Sara upp um tíu sæti á heimslistanum en tvær íslenskar fyrir ofan hana Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. maí 2024 09:31 Sara Sigmundsdóttir er á uppleið á heimslistanum en hún þarf að gera mjög vel í undanúrslitamótinu í Frakklandi um næstu helgi ætli hún að komast aftur á heimsleikana. @sarasigmunds Ísland á fjóra fulltrúa meðal þeirra hundrað bestu í heimi á nýjum heimslista CrossFit samtakanna en hann var gefinn út áður en undanúrslitamótin fara fram. Björgvin Karl Guðmundsson er efstur Íslendinga á heimslistanum en hann skipar ellefta sætið hjá körlunum. Björgvin er í sama sæti og síðast en staða þeirra þrettán efstu er óbreytt á milli lista. Efsti maðurinn er Jeffrey Adler, Justin Medeiros er annar og Roman Khrennikov er þriðji. Björgvin er eins og áður eini íslenski karlinn sem er meðal þeirra hundrað bestu á heimslista CrossFit samtakanna. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) Katrín Tanja Davíðsdóttir verður ekki meira með á þessu CrossFit tímabili vegna bakmeiðsla en hún er samt efsta íslenska konan á heimslistanum. Katrín Tanja skipar fjórtánda sætið og dettur niður um fimm sæti. Hún mun þó ekki fá nein stig það sem eftir er af þessu tímabili og dettur því örugglega hratt niður á næsta lista. Næstefsta íslenska konan er Þuríður Erla Helgadóttir sem er í 23. sæti og fer upp um þrjú sæti. Þuríður Erla náði bestum árangri íslensku stelpnanna í fjórðungs úrslitunum. Sara Sigmundsdóttir hækkar sig aftur á móti mest af íslensku konunum á topp hundrað því hún fer upp um heil tíu sæti og upp í 31. sætið. Báðar eru þær Þuríður Erla og Sara að fara að keppa á undanúrslitamótinu í Lyon í Frakklandi alveg eins og Björgvin Karl. Fjórði íslenski keppandinn er síðan hin unga Bergrós Björnsdóttir. Listinn er settur upp með svipuðum hætti og heimslistarnir í golfi og tennis. Árangur fólks á síðustu heimsleikum, bæði undankeppninni og úrslitunum, skilar þeim ákveðnum stigum. Um leið og nýtt mót dettur inn þá falla stig viðkomandi úr elsta mótinu út. Tia Clair Toomey var dottin út af listanum eftir að hafa farið í fæðingarorlof en hún hoppar upp í sjöunda sætið. Efstu sex konurnar á listanum eru í sömu sætum og síðast en efst er ríkjandi heimsmeistari Laura Horvath frá Ungverjalandi, hin kanadíska Emma Lawson er önnur og hin pólska Gabriela Migala er þriðja. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) CrossFit Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Sport Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Fleiri fréttir Spánn skiptir þjálfaranum út Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Klappað fyrir fyrstu konunni sem dæmdi í MLB Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Viðbeinsbrotnaði þegar hann fagnaði sigri í Nascar Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Sjá meira
Björgvin Karl Guðmundsson er efstur Íslendinga á heimslistanum en hann skipar ellefta sætið hjá körlunum. Björgvin er í sama sæti og síðast en staða þeirra þrettán efstu er óbreytt á milli lista. Efsti maðurinn er Jeffrey Adler, Justin Medeiros er annar og Roman Khrennikov er þriðji. Björgvin er eins og áður eini íslenski karlinn sem er meðal þeirra hundrað bestu á heimslista CrossFit samtakanna. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) Katrín Tanja Davíðsdóttir verður ekki meira með á þessu CrossFit tímabili vegna bakmeiðsla en hún er samt efsta íslenska konan á heimslistanum. Katrín Tanja skipar fjórtánda sætið og dettur niður um fimm sæti. Hún mun þó ekki fá nein stig það sem eftir er af þessu tímabili og dettur því örugglega hratt niður á næsta lista. Næstefsta íslenska konan er Þuríður Erla Helgadóttir sem er í 23. sæti og fer upp um þrjú sæti. Þuríður Erla náði bestum árangri íslensku stelpnanna í fjórðungs úrslitunum. Sara Sigmundsdóttir hækkar sig aftur á móti mest af íslensku konunum á topp hundrað því hún fer upp um heil tíu sæti og upp í 31. sætið. Báðar eru þær Þuríður Erla og Sara að fara að keppa á undanúrslitamótinu í Lyon í Frakklandi alveg eins og Björgvin Karl. Fjórði íslenski keppandinn er síðan hin unga Bergrós Björnsdóttir. Listinn er settur upp með svipuðum hætti og heimslistarnir í golfi og tennis. Árangur fólks á síðustu heimsleikum, bæði undankeppninni og úrslitunum, skilar þeim ákveðnum stigum. Um leið og nýtt mót dettur inn þá falla stig viðkomandi úr elsta mótinu út. Tia Clair Toomey var dottin út af listanum eftir að hafa farið í fæðingarorlof en hún hoppar upp í sjöunda sætið. Efstu sex konurnar á listanum eru í sömu sætum og síðast en efst er ríkjandi heimsmeistari Laura Horvath frá Ungverjalandi, hin kanadíska Emma Lawson er önnur og hin pólska Gabriela Migala er þriðja. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames)
CrossFit Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Sport Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Fleiri fréttir Spánn skiptir þjálfaranum út Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Klappað fyrir fyrstu konunni sem dæmdi í MLB Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Viðbeinsbrotnaði þegar hann fagnaði sigri í Nascar Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Sjá meira