Snæviþakinn völlur á Akureyri: „Eina vitið að spila í apríl og taka frí í júní“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 5. júní 2024 13:00 Vallaraðstæður á Akureyri bjóða ekki beint upp á að leiknir séu knattspyrnuleikir í efstu deild um þessar mundir. @saevarp Þrátt fyrir að sumarið sé gengið í garð er óhætt að segja að aðstæður til knattspyrnuiðkunnar utandyra séu ekki eins og best verður á kosið um land allt. Eins og Íslendingar ættu að vera farnir að þekkja nokkuð vel getur brugðið til beggja vona þegar kemur að veðrinu hér á landi. Gular og appelsínugular viðvaranir hafa verið í gildi frá því í gær, þriðjudag, og á veðrinu ekki að slota fyrr en á morgun, fimmtudag. Þessu hafa Akureyringar meðal annarra fengið að kynnast og miðað við myndir af Greifavellinum á Akureyri, heimavelli KA í Bestu-deild karla, eru vallaraðstæður langt frá því að vera í toppmálum. Sævar Pétursson birti mynd af Greifavellinum á X-síðu sinni í morgun og þar má sjá að völlurinn er algjörlega þakinn í snjó. Í færslunni skýtur hann einnig létt á þá sem efuðust um það að vallaraðstæður yrðu í lagi þegar mótið hófst í apríl. „Veit ekki hvað menn eru að efast með mótastjórann. Sá það enginn nema hann að það er eina vitið að spila í apríl og taka frí fyrstu vikuna í júní,“ ritar Sævar í færslunni sem má sjá hér fyrir neðan. Veit ekki hvað menn eru að efast með mótastjorann. Sá það enginn nema hann að það er eina vitið að spila í apríl og taka fri fyrstu vikuna í júní 👏🏼👏🏼 pic.twitter.com/CkvjMCFylW— saevar petursson (@saevarp) June 5, 2024 Vallaraðstæður á Greifavellinum bjóða hreinlega ekki upp á að leikinn sé fótbolti í efstu deild á Akureyri eins og staðan er núna, og því er líklega nokkuð heppilegt að nú sé einmitt landsleikjahlé. Næsti heimaleikur KA er því ekki fyrr en 23. júní þegar liðið tekur á móti Fram. Fjórum dögum áður heimsækja KA-menn þó Breiðablik í Bestu-deildinni, en KA situr í næstneðsta sæti deildarinnar með aðeins fimm stig eftir níu leiki. Besta deild karla KA Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjá meira
Eins og Íslendingar ættu að vera farnir að þekkja nokkuð vel getur brugðið til beggja vona þegar kemur að veðrinu hér á landi. Gular og appelsínugular viðvaranir hafa verið í gildi frá því í gær, þriðjudag, og á veðrinu ekki að slota fyrr en á morgun, fimmtudag. Þessu hafa Akureyringar meðal annarra fengið að kynnast og miðað við myndir af Greifavellinum á Akureyri, heimavelli KA í Bestu-deild karla, eru vallaraðstæður langt frá því að vera í toppmálum. Sævar Pétursson birti mynd af Greifavellinum á X-síðu sinni í morgun og þar má sjá að völlurinn er algjörlega þakinn í snjó. Í færslunni skýtur hann einnig létt á þá sem efuðust um það að vallaraðstæður yrðu í lagi þegar mótið hófst í apríl. „Veit ekki hvað menn eru að efast með mótastjórann. Sá það enginn nema hann að það er eina vitið að spila í apríl og taka frí fyrstu vikuna í júní,“ ritar Sævar í færslunni sem má sjá hér fyrir neðan. Veit ekki hvað menn eru að efast með mótastjorann. Sá það enginn nema hann að það er eina vitið að spila í apríl og taka fri fyrstu vikuna í júní 👏🏼👏🏼 pic.twitter.com/CkvjMCFylW— saevar petursson (@saevarp) June 5, 2024 Vallaraðstæður á Greifavellinum bjóða hreinlega ekki upp á að leikinn sé fótbolti í efstu deild á Akureyri eins og staðan er núna, og því er líklega nokkuð heppilegt að nú sé einmitt landsleikjahlé. Næsti heimaleikur KA er því ekki fyrr en 23. júní þegar liðið tekur á móti Fram. Fjórum dögum áður heimsækja KA-menn þó Breiðablik í Bestu-deildinni, en KA situr í næstneðsta sæti deildarinnar með aðeins fimm stig eftir níu leiki.
Besta deild karla KA Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjá meira