„Frábært að ná sigri í fyrsta leik og í svona svakalegum leik“ Siggeir Ævarsson skrifar 16. maí 2024 23:22 Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur Vísir/Vilhelm Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, gat að lokum fagnað sigri í kvöld gegn Njarðvík en það tók sinn tíma. Framlengja þurfti leikinn í tvígang og spennustigið var hátt, lokatölur í Keflavík 94-91. Þetta var ekki fyrsti spennuleikur Keflavíkur í þessari úrslitakeppni en liðið er nýkomið í gegnum erfiða og spennandi seríu gegn Stjörnunni. Verða bara allir leikir svona það sem eftir er af þessu móti? „Það er greinilegt! Þetta var náttúrulega svakalegur leikur. Frábært að ná sigri í fyrsta leik og í svona leik líka.“ Eftir að hafa verið meira og minna undir allan leikinn þá komust Keflvíkingar loks í skrið þegar Thelma Ágústsdóttir fór að láta þristunum rigna, en hún skoraði tólf stig í röð undir lok venjulegs leiktíma. „Stelpurnar fóru að hjálpa henni að fá opin skot. Við vorum í aðstöðu til þess því það var verið að skilja ákveðna leikmenn eftir hjá okkur. Við opnuðum og hún var klár að negla þessu niður. Ef hún fær þessi skot og er ákveðin í að negla þeim þá setur hún þau.“ Eygló Kristín Óskarsdóttir er varamiðherji Keflavíkur. Hún hefur ekki fengið margar mínútur í vetur og þrátt fyrir að Birna Benónýsdóttir væri fjarverandi í kvöld spilaði Eygló aðeins tæpar sjö mínútur í kvöld en lét vel að sér kveða gegn hávöxnu liði Njarðvíkur á þeim mínútum. „Hún er náttúrulega að berjast við Dani, Thelmu, Birnu, Önnu Láru. Hún er náttúrulega í erfiðri stöðu en búin að taka miklum framförum samt í vetur. Spilaði í 1. deildinni með unglingaflokki. Fengið mínútur hér og þar en ekki mikið samt í þessum alvöru leikjum. Nú var bara tækifæri og mér fannst hún bara nýta þær mjög vel og vonandi eigum við eftir að gefa henni fleiri tækifæri.“ Sigur í kvöld þýðir að Keflvíkingar halda heimavallarréttindum. Sverrir sagði það vissulega létti að halda honum og að hafa landað þessum sigri. „Já já, en hver leikur í úrslitakeppninni sem maður fer í þá þarf maður að selja sig dýrt og reyna að ná í sigur. Það tókst í kvöld í þessum svakalega leik. Við vorum komin nokkrum sinnum með forskot en alltaf misstum við það niður. En þegar upp er staðið þá breytir það ekki öllu.“ Körfubolti Subway-deild kvenna Keflavík ÍF Mest lesið Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Fleiri fréttir Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Sjá meira
Þetta var ekki fyrsti spennuleikur Keflavíkur í þessari úrslitakeppni en liðið er nýkomið í gegnum erfiða og spennandi seríu gegn Stjörnunni. Verða bara allir leikir svona það sem eftir er af þessu móti? „Það er greinilegt! Þetta var náttúrulega svakalegur leikur. Frábært að ná sigri í fyrsta leik og í svona leik líka.“ Eftir að hafa verið meira og minna undir allan leikinn þá komust Keflvíkingar loks í skrið þegar Thelma Ágústsdóttir fór að láta þristunum rigna, en hún skoraði tólf stig í röð undir lok venjulegs leiktíma. „Stelpurnar fóru að hjálpa henni að fá opin skot. Við vorum í aðstöðu til þess því það var verið að skilja ákveðna leikmenn eftir hjá okkur. Við opnuðum og hún var klár að negla þessu niður. Ef hún fær þessi skot og er ákveðin í að negla þeim þá setur hún þau.“ Eygló Kristín Óskarsdóttir er varamiðherji Keflavíkur. Hún hefur ekki fengið margar mínútur í vetur og þrátt fyrir að Birna Benónýsdóttir væri fjarverandi í kvöld spilaði Eygló aðeins tæpar sjö mínútur í kvöld en lét vel að sér kveða gegn hávöxnu liði Njarðvíkur á þeim mínútum. „Hún er náttúrulega að berjast við Dani, Thelmu, Birnu, Önnu Láru. Hún er náttúrulega í erfiðri stöðu en búin að taka miklum framförum samt í vetur. Spilaði í 1. deildinni með unglingaflokki. Fengið mínútur hér og þar en ekki mikið samt í þessum alvöru leikjum. Nú var bara tækifæri og mér fannst hún bara nýta þær mjög vel og vonandi eigum við eftir að gefa henni fleiri tækifæri.“ Sigur í kvöld þýðir að Keflvíkingar halda heimavallarréttindum. Sverrir sagði það vissulega létti að halda honum og að hafa landað þessum sigri. „Já já, en hver leikur í úrslitakeppninni sem maður fer í þá þarf maður að selja sig dýrt og reyna að ná í sigur. Það tókst í kvöld í þessum svakalega leik. Við vorum komin nokkrum sinnum með forskot en alltaf misstum við það niður. En þegar upp er staðið þá breytir það ekki öllu.“
Körfubolti Subway-deild kvenna Keflavík ÍF Mest lesið Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Fleiri fréttir Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Sjá meira
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn