„Geggjað að vera komin aftur og ná að taka þetta“ Siggeir Ævarsson skrifar 22. maí 2024 21:56 Vinkonurnar Thelma Dís Ágústsdóttir og Sara Rún Hinriksdóttir eru báðar uppaldar Keflvíkingar og sneru heim í vetur Vísir/Pawel Thelma Dís Ágústsdóttir, leikmaður Keflavíkur, var í sjöunda himni yfir því að lyfta Íslandsmeistaratitlinum með uppeldisfélaginu sínu og æskuvinkonum sínum en Keflavík lagði Njarðvík 72-56 í þriðja leik liðanna í úrslitaeinvígi Subway-deildarinnar í kvöld. Ef það ætti að kjarna tilfinningar Thelmu í einu orði þá væri það sennilega „geggjað“. „Geggjuð sko! „Geggjað að vera komin aftur og ná að taka þetta“. Það er svolítið langt síðan við tókum hann seinast hérna í Keflavík, og með þessum stelpum, við ólumst upp saman. Bara geggjað. Ekkert betra.“ Thelma kom heim til Keflavíkur í haust eftir að hafa verið við nám í Bandaríkjunum. Sara Rún Hinriksdóttir kom svo heim á miðju tímabili úr atvinnumennsku. Kjarninn í liði Keflavíkur er allur meira og minna heimaalinn og Thelma sagði það gefa þessum titli meira gildi. „Þetta er bara geggjað. Allar svo góðar vinkonur. Sama og við höfum verið að gera áður. Við þekkjum allar hver aðra svo ótrúlega vel og þá er bara gaman með hver annarri.“ Eftir ágæta byrjun Njarðvíkinga hófu Keflvíkingar annan leikhluta með miklum látum og virtust ná öllum tökum á leiknum í kjölfarið. „Ég er svona nokkurn veginn sammála því en þær gáfust samt aldrei upp og voru alltaf að berjast. Við þurftum alveg hafa fyrir þessum sigrum þó svo að stigaskorið láti það kannski ekki líta þannig út.“ Keflvíkingar opnuðu svo þriðja leikhluta með tveimur þristum og komu muninn í 15 stig og þá virtist hreinlega allur vindur vera úr gestunum. „Mér fannst þær vera orðnar svolítið þreyttar, sérstaklega í lokin á þriðja leikhluta. Við vissum að ef við myndum keyra á þær þá myndum við ná að klára þetta.“ Breidd hópsins hjá Keflavík virtist einnig hafa töluvert að segja þegar kom að þreytu. „Algjörlega. Þegar það eru bara tveir dagar á milli leikja þá munar um það. Við erum með ótrúlega flottar stelpur á bekknum, eins og Önnu Láru og Eygló, sem hafa ekki fengið mikil tækifæri í vetur en koma inn á og skila ótrúlega flottu verki.“ Thelma sagðist ekki vera búin að velta næsta tímabili neitt fyrir sér á þessum tímapunkti enda væri óvenju langt tímabil að baki að hennar mati. „Nei ekki svo langt. Þetta tímabil er náttúrulega búið að vera 40 mánuðir svo að við erum ekki komnar svo langt.“ Körfubolti Subway-deild kvenna Keflavík ÍF Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Fleiri fréttir „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Sjá meira
Ef það ætti að kjarna tilfinningar Thelmu í einu orði þá væri það sennilega „geggjað“. „Geggjuð sko! „Geggjað að vera komin aftur og ná að taka þetta“. Það er svolítið langt síðan við tókum hann seinast hérna í Keflavík, og með þessum stelpum, við ólumst upp saman. Bara geggjað. Ekkert betra.“ Thelma kom heim til Keflavíkur í haust eftir að hafa verið við nám í Bandaríkjunum. Sara Rún Hinriksdóttir kom svo heim á miðju tímabili úr atvinnumennsku. Kjarninn í liði Keflavíkur er allur meira og minna heimaalinn og Thelma sagði það gefa þessum titli meira gildi. „Þetta er bara geggjað. Allar svo góðar vinkonur. Sama og við höfum verið að gera áður. Við þekkjum allar hver aðra svo ótrúlega vel og þá er bara gaman með hver annarri.“ Eftir ágæta byrjun Njarðvíkinga hófu Keflvíkingar annan leikhluta með miklum látum og virtust ná öllum tökum á leiknum í kjölfarið. „Ég er svona nokkurn veginn sammála því en þær gáfust samt aldrei upp og voru alltaf að berjast. Við þurftum alveg hafa fyrir þessum sigrum þó svo að stigaskorið láti það kannski ekki líta þannig út.“ Keflvíkingar opnuðu svo þriðja leikhluta með tveimur þristum og komu muninn í 15 stig og þá virtist hreinlega allur vindur vera úr gestunum. „Mér fannst þær vera orðnar svolítið þreyttar, sérstaklega í lokin á þriðja leikhluta. Við vissum að ef við myndum keyra á þær þá myndum við ná að klára þetta.“ Breidd hópsins hjá Keflavík virtist einnig hafa töluvert að segja þegar kom að þreytu. „Algjörlega. Þegar það eru bara tveir dagar á milli leikja þá munar um það. Við erum með ótrúlega flottar stelpur á bekknum, eins og Önnu Láru og Eygló, sem hafa ekki fengið mikil tækifæri í vetur en koma inn á og skila ótrúlega flottu verki.“ Thelma sagðist ekki vera búin að velta næsta tímabili neitt fyrir sér á þessum tímapunkti enda væri óvenju langt tímabil að baki að hennar mati. „Nei ekki svo langt. Þetta tímabil er náttúrulega búið að vera 40 mánuðir svo að við erum ekki komnar svo langt.“
Körfubolti Subway-deild kvenna Keflavík ÍF Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Fleiri fréttir „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Sjá meira