Drápu fangaverði og hjálpuðu fanga að strjúka Kjartan Kjartansson skrifar 14. maí 2024 14:10 Hundruð lögreglumanna leita nú strokufangans og vitorðsmanna hans. Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. Vísir/EPA Umfangsmikil leit stendur nú yfir að þungvopnuðum mönnum sem skutu að minnsta kosti tvo fangaverði til bana og særðu þrjár aðra alvarlega þegar þeir hjálpuðu fanga að strjúka í norðanverðu Frakklandi í dag. Strokufanginn var dæmdur fyrir rán. Byssumennirnir veittu fangaflutningabíl sem flutti fangann úr dómsal í fangelsi fyrirsát við tollskýli nærri Rúðuborg í Normandí í Norður-Frakklandi um ellefu leytið að staðartíma í morgun. Tveir fangavarðanna sem særðust eru í sérstakri lífshættu, að sögn Erics Dupond-Moretti, dómsmálaráðherra Frakklands. Reuters-fréttastofan segir að myndir í dreifingu á samfélagsmiðlum sýni að minnsta kosti tvo grímuklædda menn með riffla við brennandi jeppa. Svo virðist sem að jeppanum hafi verið ekið framan á fangaflutningabílinn. Dupond-Moretti sagði að árásarmennirnir hefðu verið þungvopnaðir. Strokufanginn sem árásarmennirnir hjálpuðu að sleppa heitir Mohamed Amra, fæddur árið 1994, að sögn saksóknara. Hann var sakfelldur fyrir hættulegt rán í síðustu viku, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Reuters hefur eftir sínum heimildum innan frönsku lögreglunnar að maðurinn sé grunaður um að hafa fyrirskipað morð í Marseille í Suður-Frakklandi þar sem hann tengist skipulögðum glæpasamtökum. Franskir fjölmiðlar segja að Amra sé þekktur undir viðurnefninu „Flugan“ (fr. La mouche), að sögn AP-fréttastofunnar. Nokkur hundruð lögreglumenn eru nú sagðir taka þátt í leitinni að fanganum og samverkamönnum hans. Emmanuel Macron forseti segir að allt verði gert til þess að hafa hendur í hári þeirra. „Þessi árás í morgun sem kostaði líf fangavarða er okkur öllum áfall. Þjóðin stendur með fjölskyldunum, þeim særðu og samstarfsfólki þeirra,“ skrifaði Macron á samfélagsmiðlinum X. Frakkland Erlend sakamál Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fleiri fréttir Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sjá meira
Byssumennirnir veittu fangaflutningabíl sem flutti fangann úr dómsal í fangelsi fyrirsát við tollskýli nærri Rúðuborg í Normandí í Norður-Frakklandi um ellefu leytið að staðartíma í morgun. Tveir fangavarðanna sem særðust eru í sérstakri lífshættu, að sögn Erics Dupond-Moretti, dómsmálaráðherra Frakklands. Reuters-fréttastofan segir að myndir í dreifingu á samfélagsmiðlum sýni að minnsta kosti tvo grímuklædda menn með riffla við brennandi jeppa. Svo virðist sem að jeppanum hafi verið ekið framan á fangaflutningabílinn. Dupond-Moretti sagði að árásarmennirnir hefðu verið þungvopnaðir. Strokufanginn sem árásarmennirnir hjálpuðu að sleppa heitir Mohamed Amra, fæddur árið 1994, að sögn saksóknara. Hann var sakfelldur fyrir hættulegt rán í síðustu viku, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Reuters hefur eftir sínum heimildum innan frönsku lögreglunnar að maðurinn sé grunaður um að hafa fyrirskipað morð í Marseille í Suður-Frakklandi þar sem hann tengist skipulögðum glæpasamtökum. Franskir fjölmiðlar segja að Amra sé þekktur undir viðurnefninu „Flugan“ (fr. La mouche), að sögn AP-fréttastofunnar. Nokkur hundruð lögreglumenn eru nú sagðir taka þátt í leitinni að fanganum og samverkamönnum hans. Emmanuel Macron forseti segir að allt verði gert til þess að hafa hendur í hári þeirra. „Þessi árás í morgun sem kostaði líf fangavarða er okkur öllum áfall. Þjóðin stendur með fjölskyldunum, þeim særðu og samstarfsfólki þeirra,“ skrifaði Macron á samfélagsmiðlinum X.
Frakkland Erlend sakamál Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fleiri fréttir Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sjá meira