Jóhann: Brotnuðum auðveldlega Árni Jóhannsson skrifar 17. maí 2024 22:14 Ólafru Ólafsson steinhissa. Mögulega á frammistöðu sinna manna Vísir / Anton Brink Þjálfari Grindvíkinga þótti sínir menn slakir og var það varnarfærslurnar sem voru ekki góðar þegar hans menn lutu í gras fyrir Val í fyrsta leiknum um Íslandsmeistaratitilinn. Lokatölur 89-79 og Grindvíkingar þurfa að kvitta fyrir frammistöðuna í næsta leik. „Við vorum slakir í þriðja leikhluta“, var stutta svarið þegar Jóhann Þór Ólafsson var spurður að því hvað útskýrði það að hans menn fengu á baukinn í N1 höllinni í kvöld. „Við gáfum þessu séns í fjórða en varnarfærslur og holningin á okkur í seinni hálfleik var bara ekki nógu góð. Á móti svona góðu liði eins og Val þá er þetta niðurstaðan þegar svo er. Það er allavega svona í fljótu bragði.“ Staðan var 37-37 í hálfleik. Fannst Jóhanni spilamennskan gefa það til kynna að þessi þriðji leikhluti væri á leiðinni? „Við töluðum um það í hálfleik að mér fannst það gegnum gangandi að við gáfum varnarplaninu okkar aldrei séns. Ég er mjög svekktur með það. Einnig það hvernig við brotnum við þetta litla mótlæti sem við lendum í í byrjun seinni hálfleiks. Það er eitthvað sem við þurfum að laga.“ Hvað útskýrir það að þeir brotna svona auðveldlega? „Bara ef ég vissi það. Við förum yfir þetta og þetta er bara leikur eitt. Við þurfum að finna lausnir og mætum klárir á mánudaginn og verjum heimavöllinn.“ Kristinn Pálsson setti niður fjóra þrista í upphafi seinni hálfleiks. Fannst Jóhanns sniðugt að skilja hann eftir opinn eða var þetta dæmi um lélega vörn? „Hvað á ég að segja Andri? Þetta er ábyggilega lélegasta spurning sem þú hefur komið með frá því að þú byrjaðir að taka viðtöl við mig. Þetta var slök vörn, við vorum að færa vitlaust og þetta var lélegt af okkar hálfu.“ „Þeir voru bara grimmari en við í öllu sem þeir voru að gera. Svo vorum við að klikka á fleiri skotum en þeir“, sagði Jóhann þegar hann var spurður út í það afhverju hans menn töpuðu frákastabaráttunni 49-31. Það fór ekki bara líkamleg orka í einvígið á móti Keflavík heldur var andlega orkan sem fór í það einvígi mikil. Hafði það áhrif í dag? „Nei alls ekki. Við vorum ferskir og komum inn í þetta flottir. Við brotnuðum bara auðveldlega eins og ég sagði áðan.“ Subway-deild karla UMF Grindavík Tengdar fréttir Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 89-79 | Valsmenn leiða í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn Frábær byrjun á seinni hálfleik lagði grunninn að góðum sigri Valsmanna á Grindavík í fyrsta leiknum um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik karla. Staðan var jöfn í hálfleik en Valsmenn keyrðu fram úr gestunum í upphafi þess seinni. Staðan 89-79 í leiknum og 1-0 í einvíginu. 17. maí 2024 18:30 Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Sjá meira
„Við vorum slakir í þriðja leikhluta“, var stutta svarið þegar Jóhann Þór Ólafsson var spurður að því hvað útskýrði það að hans menn fengu á baukinn í N1 höllinni í kvöld. „Við gáfum þessu séns í fjórða en varnarfærslur og holningin á okkur í seinni hálfleik var bara ekki nógu góð. Á móti svona góðu liði eins og Val þá er þetta niðurstaðan þegar svo er. Það er allavega svona í fljótu bragði.“ Staðan var 37-37 í hálfleik. Fannst Jóhanni spilamennskan gefa það til kynna að þessi þriðji leikhluti væri á leiðinni? „Við töluðum um það í hálfleik að mér fannst það gegnum gangandi að við gáfum varnarplaninu okkar aldrei séns. Ég er mjög svekktur með það. Einnig það hvernig við brotnum við þetta litla mótlæti sem við lendum í í byrjun seinni hálfleiks. Það er eitthvað sem við þurfum að laga.“ Hvað útskýrir það að þeir brotna svona auðveldlega? „Bara ef ég vissi það. Við förum yfir þetta og þetta er bara leikur eitt. Við þurfum að finna lausnir og mætum klárir á mánudaginn og verjum heimavöllinn.“ Kristinn Pálsson setti niður fjóra þrista í upphafi seinni hálfleiks. Fannst Jóhanns sniðugt að skilja hann eftir opinn eða var þetta dæmi um lélega vörn? „Hvað á ég að segja Andri? Þetta er ábyggilega lélegasta spurning sem þú hefur komið með frá því að þú byrjaðir að taka viðtöl við mig. Þetta var slök vörn, við vorum að færa vitlaust og þetta var lélegt af okkar hálfu.“ „Þeir voru bara grimmari en við í öllu sem þeir voru að gera. Svo vorum við að klikka á fleiri skotum en þeir“, sagði Jóhann þegar hann var spurður út í það afhverju hans menn töpuðu frákastabaráttunni 49-31. Það fór ekki bara líkamleg orka í einvígið á móti Keflavík heldur var andlega orkan sem fór í það einvígi mikil. Hafði það áhrif í dag? „Nei alls ekki. Við vorum ferskir og komum inn í þetta flottir. Við brotnuðum bara auðveldlega eins og ég sagði áðan.“
Subway-deild karla UMF Grindavík Tengdar fréttir Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 89-79 | Valsmenn leiða í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn Frábær byrjun á seinni hálfleik lagði grunninn að góðum sigri Valsmanna á Grindavík í fyrsta leiknum um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik karla. Staðan var jöfn í hálfleik en Valsmenn keyrðu fram úr gestunum í upphafi þess seinni. Staðan 89-79 í leiknum og 1-0 í einvíginu. 17. maí 2024 18:30 Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Sjá meira
Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 89-79 | Valsmenn leiða í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn Frábær byrjun á seinni hálfleik lagði grunninn að góðum sigri Valsmanna á Grindavík í fyrsta leiknum um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik karla. Staðan var jöfn í hálfleik en Valsmenn keyrðu fram úr gestunum í upphafi þess seinni. Staðan 89-79 í leiknum og 1-0 í einvíginu. 17. maí 2024 18:30