„Verður að virða myrkraöfl knattspyrnunnar“ Atli Arason skrifar 8. júní 2024 17:12 John Andrews fannst sínir leikmenn fara full mikið út úr leikplaninu. vísir/hulda margrét John Andrews, þjálfari Víkings, var ósáttur við tap sinna kvenna á heimavelli gegn Keflavík í Bestu-deild kvenna en kvaðst þó ánægður með frammistöðuna. Hann biðlar til leikmanna sinna virða myrkaöfl knattspyrnunnar, þegar andstæðingurinn reynir að hægja á leiknum. „Keflavík er gott lið og þær eru vel þjálfaðar. Þær gerðu svosem ekkert sem kom okkur á óvart, það var frekar að við komum okkur sjálfum á óvart með spilamennskunni. Hins vegar, þegar þú ert einu marki yfir á útivelli þá er eðlilegt að liðið hægir á leiknum. Það kallast að stjórna leiknum, þessi myrkaöfl knattspyrnunnar. Maður verður að virða það. Þetta er toppfótbolti í efstu deild og stelpurnar verða að aðlagast þessu,,“ sagði Andrews í viðtali við Vísi eftir leik. „Við þjörmuðum að þeim og reyndum okkar besta, það gekk upp í síðasta leik gegn FH en það gekk ekki í dag. Við erum öll mjög stolt af frammistöðu liðsins í dag en því miður skilaði það engu.“ Aðspurður taldi Andrews að sínir leikmenn hafi gleymt á köflum hvert leikplanið fyrir leik var. „Mér fannst við setja leikinn vel upp en við fórum aðeins of langt frá leikplaninu. Við viljum almennt teygja á andstæðingum okkar og nota plássið sem myndast í kjölfarið en við gerðum það ekki vel í dag. Nú þurfum við bara að snúa okkur aftur að teikniborðinu og undirbúa okkur betur fyrir næsta leik gegn Tindastól á sunnudag,“ svaraði Andrews, sem gat þó tekið jákvæða punkta úr tapinu í dag inn í næsta leik gegn Tindastól. „Við verðum að færast aftur nær okkar eigin leik til að eiga möguleika á því að sigra Tindastól. Við trúum því að við getum unnið hvaða lið sem er í þessari deild og höfum sýnt að við getum það þegar við spilum við stærri liðin. Fyrir næsta leik verðum við þó að sýna hærra orkustig og meira sjálfstraust. Við verðum að fara norður á sunnudag og virkilega setja pressu á Tindastól. Það hefur virkað fyrir okkur til lengri tíma og við verðum að sýna það aftur,“ sagði John Andrews, þjálfari Víkinga, að endingu. Besta deild kvenna Víkingur Reykjavík Keflavík ÍF Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Í beinni: Vestri - ÍBV | Vestramenn í vandræðum Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Sjá meira
„Keflavík er gott lið og þær eru vel þjálfaðar. Þær gerðu svosem ekkert sem kom okkur á óvart, það var frekar að við komum okkur sjálfum á óvart með spilamennskunni. Hins vegar, þegar þú ert einu marki yfir á útivelli þá er eðlilegt að liðið hægir á leiknum. Það kallast að stjórna leiknum, þessi myrkaöfl knattspyrnunnar. Maður verður að virða það. Þetta er toppfótbolti í efstu deild og stelpurnar verða að aðlagast þessu,,“ sagði Andrews í viðtali við Vísi eftir leik. „Við þjörmuðum að þeim og reyndum okkar besta, það gekk upp í síðasta leik gegn FH en það gekk ekki í dag. Við erum öll mjög stolt af frammistöðu liðsins í dag en því miður skilaði það engu.“ Aðspurður taldi Andrews að sínir leikmenn hafi gleymt á köflum hvert leikplanið fyrir leik var. „Mér fannst við setja leikinn vel upp en við fórum aðeins of langt frá leikplaninu. Við viljum almennt teygja á andstæðingum okkar og nota plássið sem myndast í kjölfarið en við gerðum það ekki vel í dag. Nú þurfum við bara að snúa okkur aftur að teikniborðinu og undirbúa okkur betur fyrir næsta leik gegn Tindastól á sunnudag,“ svaraði Andrews, sem gat þó tekið jákvæða punkta úr tapinu í dag inn í næsta leik gegn Tindastól. „Við verðum að færast aftur nær okkar eigin leik til að eiga möguleika á því að sigra Tindastól. Við trúum því að við getum unnið hvaða lið sem er í þessari deild og höfum sýnt að við getum það þegar við spilum við stærri liðin. Fyrir næsta leik verðum við þó að sýna hærra orkustig og meira sjálfstraust. Við verðum að fara norður á sunnudag og virkilega setja pressu á Tindastól. Það hefur virkað fyrir okkur til lengri tíma og við verðum að sýna það aftur,“ sagði John Andrews, þjálfari Víkinga, að endingu.
Besta deild kvenna Víkingur Reykjavík Keflavík ÍF Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Í beinni: Vestri - ÍBV | Vestramenn í vandræðum Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Sjá meira