„Frábært að ná sigri í fyrsta leik og í svona svakalegum leik“ Siggeir Ævarsson skrifar 16. maí 2024 23:22 Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur Vísir/Vilhelm Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, gat að lokum fagnað sigri í kvöld gegn Njarðvík en það tók sinn tíma. Framlengja þurfti leikinn í tvígang og spennustigið var hátt, lokatölur í Keflavík 94-91. Þetta var ekki fyrsti spennuleikur Keflavíkur í þessari úrslitakeppni en liðið er nýkomið í gegnum erfiða og spennandi seríu gegn Stjörnunni. Verða bara allir leikir svona það sem eftir er af þessu móti? „Það er greinilegt! Þetta var náttúrulega svakalegur leikur. Frábært að ná sigri í fyrsta leik og í svona leik líka.“ Eftir að hafa verið meira og minna undir allan leikinn þá komust Keflvíkingar loks í skrið þegar Thelma Ágústsdóttir fór að láta þristunum rigna, en hún skoraði tólf stig í röð undir lok venjulegs leiktíma. „Stelpurnar fóru að hjálpa henni að fá opin skot. Við vorum í aðstöðu til þess því það var verið að skilja ákveðna leikmenn eftir hjá okkur. Við opnuðum og hún var klár að negla þessu niður. Ef hún fær þessi skot og er ákveðin í að negla þeim þá setur hún þau.“ Eygló Kristín Óskarsdóttir er varamiðherji Keflavíkur. Hún hefur ekki fengið margar mínútur í vetur og þrátt fyrir að Birna Benónýsdóttir væri fjarverandi í kvöld spilaði Eygló aðeins tæpar sjö mínútur í kvöld en lét vel að sér kveða gegn hávöxnu liði Njarðvíkur á þeim mínútum. „Hún er náttúrulega að berjast við Dani, Thelmu, Birnu, Önnu Láru. Hún er náttúrulega í erfiðri stöðu en búin að taka miklum framförum samt í vetur. Spilaði í 1. deildinni með unglingaflokki. Fengið mínútur hér og þar en ekki mikið samt í þessum alvöru leikjum. Nú var bara tækifæri og mér fannst hún bara nýta þær mjög vel og vonandi eigum við eftir að gefa henni fleiri tækifæri.“ Sigur í kvöld þýðir að Keflvíkingar halda heimavallarréttindum. Sverrir sagði það vissulega létti að halda honum og að hafa landað þessum sigri. „Já já, en hver leikur í úrslitakeppninni sem maður fer í þá þarf maður að selja sig dýrt og reyna að ná í sigur. Það tókst í kvöld í þessum svakalega leik. Við vorum komin nokkrum sinnum með forskot en alltaf misstum við það niður. En þegar upp er staðið þá breytir það ekki öllu.“ Körfubolti Subway-deild kvenna Keflavík ÍF Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Sjá meira
Þetta var ekki fyrsti spennuleikur Keflavíkur í þessari úrslitakeppni en liðið er nýkomið í gegnum erfiða og spennandi seríu gegn Stjörnunni. Verða bara allir leikir svona það sem eftir er af þessu móti? „Það er greinilegt! Þetta var náttúrulega svakalegur leikur. Frábært að ná sigri í fyrsta leik og í svona leik líka.“ Eftir að hafa verið meira og minna undir allan leikinn þá komust Keflvíkingar loks í skrið þegar Thelma Ágústsdóttir fór að láta þristunum rigna, en hún skoraði tólf stig í röð undir lok venjulegs leiktíma. „Stelpurnar fóru að hjálpa henni að fá opin skot. Við vorum í aðstöðu til þess því það var verið að skilja ákveðna leikmenn eftir hjá okkur. Við opnuðum og hún var klár að negla þessu niður. Ef hún fær þessi skot og er ákveðin í að negla þeim þá setur hún þau.“ Eygló Kristín Óskarsdóttir er varamiðherji Keflavíkur. Hún hefur ekki fengið margar mínútur í vetur og þrátt fyrir að Birna Benónýsdóttir væri fjarverandi í kvöld spilaði Eygló aðeins tæpar sjö mínútur í kvöld en lét vel að sér kveða gegn hávöxnu liði Njarðvíkur á þeim mínútum. „Hún er náttúrulega að berjast við Dani, Thelmu, Birnu, Önnu Láru. Hún er náttúrulega í erfiðri stöðu en búin að taka miklum framförum samt í vetur. Spilaði í 1. deildinni með unglingaflokki. Fengið mínútur hér og þar en ekki mikið samt í þessum alvöru leikjum. Nú var bara tækifæri og mér fannst hún bara nýta þær mjög vel og vonandi eigum við eftir að gefa henni fleiri tækifæri.“ Sigur í kvöld þýðir að Keflvíkingar halda heimavallarréttindum. Sverrir sagði það vissulega létti að halda honum og að hafa landað þessum sigri. „Já já, en hver leikur í úrslitakeppninni sem maður fer í þá þarf maður að selja sig dýrt og reyna að ná í sigur. Það tókst í kvöld í þessum svakalega leik. Við vorum komin nokkrum sinnum með forskot en alltaf misstum við það niður. En þegar upp er staðið þá breytir það ekki öllu.“
Körfubolti Subway-deild kvenna Keflavík ÍF Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum