Drápu fangaverði og hjálpuðu fanga að strjúka Kjartan Kjartansson skrifar 14. maí 2024 14:10 Hundruð lögreglumanna leita nú strokufangans og vitorðsmanna hans. Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. Vísir/EPA Umfangsmikil leit stendur nú yfir að þungvopnuðum mönnum sem skutu að minnsta kosti tvo fangaverði til bana og særðu þrjár aðra alvarlega þegar þeir hjálpuðu fanga að strjúka í norðanverðu Frakklandi í dag. Strokufanginn var dæmdur fyrir rán. Byssumennirnir veittu fangaflutningabíl sem flutti fangann úr dómsal í fangelsi fyrirsát við tollskýli nærri Rúðuborg í Normandí í Norður-Frakklandi um ellefu leytið að staðartíma í morgun. Tveir fangavarðanna sem særðust eru í sérstakri lífshættu, að sögn Erics Dupond-Moretti, dómsmálaráðherra Frakklands. Reuters-fréttastofan segir að myndir í dreifingu á samfélagsmiðlum sýni að minnsta kosti tvo grímuklædda menn með riffla við brennandi jeppa. Svo virðist sem að jeppanum hafi verið ekið framan á fangaflutningabílinn. Dupond-Moretti sagði að árásarmennirnir hefðu verið þungvopnaðir. Strokufanginn sem árásarmennirnir hjálpuðu að sleppa heitir Mohamed Amra, fæddur árið 1994, að sögn saksóknara. Hann var sakfelldur fyrir hættulegt rán í síðustu viku, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Reuters hefur eftir sínum heimildum innan frönsku lögreglunnar að maðurinn sé grunaður um að hafa fyrirskipað morð í Marseille í Suður-Frakklandi þar sem hann tengist skipulögðum glæpasamtökum. Franskir fjölmiðlar segja að Amra sé þekktur undir viðurnefninu „Flugan“ (fr. La mouche), að sögn AP-fréttastofunnar. Nokkur hundruð lögreglumenn eru nú sagðir taka þátt í leitinni að fanganum og samverkamönnum hans. Emmanuel Macron forseti segir að allt verði gert til þess að hafa hendur í hári þeirra. „Þessi árás í morgun sem kostaði líf fangavarða er okkur öllum áfall. Þjóðin stendur með fjölskyldunum, þeim særðu og samstarfsfólki þeirra,“ skrifaði Macron á samfélagsmiðlinum X. Frakkland Erlend sakamál Mest lesið Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Fleiri fréttir Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Sjá meira
Byssumennirnir veittu fangaflutningabíl sem flutti fangann úr dómsal í fangelsi fyrirsát við tollskýli nærri Rúðuborg í Normandí í Norður-Frakklandi um ellefu leytið að staðartíma í morgun. Tveir fangavarðanna sem særðust eru í sérstakri lífshættu, að sögn Erics Dupond-Moretti, dómsmálaráðherra Frakklands. Reuters-fréttastofan segir að myndir í dreifingu á samfélagsmiðlum sýni að minnsta kosti tvo grímuklædda menn með riffla við brennandi jeppa. Svo virðist sem að jeppanum hafi verið ekið framan á fangaflutningabílinn. Dupond-Moretti sagði að árásarmennirnir hefðu verið þungvopnaðir. Strokufanginn sem árásarmennirnir hjálpuðu að sleppa heitir Mohamed Amra, fæddur árið 1994, að sögn saksóknara. Hann var sakfelldur fyrir hættulegt rán í síðustu viku, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Reuters hefur eftir sínum heimildum innan frönsku lögreglunnar að maðurinn sé grunaður um að hafa fyrirskipað morð í Marseille í Suður-Frakklandi þar sem hann tengist skipulögðum glæpasamtökum. Franskir fjölmiðlar segja að Amra sé þekktur undir viðurnefninu „Flugan“ (fr. La mouche), að sögn AP-fréttastofunnar. Nokkur hundruð lögreglumenn eru nú sagðir taka þátt í leitinni að fanganum og samverkamönnum hans. Emmanuel Macron forseti segir að allt verði gert til þess að hafa hendur í hári þeirra. „Þessi árás í morgun sem kostaði líf fangavarða er okkur öllum áfall. Þjóðin stendur með fjölskyldunum, þeim særðu og samstarfsfólki þeirra,“ skrifaði Macron á samfélagsmiðlinum X.
Frakkland Erlend sakamál Mest lesið Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Fleiri fréttir Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Sjá meira