Åge: Gott fyrir strákana Árni Jóhannsson skrifar 7. júní 2024 21:38 Åge Hareide var eðlilega ósáttur með tapið en segir framtíðina bjarta. EPA-EFE/Maciej Kulczynski Þjálfari íslenska landsliðsins gat verið ánægður með frammistöðu liðsins í kvöld þegar att var kappi við England á Wembley. Leikurinn var síðasti æfingaleikurinn hjá Englandi fyrir EM 2024 og er skemmst frá því að segja að Ísland vann leikinn 1-0 eftir mark frá Jón Degi Þorsteinssyni. „Þetta var gott fyrir strákana“, sagði Åge þegar Valur Páll Eiríksson spurði Norðmanninn út í tilfinningar sínar eftir leikinn. „Við fundum það nefnilega eftir leikinn gegn Úkraínu að við hefðum átt að fá meira út úr þeim leik. Við vorum að vinna þann leik og ef við hefðum varist þar eins og í kvöld þá værum við á leiðinni á EM. Þeir sýndu karakter eins og gegn Ísrael í fyrri leiknum í umspilinu. Við hefðum getað unnið 2-0 í raun. Ég er svo ánægður fyrir hönd strákanna. Þeir leggja hart að sér á æfingum og standa vel saman. Leikmenn sem koma inn leggja líka sín lóð á vogarskálarnar sem gleður mig líka.“ Hvað gerði það að verkum að leikurinn vannst? „Ég held að andinn í liðinu hafi skilað þessu. Við verðum að finna aftur þennan anda sem var í liðinu þegar allt var í blóma, við þurfum að standa saman og verjast vel. Svo getum við farið í skyndi sóknir og skorað mörk þannig. Við getum verið í lágu blokkinni þegar við trúum á hana og treystum hvor öðrum. Nú erum við að gera það, við æfum vel og strákarnir gera vel þar og það er mjög ánægjulegt að ná í þennan sigur.“ Hversu stórt afrek er þetta? Ísland hefur einungis unnið England einu sinni áður. „Wembley er erfiður heim að sækja. England tapar fáum leikjum hérna þannig að við getum verið mjög ánægðir með okkur. Við verðum að byggja á þessu og við eigum erfiðan leik á mánudaginn þar sem við reynum þetta aftur. Við sofum á þessu í kvöld og byrjum svo að undirbúa okkur aftur.“ Klippa: Age Hareide ræðir sigurinn á Wembley Viðtalið allt má sjá í spilaranum hér að ofan. Ísland leikur næst vináttuleik gegn Hollandi, mánudaginn 10. maí. Leikurinn verður í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Uppgjör: England - Ísland 0-1 | Strákarnir okkar með frækinn sigur á Wembley Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mætti því enska á troðfullum Wembley leikvanginum í kvöld. Þetta var síðasti leikur Englendinga fyrir EM í Þýskalandi og íslenska landsliðið eyðilagði kveðjuteitið. Jón Dagur Þorsteinsson skoraði eina mark leiksins í 0-1 sigri. 7. júní 2024 21:00 Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Sjá meira
„Þetta var gott fyrir strákana“, sagði Åge þegar Valur Páll Eiríksson spurði Norðmanninn út í tilfinningar sínar eftir leikinn. „Við fundum það nefnilega eftir leikinn gegn Úkraínu að við hefðum átt að fá meira út úr þeim leik. Við vorum að vinna þann leik og ef við hefðum varist þar eins og í kvöld þá værum við á leiðinni á EM. Þeir sýndu karakter eins og gegn Ísrael í fyrri leiknum í umspilinu. Við hefðum getað unnið 2-0 í raun. Ég er svo ánægður fyrir hönd strákanna. Þeir leggja hart að sér á æfingum og standa vel saman. Leikmenn sem koma inn leggja líka sín lóð á vogarskálarnar sem gleður mig líka.“ Hvað gerði það að verkum að leikurinn vannst? „Ég held að andinn í liðinu hafi skilað þessu. Við verðum að finna aftur þennan anda sem var í liðinu þegar allt var í blóma, við þurfum að standa saman og verjast vel. Svo getum við farið í skyndi sóknir og skorað mörk þannig. Við getum verið í lágu blokkinni þegar við trúum á hana og treystum hvor öðrum. Nú erum við að gera það, við æfum vel og strákarnir gera vel þar og það er mjög ánægjulegt að ná í þennan sigur.“ Hversu stórt afrek er þetta? Ísland hefur einungis unnið England einu sinni áður. „Wembley er erfiður heim að sækja. England tapar fáum leikjum hérna þannig að við getum verið mjög ánægðir með okkur. Við verðum að byggja á þessu og við eigum erfiðan leik á mánudaginn þar sem við reynum þetta aftur. Við sofum á þessu í kvöld og byrjum svo að undirbúa okkur aftur.“ Klippa: Age Hareide ræðir sigurinn á Wembley Viðtalið allt má sjá í spilaranum hér að ofan. Ísland leikur næst vináttuleik gegn Hollandi, mánudaginn 10. maí. Leikurinn verður í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Uppgjör: England - Ísland 0-1 | Strákarnir okkar með frækinn sigur á Wembley Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mætti því enska á troðfullum Wembley leikvanginum í kvöld. Þetta var síðasti leikur Englendinga fyrir EM í Þýskalandi og íslenska landsliðið eyðilagði kveðjuteitið. Jón Dagur Þorsteinsson skoraði eina mark leiksins í 0-1 sigri. 7. júní 2024 21:00 Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Sjá meira
Uppgjör: England - Ísland 0-1 | Strákarnir okkar með frækinn sigur á Wembley Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mætti því enska á troðfullum Wembley leikvanginum í kvöld. Þetta var síðasti leikur Englendinga fyrir EM í Þýskalandi og íslenska landsliðið eyðilagði kveðjuteitið. Jón Dagur Þorsteinsson skoraði eina mark leiksins í 0-1 sigri. 7. júní 2024 21:00