Leikmennirnir sem hafa skarað fram úr í baráttunni um titilinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. maí 2024 15:31 Deandre Kane er efstur í framlagi, stigum og fráköstum í einvíginu og hefur einnig fiskað flestar villur og tekið flest víti. Vísir/Diego Valur og Grindavík mætast í kvöld í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í Subway deild karla í körfubolta og fer oddaleikurinn fram á Hlíðarenda. Leikurinn hefst klukkan 19.15 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst á sömu rás klukkan 18.15 og eftir leikinn verður allt saman gert upp með sérfræðingum Körfuboltakvölds. Þetta verður fimmti leikurinn í einvíginu en bæði liðin hafa unnið tvo leiki til þessa, Valur vann báða leikina í Valsheimilinu en Grindavík báða leikina í Smáranum. Það er athyglisvert að skoða hvaða leikmenn hafa skarað fram úr í úrslitaeinvíginu til þessa. Grindvíkingurinn Deandre Kane er mjög áberandi á listunum en Grindavík á líka efsta mann í stigum, fráköstum, stoðsendingum, stolnum boltum og vörðum skotum. Deandre Kane er að skila alvöru tölum í úrslitaeinvíginu.Vísir/Diego Hæsta framlagið Grindvíkingurinn Deandre Kane er með langhæsta meðalframlagið eða 25,3 í leik. Næstur honum er liðsfélagi hans Dedrick Basile með 16,8 framlagstig í leik. Þriðji er Valsmaðurinn Justas Tamulis með 16,5 framlagsstig í leik. Það er jafnt á munum því næstir eru síðan Ólafur Ólafsson úr Grindavík með 16,3 framlagsstig og Valsmennirnir Frank Aron Booker og Kristófer Acox sem eru jafnir í fimmta sætinu með 16,0 framlagsstig í leik Deandre Kane fiskar hér villu á Kristófer Acox.Vísir/Anton Brink Flest stig Grindvíkingarnir Deandre Kane (25,0) og Dedrick Basile (21,0) eru þeir einu sem hafa skorað yfir tuttugu stig í leik. Þriðji stigahæstur er síðan Valsmaðurinn Taiwo Badmus með 15,8 stig í leik. Valsmenn eiga alla menn í sætum þrjú til sex því næstir koma Justas Tamulis (14,3), Frank Aron Booker (14,3), Kristófer Acox (12,5) og Kristinn Pálsson (11,0). Flest fráköst Deandre Kane er líka efstur í fráköstum með 9,0 fráköst í leik en í öðru sæti er Valsmaðurinn Kristófer Acox með 7,0 fráköst í leik. Frank Aron Booker er sá þriðji frákastahæsti með 6,5 fráköst að meðatali og Grindvíkingurinn Ólafur Ólafsson er með 6,3 fráköst í leik. Kane hefur bæði tekið flest sóknarfráköst (14) og flest varnarfráköst (22). Dedrick Basile er í öðru sæti í stigaskori og með langflestar stoðsendingar.Vísir/Diego Flestar stoðsendingar Grindvíkingurinn Dedrick Basile er langhæstur í stoðsendingum með 5,3 stoðsendingar í leik en í öðru sæti er Valsmaðurinn Justas Tamulis með 3,8 stoðsendingar í leik. Í þriðja sætinu eru síðan Grindvíkingurinn Valur Valsson og Valsmaðurinn Kári Jónsson sem eru jafnir með 3,3 stoðsendingar að meðaltali í leik. Justas Tamulis er með frábæra skotnýtingu í úrslitaeinvíginu.Vísir/Diego Aðrir tölfræðiþættir Deandre Kane úr Grindavík hefur spilað mest (36,0 mínútur í leik). Justas Tamulis úr Val er bæði með flesta þrista (14) og langbestu þriggja stiga nýtinguna (70 prósent, 14 af 20). Tamulis er líka með hæstu heildarskotnýtinguna sem er 62 prósent hjá honum. Daniel Mortensen úr Grindavík hefur nýtt öll fimm vítin sín og er með bestu vítanýtinguna. Ólafur Ólafsson úr Grindavík hefur stolið flestum boltum eða átta eða einum fleiri en liðsfélagi sinn Dedrick Basile. Daniel Mortensen úr Grindavík hefur varið flest skot eða sex. Deandre Kane úr Grindavík hefur fiskað flestar villur eða 25. Hann hefur einnig tekið flest víti eða 32. Taiwo Badmus úr Val hefur tapað langflestum boltum eða 17 talsins, átta fleiri en næsti maður. Subway-deild karla Valur UMF Grindavík Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Sjá meira
Leikurinn hefst klukkan 19.15 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst á sömu rás klukkan 18.15 og eftir leikinn verður allt saman gert upp með sérfræðingum Körfuboltakvölds. Þetta verður fimmti leikurinn í einvíginu en bæði liðin hafa unnið tvo leiki til þessa, Valur vann báða leikina í Valsheimilinu en Grindavík báða leikina í Smáranum. Það er athyglisvert að skoða hvaða leikmenn hafa skarað fram úr í úrslitaeinvíginu til þessa. Grindvíkingurinn Deandre Kane er mjög áberandi á listunum en Grindavík á líka efsta mann í stigum, fráköstum, stoðsendingum, stolnum boltum og vörðum skotum. Deandre Kane er að skila alvöru tölum í úrslitaeinvíginu.Vísir/Diego Hæsta framlagið Grindvíkingurinn Deandre Kane er með langhæsta meðalframlagið eða 25,3 í leik. Næstur honum er liðsfélagi hans Dedrick Basile með 16,8 framlagstig í leik. Þriðji er Valsmaðurinn Justas Tamulis með 16,5 framlagsstig í leik. Það er jafnt á munum því næstir eru síðan Ólafur Ólafsson úr Grindavík með 16,3 framlagsstig og Valsmennirnir Frank Aron Booker og Kristófer Acox sem eru jafnir í fimmta sætinu með 16,0 framlagsstig í leik Deandre Kane fiskar hér villu á Kristófer Acox.Vísir/Anton Brink Flest stig Grindvíkingarnir Deandre Kane (25,0) og Dedrick Basile (21,0) eru þeir einu sem hafa skorað yfir tuttugu stig í leik. Þriðji stigahæstur er síðan Valsmaðurinn Taiwo Badmus með 15,8 stig í leik. Valsmenn eiga alla menn í sætum þrjú til sex því næstir koma Justas Tamulis (14,3), Frank Aron Booker (14,3), Kristófer Acox (12,5) og Kristinn Pálsson (11,0). Flest fráköst Deandre Kane er líka efstur í fráköstum með 9,0 fráköst í leik en í öðru sæti er Valsmaðurinn Kristófer Acox með 7,0 fráköst í leik. Frank Aron Booker er sá þriðji frákastahæsti með 6,5 fráköst að meðatali og Grindvíkingurinn Ólafur Ólafsson er með 6,3 fráköst í leik. Kane hefur bæði tekið flest sóknarfráköst (14) og flest varnarfráköst (22). Dedrick Basile er í öðru sæti í stigaskori og með langflestar stoðsendingar.Vísir/Diego Flestar stoðsendingar Grindvíkingurinn Dedrick Basile er langhæstur í stoðsendingum með 5,3 stoðsendingar í leik en í öðru sæti er Valsmaðurinn Justas Tamulis með 3,8 stoðsendingar í leik. Í þriðja sætinu eru síðan Grindvíkingurinn Valur Valsson og Valsmaðurinn Kári Jónsson sem eru jafnir með 3,3 stoðsendingar að meðaltali í leik. Justas Tamulis er með frábæra skotnýtingu í úrslitaeinvíginu.Vísir/Diego Aðrir tölfræðiþættir Deandre Kane úr Grindavík hefur spilað mest (36,0 mínútur í leik). Justas Tamulis úr Val er bæði með flesta þrista (14) og langbestu þriggja stiga nýtinguna (70 prósent, 14 af 20). Tamulis er líka með hæstu heildarskotnýtinguna sem er 62 prósent hjá honum. Daniel Mortensen úr Grindavík hefur nýtt öll fimm vítin sín og er með bestu vítanýtinguna. Ólafur Ólafsson úr Grindavík hefur stolið flestum boltum eða átta eða einum fleiri en liðsfélagi sinn Dedrick Basile. Daniel Mortensen úr Grindavík hefur varið flest skot eða sex. Deandre Kane úr Grindavík hefur fiskað flestar villur eða 25. Hann hefur einnig tekið flest víti eða 32. Taiwo Badmus úr Val hefur tapað langflestum boltum eða 17 talsins, átta fleiri en næsti maður.
Subway-deild karla Valur UMF Grindavík Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Sjá meira