og sem betur fer búum við yfir frábærum hóp svo ég hlakka til að gefa fleiri leikmönnum tækifæri.”
Besta deild kvenna Breiðablik Þór Akureyri KA Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjá meira