Lyngby lætur þjálfarann fara þrátt fyrir að hafa haldið liðinu uppi Ágúst Orri Arnarson skrifar 4. júní 2024 16:31 David Nielsen flexar byssurnar fyrir stuðningsmenn Lyngby. Lyngby hefur ákveðið að framlengja ekki samning þjálfarans David Nielsen þrátt fyrir að honum hafi tekist að halda Íslendingaliðinu uppi í efstu deild. David tók tímabundið við í mars af Magne Hoseth, fyrrum þjálfara KÍ Klaksvíkur, sem tók við í janúar þegar Freyr Alexandersson lét af störfum og tók við Kortrijk í Belgíu. Liðið hélt sæti sínu í efstu deild, við gríðarlegan fögnuð allra viðstaddra og þeirra á meðal þjálfarans. Samningur hans var þó aðeins út þetta tímabil og Lyngby ákvað að framlengja ekki. „Við erum ótrúlega þakklát David fyrir hans framlag í vetur. Hann var rétti maðurinn í starfið á þeim tíma, steig upp og sýndi stórt kóngablátt hjarta. Eins og samið var um í upphafi settumst við niður eftir tímabilið. Ákvörðunin var að þó David elski Lyngby þá muni hann ekki halda áfram sem þjálfari,“ segir í yfirlýsingu á heimasíðu félagsins. Þrír Íslendingar leika með félaginu, þeir Sævar Atli Magnússon, Kolbeinn Finnsson og Andri Lucas Guðjohnsen. Sá síðastnefndi er þó líklega á förum. Hvað hinir munu gera á eftir að koma í ljós en þess má vænta að nýr þjálfari taki við bráðlega. Danski boltinn Tengdar fréttir Andri Lucas á leið til Belgíu Landsliðsframherjinn Andri Lucas Guðjohnsen virðist vera á leið til Belgíu ef marka má nýjustu fregnir frá Danmörku þar sem hann spilar nú. Gangi skiptin eftir þá verður hann dýrasti leikmaður sem Lyngby selur frá upphafi. 22. maí 2024 17:16 Íslendingaliðið Lyngby hélt sér uppi í úrvalsdeild Lyngby tókst aftur að halda sér uppi í dönsku úrvalsdeildinni með frábærum lokaspretti. 25. maí 2024 15:12 „Skulda mér mikinn pening þarna hjá Lyngby“ „Þeir skulda mér mikinn pening þarna hjá Lyngby,“ sagði Freyr Alexandersson, fyrrverandi þjálfari Lyngby í kímni og hló svo dátt í kjölfarið að sögn blaðamanns Tipsbladet sem náði í skottið á honum áðan til að spyrja út í möguleg félagsskipti Andra Lucasar Guðjohnsen frá Lyngby til belgíska úrvalsdeildarfélagsins Gent sem virðist nálægt því að kaupa íslenska landsliðsframherjann. 12. maí 2024 12:23 Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Fleiri fréttir Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Sjá meira
David tók tímabundið við í mars af Magne Hoseth, fyrrum þjálfara KÍ Klaksvíkur, sem tók við í janúar þegar Freyr Alexandersson lét af störfum og tók við Kortrijk í Belgíu. Liðið hélt sæti sínu í efstu deild, við gríðarlegan fögnuð allra viðstaddra og þeirra á meðal þjálfarans. Samningur hans var þó aðeins út þetta tímabil og Lyngby ákvað að framlengja ekki. „Við erum ótrúlega þakklát David fyrir hans framlag í vetur. Hann var rétti maðurinn í starfið á þeim tíma, steig upp og sýndi stórt kóngablátt hjarta. Eins og samið var um í upphafi settumst við niður eftir tímabilið. Ákvörðunin var að þó David elski Lyngby þá muni hann ekki halda áfram sem þjálfari,“ segir í yfirlýsingu á heimasíðu félagsins. Þrír Íslendingar leika með félaginu, þeir Sævar Atli Magnússon, Kolbeinn Finnsson og Andri Lucas Guðjohnsen. Sá síðastnefndi er þó líklega á förum. Hvað hinir munu gera á eftir að koma í ljós en þess má vænta að nýr þjálfari taki við bráðlega.
Danski boltinn Tengdar fréttir Andri Lucas á leið til Belgíu Landsliðsframherjinn Andri Lucas Guðjohnsen virðist vera á leið til Belgíu ef marka má nýjustu fregnir frá Danmörku þar sem hann spilar nú. Gangi skiptin eftir þá verður hann dýrasti leikmaður sem Lyngby selur frá upphafi. 22. maí 2024 17:16 Íslendingaliðið Lyngby hélt sér uppi í úrvalsdeild Lyngby tókst aftur að halda sér uppi í dönsku úrvalsdeildinni með frábærum lokaspretti. 25. maí 2024 15:12 „Skulda mér mikinn pening þarna hjá Lyngby“ „Þeir skulda mér mikinn pening þarna hjá Lyngby,“ sagði Freyr Alexandersson, fyrrverandi þjálfari Lyngby í kímni og hló svo dátt í kjölfarið að sögn blaðamanns Tipsbladet sem náði í skottið á honum áðan til að spyrja út í möguleg félagsskipti Andra Lucasar Guðjohnsen frá Lyngby til belgíska úrvalsdeildarfélagsins Gent sem virðist nálægt því að kaupa íslenska landsliðsframherjann. 12. maí 2024 12:23 Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Fleiri fréttir Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Sjá meira
Andri Lucas á leið til Belgíu Landsliðsframherjinn Andri Lucas Guðjohnsen virðist vera á leið til Belgíu ef marka má nýjustu fregnir frá Danmörku þar sem hann spilar nú. Gangi skiptin eftir þá verður hann dýrasti leikmaður sem Lyngby selur frá upphafi. 22. maí 2024 17:16
Íslendingaliðið Lyngby hélt sér uppi í úrvalsdeild Lyngby tókst aftur að halda sér uppi í dönsku úrvalsdeildinni með frábærum lokaspretti. 25. maí 2024 15:12
„Skulda mér mikinn pening þarna hjá Lyngby“ „Þeir skulda mér mikinn pening þarna hjá Lyngby,“ sagði Freyr Alexandersson, fyrrverandi þjálfari Lyngby í kímni og hló svo dátt í kjölfarið að sögn blaðamanns Tipsbladet sem náði í skottið á honum áðan til að spyrja út í möguleg félagsskipti Andra Lucasar Guðjohnsen frá Lyngby til belgíska úrvalsdeildarfélagsins Gent sem virðist nálægt því að kaupa íslenska landsliðsframherjann. 12. maí 2024 12:23