„Við drekkum blóð á hverjum morgni“ Valur Páll Eiríksson skrifar 22. maí 2024 12:01 Xhaka ásamt þjálfaranum Xabi Alonso á æfingu á Aviva-vellinum í Dyflinni þar sem úrslitaleikurinn fer fram í kvöld. Getty Granit Xhaka og félagar hans í Bayer Leverkusen eru klárir í slaginn fyrir úrslitaleik Evrópudeildarinnar í fótbolta í kvöld. Atalanta mætir liðinu í úrslitum. Xhaka, liðsfélagi hans Jonathan Tah og Xabi Alonso sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í Dyflinni í gær en þar fer úrslitaleikurinn fram. Úrslitaleikur Leverkusen og Atalanta er klukkan 19:00 í kvöld. Hann verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Bayer Leverkusen hefur átt sögulegt tímabil þar sem liðið vann þýska meistaratitilinn í fyrsta skipti í sögu félagsins og hefur að auki ekki tapað einum einasta leik í neinni keppni í ár. Xhaka var spurður hvernig menn færu að þessu, og hvernig þeir væru ekki einu sinni stressaðir. „Við drekkum blóð á hverjum morgni. Svo við finnum ekki fyrir þessu lengur,“ grínaðist Xhaka og uppskar hlátrasköll blaðamanna. Klippa: „Við drekkum blóð á hverjum morgni“ Xhaka var þá spurður hvort Leverkusen hefði engu að tapa í ljósi þess að liðið hefði þegar náð í dýrmætasta verðlaunagripinn með því að fagna sigri í þýsku deildinni. „Mér finnst við hafa einhverju að tapa, alveg klárlega. Þú ferð inn í úrslitaleiki með það fyrir augum að vinna þá. Okkar meginmarkmið var að reyna að vinna Bundesliguna, annað markmiðið er á morgun (í kvöld) og við munum gera allt sem við getum til að snúa aftur til Leverkusen með Evrópudeildarbikarinn.“ Ummæli Xhaka má sjá í spilaranum að ofan. Þau fyrri eru á ensku en þau síðari á þýsku. Þýski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Ronaldo trúlofaður Fótbolti Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Golf Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn Fleiri fréttir Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Sjá meira
Xhaka, liðsfélagi hans Jonathan Tah og Xabi Alonso sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í Dyflinni í gær en þar fer úrslitaleikurinn fram. Úrslitaleikur Leverkusen og Atalanta er klukkan 19:00 í kvöld. Hann verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Bayer Leverkusen hefur átt sögulegt tímabil þar sem liðið vann þýska meistaratitilinn í fyrsta skipti í sögu félagsins og hefur að auki ekki tapað einum einasta leik í neinni keppni í ár. Xhaka var spurður hvernig menn færu að þessu, og hvernig þeir væru ekki einu sinni stressaðir. „Við drekkum blóð á hverjum morgni. Svo við finnum ekki fyrir þessu lengur,“ grínaðist Xhaka og uppskar hlátrasköll blaðamanna. Klippa: „Við drekkum blóð á hverjum morgni“ Xhaka var þá spurður hvort Leverkusen hefði engu að tapa í ljósi þess að liðið hefði þegar náð í dýrmætasta verðlaunagripinn með því að fagna sigri í þýsku deildinni. „Mér finnst við hafa einhverju að tapa, alveg klárlega. Þú ferð inn í úrslitaleiki með það fyrir augum að vinna þá. Okkar meginmarkmið var að reyna að vinna Bundesliguna, annað markmiðið er á morgun (í kvöld) og við munum gera allt sem við getum til að snúa aftur til Leverkusen með Evrópudeildarbikarinn.“ Ummæli Xhaka má sjá í spilaranum að ofan. Þau fyrri eru á ensku en þau síðari á þýsku.
Þýski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Ronaldo trúlofaður Fótbolti Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Golf Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn Fleiri fréttir Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Sjá meira