Utan vallar: Mótlæti smakkast vel í Keflavík Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. maí 2024 11:01 Igor Maric fagnar sigri með syni sínum eftir leikinn í gærkvöldi. Vísir/Hulda Margrét Ef það er eitthvað sem einkennir þetta tímabil í Keflavík þá er það magnaður hæfileiki karlaliðsins til að takast á við mótlæti. Þeir sýndu það enn á ný í gær með því að tryggja sér oddaleik um laust sæti í úrslitaeinvíginu í Subway deild karla í körfubolta. Á stærstu stundum tímabilsins til þessa hefur karakter, samheldni og sigurvilji Keflvíkinga komið liðinu í gegnum mótlæti sem hefur svo sannarlega ekki verið að skornum skammti á þessari leiktíð. Pétri Ingvarssyni hefur á sínu fyrsta tímabili tekist að gjörbreyta hugarfari og ásýnd þessa Keflavíkurliðs. Um leið hefur það tekið upp hugarfar hans um að halda alltaf áfram sama hvað dynur á. Það gerði hann sem leikmaður og hélt því síðan áfram sem þjálfari. Fyrsti titill í tólf ár Keflvíkingar urðu bikarmeistarar í mars og unnu þar sinn fyrsta stóra titil í tólf ár. Það stefndi þó ekki í það þegar liðið var fjórtán stigum undir á móti Íslandsmeisturum Tindastóls í bikarúrslitaleiknum þegar aðeins fimm mínútur voru eftir af þriðja leikhlutanum. Keflavíkurliðið kom til baka og gott betur. Liðið vann síðustu fimmtán mínútur leiksins 45-18 og tryggði sér bikarmeistaratitilinn. Eftir vandræðalega stórt tap í öðrum leiknum á móti Álftanesi í átta liða úrslitunum þá svaraði Keflavíkurliðið með tveimur sigurleikjum í röð þar af 29 stiga sigri í endurkomu sinni í Forsetahöllina. Ballið búið, ekki satt? Í þessum leikjum fór Remy Martin á kostum eins og oft áður í vetur þegar allt er undir. Vandamálið var hins vegar að Martin sleit hásin í fyrsta leik undanúrslitanna á móti Grindavík. Ballið búið, ekki satt? Keflvíkingar töpuðu bæði leiknum og sínum besta leikmanni. Það að leggja árar í bát er hugtak sem er ekki til í orðaforða þessa Keflavíkurliðs. Það voru flestir búnir að afskrifa þá án Martin en þeir jöfnuðu einvígið í leik tvö. Dramatískur sigur en um leið táknrænn. Þeir létu okkur vita að þeir voru ekki hættir. Eftir stóran skell í þriðja leiknum í Smáranum töldu samt álíka margir að það yrði hálfgert formsatriði fyrir Grindvíkinga að tryggja sig inn í úrslitaeinvígið. 15-1 byrjun 15-1 byrjun í gærkvöldi gaf aftur á móti skýr skilaboð og Keflavíkurliðið hljóp yfir Grindvíkinga langt fram í seinni hálfleik. Þá lenti liðið í enn einu mótlætinu þegar fyrirliðanum Halldóri Garðari Hermannssyni var vísað úr húsi eftir að hafa fengið tæknivillu ofan á óíþróttamannslega villu sína fyrr í leiknum. Liðið var þunnskipað án Martin og í enn verri stöðu nú þegar þessi baráttuhundur var líka kominn inn í klefa. Grindvíkingar svöruðu með svakalegum spretti og það leit út fyrir að Keflavíkurliðið væri að brotna. Þeir sönnuðu í staðinn fyrir okkur að þetta er lið sem vex við mótlæti og brotnar ekki svo auðveldlega. Liðið lifði af áhlaup Grindvíkinga og tókst að landa lífsnauðsynlegum sigri. Það er ekki hægt að halda öðru fram en að mótlæti smakkist vel í Keflavík. Keflavík í Keflavík en hvað með Smárann? Nú er bara að sjá hvernig liðið mætir til leiks í Smáranum annað kvöld. Það gerir enginn þau mistök lengur að afskrifa karakter og keppnisskap þessa Keflavíkurliðs. Við þekkjum Keflavík í Keflavík. Liðið hefur unnið alla fjóra heimaleiki sína í þessari úrslitakeppni. Stóra spurningin er hvort þeim tekst að vinna Grindvíkinga á útivelli en þeir voru langt frá því í síðasta leik liðanna í Smáranum. Hvernig sem fer annað kvöld þá verður þessa tímabils minnst fyrir karakter og skapgerð þessa Keflavíkurliðs sem endaði tólf ára bið eftir titli og fór með Íslandsmeistaraefnin úr Grindavík alla leið í oddaleik þar sem allt getur gerst. Subway-deild karla UMF Grindavík Keflavík ÍF Utan vallar Mest lesið Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Úr efstu deild í fótbolta á HM í utanvegahlaupum: „Ætla að njóta sársaukans“ Sport Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Fótbolti Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Fótbolti Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Fótbolti Fleiri fréttir Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Sjá meira
Á stærstu stundum tímabilsins til þessa hefur karakter, samheldni og sigurvilji Keflvíkinga komið liðinu í gegnum mótlæti sem hefur svo sannarlega ekki verið að skornum skammti á þessari leiktíð. Pétri Ingvarssyni hefur á sínu fyrsta tímabili tekist að gjörbreyta hugarfari og ásýnd þessa Keflavíkurliðs. Um leið hefur það tekið upp hugarfar hans um að halda alltaf áfram sama hvað dynur á. Það gerði hann sem leikmaður og hélt því síðan áfram sem þjálfari. Fyrsti titill í tólf ár Keflvíkingar urðu bikarmeistarar í mars og unnu þar sinn fyrsta stóra titil í tólf ár. Það stefndi þó ekki í það þegar liðið var fjórtán stigum undir á móti Íslandsmeisturum Tindastóls í bikarúrslitaleiknum þegar aðeins fimm mínútur voru eftir af þriðja leikhlutanum. Keflavíkurliðið kom til baka og gott betur. Liðið vann síðustu fimmtán mínútur leiksins 45-18 og tryggði sér bikarmeistaratitilinn. Eftir vandræðalega stórt tap í öðrum leiknum á móti Álftanesi í átta liða úrslitunum þá svaraði Keflavíkurliðið með tveimur sigurleikjum í röð þar af 29 stiga sigri í endurkomu sinni í Forsetahöllina. Ballið búið, ekki satt? Í þessum leikjum fór Remy Martin á kostum eins og oft áður í vetur þegar allt er undir. Vandamálið var hins vegar að Martin sleit hásin í fyrsta leik undanúrslitanna á móti Grindavík. Ballið búið, ekki satt? Keflvíkingar töpuðu bæði leiknum og sínum besta leikmanni. Það að leggja árar í bát er hugtak sem er ekki til í orðaforða þessa Keflavíkurliðs. Það voru flestir búnir að afskrifa þá án Martin en þeir jöfnuðu einvígið í leik tvö. Dramatískur sigur en um leið táknrænn. Þeir létu okkur vita að þeir voru ekki hættir. Eftir stóran skell í þriðja leiknum í Smáranum töldu samt álíka margir að það yrði hálfgert formsatriði fyrir Grindvíkinga að tryggja sig inn í úrslitaeinvígið. 15-1 byrjun 15-1 byrjun í gærkvöldi gaf aftur á móti skýr skilaboð og Keflavíkurliðið hljóp yfir Grindvíkinga langt fram í seinni hálfleik. Þá lenti liðið í enn einu mótlætinu þegar fyrirliðanum Halldóri Garðari Hermannssyni var vísað úr húsi eftir að hafa fengið tæknivillu ofan á óíþróttamannslega villu sína fyrr í leiknum. Liðið var þunnskipað án Martin og í enn verri stöðu nú þegar þessi baráttuhundur var líka kominn inn í klefa. Grindvíkingar svöruðu með svakalegum spretti og það leit út fyrir að Keflavíkurliðið væri að brotna. Þeir sönnuðu í staðinn fyrir okkur að þetta er lið sem vex við mótlæti og brotnar ekki svo auðveldlega. Liðið lifði af áhlaup Grindvíkinga og tókst að landa lífsnauðsynlegum sigri. Það er ekki hægt að halda öðru fram en að mótlæti smakkist vel í Keflavík. Keflavík í Keflavík en hvað með Smárann? Nú er bara að sjá hvernig liðið mætir til leiks í Smáranum annað kvöld. Það gerir enginn þau mistök lengur að afskrifa karakter og keppnisskap þessa Keflavíkurliðs. Við þekkjum Keflavík í Keflavík. Liðið hefur unnið alla fjóra heimaleiki sína í þessari úrslitakeppni. Stóra spurningin er hvort þeim tekst að vinna Grindvíkinga á útivelli en þeir voru langt frá því í síðasta leik liðanna í Smáranum. Hvernig sem fer annað kvöld þá verður þessa tímabils minnst fyrir karakter og skapgerð þessa Keflavíkurliðs sem endaði tólf ára bið eftir titli og fór með Íslandsmeistaraefnin úr Grindavík alla leið í oddaleik þar sem allt getur gerst.
Subway-deild karla UMF Grindavík Keflavík ÍF Utan vallar Mest lesið Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Úr efstu deild í fótbolta á HM í utanvegahlaupum: „Ætla að njóta sársaukans“ Sport Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Fótbolti Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Fótbolti Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Fótbolti Fleiri fréttir Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn