Vill bjóða NATO að byggja nýjan flugvöll í Færeyjum Kristján Már Unnarsson skrifar 14. maí 2024 22:22 Heðin Mortensen borgarstjóri í viðtali við Stöð 2. Fyrir aftan er ráðhús Þórshafnar. Egill Aðalsteinsson Borgarstjóri Þórshafnar vill bjóða NATO að byggja nýjan alþjóðaflugvöll í Færeyjum. Hann segir núverandi flugvöll of lítinn til að geta þjónað Færeyingum til framtíðar. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá aðflug að eina flugvelli Færeyja, sem hefur löngum þótt erfitt vegna tíðrar þoku og sviftivinda. Flugbrautin í Vogum var fyrir tólf árum lengd með miklum jarðvegsfyllingum úr 1.250 metrum upp í 1.800 metra og geta núna meðalstórar farþegaþotur, eins og Airbus A320, notað völlinn, en þó með takmörkunum. Þá er brautin of stutt til að nýkeypt Boeing 757 flutningaþota FarCargo geti tekið á loft fulllestuð til New York. „Flugvöllurinn er góður, hann virkar og það allt, en til lengri tíma litið er hann of lítill, flugbrautin er of stutt og það er ómögulegt að lengja hana,” segir Heðin Mortensen, borgarstjóri Þórshafnar. Vesturendi flugbrautarinnar í Vogum hvílir á stórri jarðvegsfyllingu ofan bæjarins Saurvogs. Austurendinn er einnig á stórri fyllingu.Egill Aðalsteinsson Vogaflugvöllur er vestast í Færeyjum og þótt neðansjávargöng til Straumeyjar hafi stytt aksturstímann til Þórshafnar niður undir fjörutíu mínútur telur borgarstjórinn þörf á nýjum flugvelli. „Besti staðurinn fyrir framtíðarflugvöll er á Glyvursnesi. Við vinnum út frá því núna að flugvöllurinn þurfi að vera þrjú þúsund metra langur. Þá geta allar flugvélar lent þar án vandræða.” Teikningin sýnir 3.000 metra langa flugbraut á Glyvursnesi við Þórshöfn.Landsverk Einn stærsti kosturinn við Glyvursnes er hvað það er stutt frá Þórshöfn, eða aðeins þrjá kílómetra frá útjaðri byggðarinnar. Heðin bendir jafnframt á að þetta flugvallarstæði sé betra veðurfarslega gagnvart ókyrrð og með minni aðflugshindrunum. Nýr alþjóðaflugvöllur kostar sitt og borgarstjórinn hefur hugmynd um hvernig ætti að borga hann. „Nú er talað um að NATO komi hingað og byggi ratsjárstöð.” Glyvursnes er um þrjá kílómetra sunnan byggðarinnar í Þórshöfn. Þarna vill borgarstjórinn fá nýjan flugvöll.Egill Aðalsteinsson Og segir að á spennutímum sem nú sé mikilvægt fyrir Atlantshafsbandalagið að hafa flugvöll í Færeyjum. „Kafbátar sigla hérna um. NATO, gerið svo vel, komið hingað og gerið flugvöllinn núna,” segir Heðin og hvetur til þess að viðræður hefjist við Atlantshafsbandalagið. „Við skulum hefja samningaviðræður, við höfum öll spil á hendi. Gerið svo vel. Eitthvað fyrir eitthvað. Þið fáið flugvöllinn og þið borgið. Þannig sé ég þetta gerast,” segir Heðin Mortensen, borgarstjóri Þórshafnar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Færeyjar Fréttir af flugi NATO Öryggis- og varnarmál Danmörk Tengdar fréttir Vill að Færeyjar fái nýjan flugvöll Bæjarstjóri Þórshafnar í Færeyjum, Heðin Mortensen, vill hefja undirbúning að gerð nýs alþjóðaflugvallar í Færeyjum. Ummælin féllu í viðtali við Kringvarpið í vikunni í framhaldi af vandræðum sem fraktflugfélagið FarCargo glímir við að nýta Vogaflugvöll til fiskflutninga með Eysturoy, Boeing 757-þotu félagsins. 29. mars 2024 08:48 Icelandair flýgur til Færeyja að nýju Icelandair hóf í dag áætlunarflug til Færeyja á ný eftir tuttugu ára hlé. Utanríkisráðherrar Íslands og Færeyja fagna áfanganum sem og flugstjóri fyrstu flugferðarinnar. Flogið verður fimm til sex sinnum í viku gegnt flugfélaginu Atlantic Airways sem hefur verið að fljúga á milli tvisvar til þrisvar í viku. 1. maí 2024 23:00 Flugvöllur Færeyinga fær að taka við stærri þotum Flugvöllurinn í Vogum í Færeyjum, eini flugvöllur eyjanna, verður færður upp um einn öryggisflokk. Það þýðir að Boeing 757-fraktþota FarCargo, dótturfélags Bakkafrosts, fær loksins varanlegt leyfi til að lenda í sinni eigin heimahöfn. 29. apríl 2024 23:37 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent Fleiri fréttir Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá aðflug að eina flugvelli Færeyja, sem hefur löngum þótt erfitt vegna tíðrar þoku og sviftivinda. Flugbrautin í Vogum var fyrir tólf árum lengd með miklum jarðvegsfyllingum úr 1.250 metrum upp í 1.800 metra og geta núna meðalstórar farþegaþotur, eins og Airbus A320, notað völlinn, en þó með takmörkunum. Þá er brautin of stutt til að nýkeypt Boeing 757 flutningaþota FarCargo geti tekið á loft fulllestuð til New York. „Flugvöllurinn er góður, hann virkar og það allt, en til lengri tíma litið er hann of lítill, flugbrautin er of stutt og það er ómögulegt að lengja hana,” segir Heðin Mortensen, borgarstjóri Þórshafnar. Vesturendi flugbrautarinnar í Vogum hvílir á stórri jarðvegsfyllingu ofan bæjarins Saurvogs. Austurendinn er einnig á stórri fyllingu.Egill Aðalsteinsson Vogaflugvöllur er vestast í Færeyjum og þótt neðansjávargöng til Straumeyjar hafi stytt aksturstímann til Þórshafnar niður undir fjörutíu mínútur telur borgarstjórinn þörf á nýjum flugvelli. „Besti staðurinn fyrir framtíðarflugvöll er á Glyvursnesi. Við vinnum út frá því núna að flugvöllurinn þurfi að vera þrjú þúsund metra langur. Þá geta allar flugvélar lent þar án vandræða.” Teikningin sýnir 3.000 metra langa flugbraut á Glyvursnesi við Þórshöfn.Landsverk Einn stærsti kosturinn við Glyvursnes er hvað það er stutt frá Þórshöfn, eða aðeins þrjá kílómetra frá útjaðri byggðarinnar. Heðin bendir jafnframt á að þetta flugvallarstæði sé betra veðurfarslega gagnvart ókyrrð og með minni aðflugshindrunum. Nýr alþjóðaflugvöllur kostar sitt og borgarstjórinn hefur hugmynd um hvernig ætti að borga hann. „Nú er talað um að NATO komi hingað og byggi ratsjárstöð.” Glyvursnes er um þrjá kílómetra sunnan byggðarinnar í Þórshöfn. Þarna vill borgarstjórinn fá nýjan flugvöll.Egill Aðalsteinsson Og segir að á spennutímum sem nú sé mikilvægt fyrir Atlantshafsbandalagið að hafa flugvöll í Færeyjum. „Kafbátar sigla hérna um. NATO, gerið svo vel, komið hingað og gerið flugvöllinn núna,” segir Heðin og hvetur til þess að viðræður hefjist við Atlantshafsbandalagið. „Við skulum hefja samningaviðræður, við höfum öll spil á hendi. Gerið svo vel. Eitthvað fyrir eitthvað. Þið fáið flugvöllinn og þið borgið. Þannig sé ég þetta gerast,” segir Heðin Mortensen, borgarstjóri Þórshafnar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Færeyjar Fréttir af flugi NATO Öryggis- og varnarmál Danmörk Tengdar fréttir Vill að Færeyjar fái nýjan flugvöll Bæjarstjóri Þórshafnar í Færeyjum, Heðin Mortensen, vill hefja undirbúning að gerð nýs alþjóðaflugvallar í Færeyjum. Ummælin féllu í viðtali við Kringvarpið í vikunni í framhaldi af vandræðum sem fraktflugfélagið FarCargo glímir við að nýta Vogaflugvöll til fiskflutninga með Eysturoy, Boeing 757-þotu félagsins. 29. mars 2024 08:48 Icelandair flýgur til Færeyja að nýju Icelandair hóf í dag áætlunarflug til Færeyja á ný eftir tuttugu ára hlé. Utanríkisráðherrar Íslands og Færeyja fagna áfanganum sem og flugstjóri fyrstu flugferðarinnar. Flogið verður fimm til sex sinnum í viku gegnt flugfélaginu Atlantic Airways sem hefur verið að fljúga á milli tvisvar til þrisvar í viku. 1. maí 2024 23:00 Flugvöllur Færeyinga fær að taka við stærri þotum Flugvöllurinn í Vogum í Færeyjum, eini flugvöllur eyjanna, verður færður upp um einn öryggisflokk. Það þýðir að Boeing 757-fraktþota FarCargo, dótturfélags Bakkafrosts, fær loksins varanlegt leyfi til að lenda í sinni eigin heimahöfn. 29. apríl 2024 23:37 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent Fleiri fréttir Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Sjá meira
Vill að Færeyjar fái nýjan flugvöll Bæjarstjóri Þórshafnar í Færeyjum, Heðin Mortensen, vill hefja undirbúning að gerð nýs alþjóðaflugvallar í Færeyjum. Ummælin féllu í viðtali við Kringvarpið í vikunni í framhaldi af vandræðum sem fraktflugfélagið FarCargo glímir við að nýta Vogaflugvöll til fiskflutninga með Eysturoy, Boeing 757-þotu félagsins. 29. mars 2024 08:48
Icelandair flýgur til Færeyja að nýju Icelandair hóf í dag áætlunarflug til Færeyja á ný eftir tuttugu ára hlé. Utanríkisráðherrar Íslands og Færeyja fagna áfanganum sem og flugstjóri fyrstu flugferðarinnar. Flogið verður fimm til sex sinnum í viku gegnt flugfélaginu Atlantic Airways sem hefur verið að fljúga á milli tvisvar til þrisvar í viku. 1. maí 2024 23:00
Flugvöllur Færeyinga fær að taka við stærri þotum Flugvöllurinn í Vogum í Færeyjum, eini flugvöllur eyjanna, verður færður upp um einn öryggisflokk. Það þýðir að Boeing 757-fraktþota FarCargo, dótturfélags Bakkafrosts, fær loksins varanlegt leyfi til að lenda í sinni eigin heimahöfn. 29. apríl 2024 23:37
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent