„Tapaður bolti og Basile setur þrist“ Siggeir Ævarsson og Andri Már Eggertsson skrifa 26. maí 2024 22:29 Finnur Freyr, þjálfari Vals Vísir/Anton Brink Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, þarf að undirbúa lið sitt fyrir þriðja oddaleikinn um Íslandsmeistaratitilinn á jafn mörgum árum eftir dramatískt tap gegn Grindavík í Smáranum í kvöld, 80-78. „Þetta var svakalega súrt. Vondur tapaður bolti þarna. Náum góðu stoppi, frábær hjálparvörn hjá Hjálmari en gerir sig sekan um slæm mistök og Basile bara refsar okkur.“ Beðinn um að greina hvernig leikurinn þróaðist í fyrri hálfleik tók Finnur vinnuna af leikgreinendum Stöðvar 2 Sport með djúpri greiningu. „Bara, þróaðist einhvern veginn. Þetta var allt þarna einhvernveginn. Bara hörkuleikur, tvö frábær lið fram og til baka. Þeir gerðu einn góðan hlut betur en við eða við einum mistökum of mikið. Þetta bara datt þannig.“ Aðspurður um hvað skildi að einfaldaði Finnur málin enn frekar. „Tapaður bolti og Basile setur þrist, það er ekkert meira en það. Auðvitað eru fullt af einhverjum hlutum sem við getum gert betur og þeir hugsa það sama. En í endann er þetta bara fegurðin við þessa íþrótt, hversu stutt er á milli hláturs og gráturs. Ef við hefðum haldið boltanum þarna og verið sterkir hefði þetta kannski farið í einhvern vítaleik en í staðinn setur Basile hann í horninu.“ Finnur var heldur ekki búinn að greina lokasókn Vals í hörgul en viðurkenndi að mögulega hefði hann getað teiknað upp betra kerfi. „Við vissum að þeir ættu villu að gefa, kerfið kannski ekki nógu gott. Það hefði verið fínt ef þetta hefði verið brot í skoti en ég held að það hafi ekki verið það!“ - sagði Finnur og hló. Nú bíður Valsmönnum enn einn oddaleikurinn en Finnur sagði að það væri kannski bara viðeigandi að enda þetta tímabil á þann hátt. „Bara áfram gakk. Búið að vera langt og strangt tímabil og einhvern veginn er þetta rökrétt að þetta fari í fimm leiki en það er ljóst að það lið sem vinnur þann leik verður betri í þeim leik og á titilinn skilið og við þurfum að gera okkur besta í að vera það lið.“ Körfubolti Subway-deild karla Valur Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Fótbolti Fleiri fréttir „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Sjá meira
„Þetta var svakalega súrt. Vondur tapaður bolti þarna. Náum góðu stoppi, frábær hjálparvörn hjá Hjálmari en gerir sig sekan um slæm mistök og Basile bara refsar okkur.“ Beðinn um að greina hvernig leikurinn þróaðist í fyrri hálfleik tók Finnur vinnuna af leikgreinendum Stöðvar 2 Sport með djúpri greiningu. „Bara, þróaðist einhvern veginn. Þetta var allt þarna einhvernveginn. Bara hörkuleikur, tvö frábær lið fram og til baka. Þeir gerðu einn góðan hlut betur en við eða við einum mistökum of mikið. Þetta bara datt þannig.“ Aðspurður um hvað skildi að einfaldaði Finnur málin enn frekar. „Tapaður bolti og Basile setur þrist, það er ekkert meira en það. Auðvitað eru fullt af einhverjum hlutum sem við getum gert betur og þeir hugsa það sama. En í endann er þetta bara fegurðin við þessa íþrótt, hversu stutt er á milli hláturs og gráturs. Ef við hefðum haldið boltanum þarna og verið sterkir hefði þetta kannski farið í einhvern vítaleik en í staðinn setur Basile hann í horninu.“ Finnur var heldur ekki búinn að greina lokasókn Vals í hörgul en viðurkenndi að mögulega hefði hann getað teiknað upp betra kerfi. „Við vissum að þeir ættu villu að gefa, kerfið kannski ekki nógu gott. Það hefði verið fínt ef þetta hefði verið brot í skoti en ég held að það hafi ekki verið það!“ - sagði Finnur og hló. Nú bíður Valsmönnum enn einn oddaleikurinn en Finnur sagði að það væri kannski bara viðeigandi að enda þetta tímabil á þann hátt. „Bara áfram gakk. Búið að vera langt og strangt tímabil og einhvern veginn er þetta rökrétt að þetta fari í fimm leiki en það er ljóst að það lið sem vinnur þann leik verður betri í þeim leik og á titilinn skilið og við þurfum að gera okkur besta í að vera það lið.“
Körfubolti Subway-deild karla Valur Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Fótbolti Fleiri fréttir „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Sjá meira