Flokkur Mandela missir meirihluta í fyrsta skipti í þrjátíu ár Kjartan Kjartansson skrifar 3. júní 2024 11:32 Cyril Ramaphosa, forseti Suður-Afríku, þarf að leita á náð stjórnarandstöðuflokka ef Afríska þjóðarráðið ætlar að halda áfram í ríkisstjórn. AP/Emilio Morenatti Afríska þjóðarráðið (ANC), sem Nelson Mandela leiddi á sínum tíma, tapaði meirihluta sínum á þingi í fyrsta skipti frá lokum aðskilnaðarstefnunnar í þingkosningunum í Suður-Afríku. Flokkurinn gæti þó haldið áfram við stjórn í samsteypustjórn. Þegar talningu eftir kosningarnar sem fóru fram á miðvikudag lauk reyndist ANC hafa fengið fjörutíu prósent atkvæða. Tapaði flokkurinn nærri tuttugu prósentum og rúmlega sjötíu þingsætum frá því í síðustu kosningum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Cyril Ramaphosa, forseti, sagði úrslitin flokki sínum erfið en virtist boða viðræður um myndun samsteypustjórnar. Lýðræðisbandalagið (DA) sagðist opið fyrir viðræðum við Ramaphosa en miðhægri flokkurinn er þó andsnúinn nokkrum helstu stefnumálum ríkisstjórnarinnar, þar á meðal aðgerðum til þess að jafna stöðu svartra í landinu eftir aðskilnaðarstefnuna og opinberri heilbrigðisþjónustu fyrir alla landsmenn. ANC segir að sér verði ekki kvikað frá þeim málum. Jacob Zuma, fyrrverandi forseti sem hrökklaðist frá völdum í skugga spillingarmála, stofnaði sinn eigin flokk fyrir kosningarnar. Sá flokkur segist tilbúinn að vinna með þjóðarráðinu en ekki á meðan Ramaphosa er leiðtogi þess. Ramaphosa tók við af Zuma sem leiðtogi ANC í hatrömmum átökum árið 2018. Suður-Afríka Tengdar fréttir Þingmeirihluti ANC í hættu í Suður-Afríku Þingkosningar hófust í morgun í Suður-Afríku í skólum, félagsmiðstöðum, samkomuhúsum og stórum tjöldum á opnum svæðum. Kosningarnar eru taldar afar mikilvægar en í húfi er meirihlutastjórn ANC flokksins sem hefur verið við völd allt frá því að aðskilnaðarstefna var lögð af fyrir um 30 árum. 29. maí 2024 08:29 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira
Þegar talningu eftir kosningarnar sem fóru fram á miðvikudag lauk reyndist ANC hafa fengið fjörutíu prósent atkvæða. Tapaði flokkurinn nærri tuttugu prósentum og rúmlega sjötíu þingsætum frá því í síðustu kosningum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Cyril Ramaphosa, forseti, sagði úrslitin flokki sínum erfið en virtist boða viðræður um myndun samsteypustjórnar. Lýðræðisbandalagið (DA) sagðist opið fyrir viðræðum við Ramaphosa en miðhægri flokkurinn er þó andsnúinn nokkrum helstu stefnumálum ríkisstjórnarinnar, þar á meðal aðgerðum til þess að jafna stöðu svartra í landinu eftir aðskilnaðarstefnuna og opinberri heilbrigðisþjónustu fyrir alla landsmenn. ANC segir að sér verði ekki kvikað frá þeim málum. Jacob Zuma, fyrrverandi forseti sem hrökklaðist frá völdum í skugga spillingarmála, stofnaði sinn eigin flokk fyrir kosningarnar. Sá flokkur segist tilbúinn að vinna með þjóðarráðinu en ekki á meðan Ramaphosa er leiðtogi þess. Ramaphosa tók við af Zuma sem leiðtogi ANC í hatrömmum átökum árið 2018.
Suður-Afríka Tengdar fréttir Þingmeirihluti ANC í hættu í Suður-Afríku Þingkosningar hófust í morgun í Suður-Afríku í skólum, félagsmiðstöðum, samkomuhúsum og stórum tjöldum á opnum svæðum. Kosningarnar eru taldar afar mikilvægar en í húfi er meirihlutastjórn ANC flokksins sem hefur verið við völd allt frá því að aðskilnaðarstefna var lögð af fyrir um 30 árum. 29. maí 2024 08:29 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira
Þingmeirihluti ANC í hættu í Suður-Afríku Þingkosningar hófust í morgun í Suður-Afríku í skólum, félagsmiðstöðum, samkomuhúsum og stórum tjöldum á opnum svæðum. Kosningarnar eru taldar afar mikilvægar en í húfi er meirihlutastjórn ANC flokksins sem hefur verið við völd allt frá því að aðskilnaðarstefna var lögð af fyrir um 30 árum. 29. maí 2024 08:29