Anníe Mist: Hver veit hvar ég verð eftir eitt ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. maí 2024 08:31 Anníe Mist Þórisdóttur með nýfæddum syni sínum en mætt í lyftingasalinn til að æfa. @anniethorisdottir Anníe Mist Þórisdóttur verður sárt saknað á heimsleikunum í ár enda ein vinsælasta CrossFit kona heims. Fáum við aðra endurkomu hjá goðsögninni eftir barneignarfrí? Anníe Mist fylgdist um helgina með undanúrslitamóti heimsleikanna sem fram fór í Lyon í Frakklandi. Hún var heima á Íslandi með nýfæddum syni sínum og fjölskyldu. Hún missti af þessu CrossFit tímabili en útilokar ekki mögulega endurkomu í nýjum pistil á samfélagsmiðlum sínum. Þessi fæðing gekk mun betur en sú síðasta og Anníe hefur sýnt frá því á samfélagsmiðlum að hún er strax byrjuð að mæta í æfingasalinn og þá auðvitað með barnið með sér. Anníe sýndi gríðarlegan styrk þegar hún komst á verðlaunapall á heimsleikum árið 2021 innan við ári eftir að hafa eignast sitt fyrsta barn. Anníe hefur ekki misst af mörgum heimsleikum á löngum og farsælum ferli sínum. Hún varð fyrsti Íslendingurinn til að taka þátt í heimsleikunum árið 2009 og var með í þrettánda sinn á heimsleikunum í fyrra. Það bíða því margir spenntir eftir því hvað hún gerir núna. Anníe brást við því að fylgjast með evrópska undanúrslitamótinu í sjónvarpinu um helgina með því að setja niður nokkur orð á blað og birta síðan á Instagram síðu sinni. Atvinnumennskan er eigingjarnt starf „Mér hefur alltaf fundist það vera eigingjarnt starf að vera atvinnumaður í íþróttum. Ástæðan er að þú þarft alltaf að setja sjálfan þig í fyrsta sæti þegar kemur að því að ná sem mestu út úr æfingum, endurheimt og endurhæfingu,“ skrifaði Anníe Mist. „Ef þú vilt verða best í heimi í einhverju þá þýðir það slíka skuldbindingu frá þér,“ skrifaði Anníe. Hún varð tvisvar sinnum heimsmeistari á sínum tíma og hefur komist sex sinnum á verðlaunapall á heimsleikunum í CrossFit. „Eftir að hafa stofnað fjölskyldu þá komst ég að því að ná árangri inn á keppnisgólfinu snerist allt um að finna rétta jafnvægið. Áform mínu urðu þó jafnvel enn stærri en áður,“ skrifaði Anníe sem verður 35 ára gömul í september. Skrýtið að vera ekki á gólfinu með þeim „Ég sit hér með tveggja vikna barnið mitt og er þessa helgina að horfa á alla keppa um laus sæti á heimsleikunum. Það er skrýtið að vera ekki á gólfinu með þeim en en ég er akkúrat þar sem ég að vera. Í bili að minnsta kosti,“ skrifaði Anníe. „Ég er þakklát fyrir öll þau skipti sem ég hef fengið að keppa um það að vera sú hraustasta í heimi og öll tengslin sem ég hef myndað við fólk á þeirri vegferð. Ég elska þennan tíma í mínu lífi núna en hver veit hvernig þetta verður hjá mér eftir ár,“ skrifaði Anníe. Það má sjá pistil hennar hér fyrir neðan. Ef hann birtist ekki er gott ráð að endurhlaða fréttinni. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) CrossFit Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Fleiri fréttir Afinn tapaði á ögurstundu Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Snæfríður Sól og Snorri Dagur eru sundfólk ársins Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Bunting slapp með skrekkinn og mætir Indverjanum sem opnaði flóðgáttirnar Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Dagskráin: United á Old Trafford, Extra og píla beint úr Ally Pally „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Sjá meira
Anníe Mist fylgdist um helgina með undanúrslitamóti heimsleikanna sem fram fór í Lyon í Frakklandi. Hún var heima á Íslandi með nýfæddum syni sínum og fjölskyldu. Hún missti af þessu CrossFit tímabili en útilokar ekki mögulega endurkomu í nýjum pistil á samfélagsmiðlum sínum. Þessi fæðing gekk mun betur en sú síðasta og Anníe hefur sýnt frá því á samfélagsmiðlum að hún er strax byrjuð að mæta í æfingasalinn og þá auðvitað með barnið með sér. Anníe sýndi gríðarlegan styrk þegar hún komst á verðlaunapall á heimsleikum árið 2021 innan við ári eftir að hafa eignast sitt fyrsta barn. Anníe hefur ekki misst af mörgum heimsleikum á löngum og farsælum ferli sínum. Hún varð fyrsti Íslendingurinn til að taka þátt í heimsleikunum árið 2009 og var með í þrettánda sinn á heimsleikunum í fyrra. Það bíða því margir spenntir eftir því hvað hún gerir núna. Anníe brást við því að fylgjast með evrópska undanúrslitamótinu í sjónvarpinu um helgina með því að setja niður nokkur orð á blað og birta síðan á Instagram síðu sinni. Atvinnumennskan er eigingjarnt starf „Mér hefur alltaf fundist það vera eigingjarnt starf að vera atvinnumaður í íþróttum. Ástæðan er að þú þarft alltaf að setja sjálfan þig í fyrsta sæti þegar kemur að því að ná sem mestu út úr æfingum, endurheimt og endurhæfingu,“ skrifaði Anníe Mist. „Ef þú vilt verða best í heimi í einhverju þá þýðir það slíka skuldbindingu frá þér,“ skrifaði Anníe. Hún varð tvisvar sinnum heimsmeistari á sínum tíma og hefur komist sex sinnum á verðlaunapall á heimsleikunum í CrossFit. „Eftir að hafa stofnað fjölskyldu þá komst ég að því að ná árangri inn á keppnisgólfinu snerist allt um að finna rétta jafnvægið. Áform mínu urðu þó jafnvel enn stærri en áður,“ skrifaði Anníe sem verður 35 ára gömul í september. Skrýtið að vera ekki á gólfinu með þeim „Ég sit hér með tveggja vikna barnið mitt og er þessa helgina að horfa á alla keppa um laus sæti á heimsleikunum. Það er skrýtið að vera ekki á gólfinu með þeim en en ég er akkúrat þar sem ég að vera. Í bili að minnsta kosti,“ skrifaði Anníe. „Ég er þakklát fyrir öll þau skipti sem ég hef fengið að keppa um það að vera sú hraustasta í heimi og öll tengslin sem ég hef myndað við fólk á þeirri vegferð. Ég elska þennan tíma í mínu lífi núna en hver veit hvernig þetta verður hjá mér eftir ár,“ skrifaði Anníe. Það má sjá pistil hennar hér fyrir neðan. Ef hann birtist ekki er gott ráð að endurhlaða fréttinni. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir)
CrossFit Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Fleiri fréttir Afinn tapaði á ögurstundu Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Snæfríður Sól og Snorri Dagur eru sundfólk ársins Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Bunting slapp með skrekkinn og mætir Indverjanum sem opnaði flóðgáttirnar Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Dagskráin: United á Old Trafford, Extra og píla beint úr Ally Pally „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Sjá meira