Katrín Tanja á skurðarborðið: Ég er svo stressuð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. maí 2024 09:31 Katrín Tanja Davíðsdóttir hætti óvænt keppni á miðju CrossFit tímabili og nú er ljóst að það þarf að laga bakvandræði hennar með skurðaðgerð. @katrintanja Katrín Tanja Davíðsdóttir varð að hætta keppni á miðju CrossFit tímabili vegna meiðsla og nú er ljóst að hvíldin er ekki nóg. Katrín Tanja sagði frá því á miðlum sínum að hún sé nú á leiðinni í aðgerð til að laga bakvandræði sín. „Ég veit ekki einu sinni hvar ég á byrja af því að ég hef verið að glíma við þetta svo lengi,“ skrifaði Katrín Tanja á samfélagsmiðla sína. „Í stuttu máli þá finnst ekki lengur hjá mér hryggbófinn á milli hryggjarliða L5/S1 auk þess að ég er með liðagigt. Það útskýrir það af hverju mér leið eins og ég gæti ekki hreyft á mér bakið,“ skrifaði Katrín. Hún lýsir því líka hvernig bakverkurinn sé að hamla henni mikið við æfingar og keppni og að þetta sé einnig að leiða niður í rassvöðva og lærvöðva. „Ég hef verið að vinna með lækni hér í bænum auk þess að fá annað álit hjá læknum sem ég treysti. Niðurstaðan af öllu þessu er að þótt að ég hætti að æfa þá gæti bakverkurinn vissulega farið en það er allt eins líklegt að ég lendi á sama stað og ég er í dag,“ skrifaði Katrín. „Það að hreyfa mig og æfa er svo stór partur af mér og hvernig mér líður best. Ég trúi því að þetta muni skila mér góðri heilsu út lífið,“ skrifaði Katrín. „Ég ætla því að fara í aðgerð í næstu viku og mun segja frekar frá henni síðar. Ég hef ákveðið að þetta sé það besta fyrir mig og gefur mér um leið bestu möguleikana í framtíðinni,“ skrifaði Katrín. „Ég hef aldrei farið í svona stóra aðgerð. Ég er svo stressuð. Ég er um leið vongóð um þau betri lífsgæði sem slík aðgerð getur fært mér. Ég ætla því að láta von mína vinna bug á hræðslunni,“ skrifaði Katrín eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Katrín Tanja Davíðsdóttir (@katrintanja) CrossFit Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Öruggur sigur City Enski boltinn Fleiri fréttir Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Engin skoraði meira en Elín Klara Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Snævar setti heimsmet Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sjá meira
Katrín Tanja sagði frá því á miðlum sínum að hún sé nú á leiðinni í aðgerð til að laga bakvandræði sín. „Ég veit ekki einu sinni hvar ég á byrja af því að ég hef verið að glíma við þetta svo lengi,“ skrifaði Katrín Tanja á samfélagsmiðla sína. „Í stuttu máli þá finnst ekki lengur hjá mér hryggbófinn á milli hryggjarliða L5/S1 auk þess að ég er með liðagigt. Það útskýrir það af hverju mér leið eins og ég gæti ekki hreyft á mér bakið,“ skrifaði Katrín. Hún lýsir því líka hvernig bakverkurinn sé að hamla henni mikið við æfingar og keppni og að þetta sé einnig að leiða niður í rassvöðva og lærvöðva. „Ég hef verið að vinna með lækni hér í bænum auk þess að fá annað álit hjá læknum sem ég treysti. Niðurstaðan af öllu þessu er að þótt að ég hætti að æfa þá gæti bakverkurinn vissulega farið en það er allt eins líklegt að ég lendi á sama stað og ég er í dag,“ skrifaði Katrín. „Það að hreyfa mig og æfa er svo stór partur af mér og hvernig mér líður best. Ég trúi því að þetta muni skila mér góðri heilsu út lífið,“ skrifaði Katrín. „Ég ætla því að fara í aðgerð í næstu viku og mun segja frekar frá henni síðar. Ég hef ákveðið að þetta sé það besta fyrir mig og gefur mér um leið bestu möguleikana í framtíðinni,“ skrifaði Katrín. „Ég hef aldrei farið í svona stóra aðgerð. Ég er svo stressuð. Ég er um leið vongóð um þau betri lífsgæði sem slík aðgerð getur fært mér. Ég ætla því að láta von mína vinna bug á hræðslunni,“ skrifaði Katrín eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Katrín Tanja Davíðsdóttir (@katrintanja)
CrossFit Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Öruggur sigur City Enski boltinn Fleiri fréttir Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Engin skoraði meira en Elín Klara Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Snævar setti heimsmet Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sjá meira