Ótrúlegur árangur Glódísar og Bayern en Selma fallin Sindri Sverrisson skrifar 12. maí 2024 13:58 Glódís Perla Viggósdóttir er lykilmaður og fyrirliði Bayern sem fagnaði þýska meistaratitlinum um síðustu helgi. Getty/Max Ellerbrake Fyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir var á sínum stað í vörn Bayern München þegar liðið vann öruggan 4-0 sigur á Nürnberg, liði Selmu Sólar Magnúsdóttur, sem þar með er formlega fallið niður um deild. Glódís og stöllur í Bayern fögnuðu þýska meistaratitlinum í fótbolta um síðustu helgi en urðu svo að sætta sig við tap gegn Wolfsburg, liði Sveindísar Jane Jónsdóttur, í bikarúrslitaleik á fimmtudaginn. Það tap sat ekki í Bayern í dag og hin danska Pernille Harder skoraði þrennu á fyrstu tuttugu mínútunum, sem gerði út um leikinn. Bayern hefur þar með spilað sinn síðasta heimaleik á tímabilinu og þar hefur liðið aðeins fengið á sig samtals eitt mark í öllum ellefu deildarleikjunum. Bayern er auk þess ekki búið að tapa einum einasta deildarleik á tímabilinu og þarf aðeins að forðast tap gegn Hoffenheim á útivelli í lokaumferðinni, til að fara taplaust í gegnum tímabilið. Nürnberg átti hins vegar enga von um að halda sér uppi fyrir leikinn í dag, í næstneðsta sæti, sex stigum á eftir Köln, og með 25 mörkum verri markatölu. Tapið í dag var því aðeins formleg staðfesting á því að Nürnberg þarf að spila í næstefstu deild á næstu leiktíð, en Selma kom til félagsins frá Rosenborg í Noregi í janúar. Sárt tap hjá Þórdísi Í Svíþjóð þurfti Þórdís Elva Ágústsdóttir að sætta sig við sárt tap í dag þegar lið hennar Växjö tapaði 3-2 á útivelli gegn Brommapojkarna, eftir að hafa komist í 2-0. Sigurmarkið kom seint í uppbótartíma. Þórdís kom inn á sem varamaður hjá Växjö á 58. mínútu en landsliðsframherjinn Bryndís Arna Níelsdóttir er frá keppni eftir að hafa viðbeinsbrotnað í síðasta mánuði. Þýski boltinn Sænski boltinn Mest lesið Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Handbolti Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ Handbolti Fleiri fréttir Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Sjá meira
Glódís og stöllur í Bayern fögnuðu þýska meistaratitlinum í fótbolta um síðustu helgi en urðu svo að sætta sig við tap gegn Wolfsburg, liði Sveindísar Jane Jónsdóttur, í bikarúrslitaleik á fimmtudaginn. Það tap sat ekki í Bayern í dag og hin danska Pernille Harder skoraði þrennu á fyrstu tuttugu mínútunum, sem gerði út um leikinn. Bayern hefur þar með spilað sinn síðasta heimaleik á tímabilinu og þar hefur liðið aðeins fengið á sig samtals eitt mark í öllum ellefu deildarleikjunum. Bayern er auk þess ekki búið að tapa einum einasta deildarleik á tímabilinu og þarf aðeins að forðast tap gegn Hoffenheim á útivelli í lokaumferðinni, til að fara taplaust í gegnum tímabilið. Nürnberg átti hins vegar enga von um að halda sér uppi fyrir leikinn í dag, í næstneðsta sæti, sex stigum á eftir Köln, og með 25 mörkum verri markatölu. Tapið í dag var því aðeins formleg staðfesting á því að Nürnberg þarf að spila í næstefstu deild á næstu leiktíð, en Selma kom til félagsins frá Rosenborg í Noregi í janúar. Sárt tap hjá Þórdísi Í Svíþjóð þurfti Þórdís Elva Ágústsdóttir að sætta sig við sárt tap í dag þegar lið hennar Växjö tapaði 3-2 á útivelli gegn Brommapojkarna, eftir að hafa komist í 2-0. Sigurmarkið kom seint í uppbótartíma. Þórdís kom inn á sem varamaður hjá Växjö á 58. mínútu en landsliðsframherjinn Bryndís Arna Níelsdóttir er frá keppni eftir að hafa viðbeinsbrotnað í síðasta mánuði.
Þýski boltinn Sænski boltinn Mest lesið Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Handbolti Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ Handbolti Fleiri fréttir Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Sjá meira