Stuðningsmenn stöðvuðu liðsrútuna og leik Standard frestað Sindri Sverrisson skrifar 11. maí 2024 12:30 Stuðningsmenn Standard Liege hafa verið duglegir við að láta í ljós óánægju sína með bandaríska eigendur félagsins; 777 Partners. Getty/Sebastien Smets Belgíska stórveldið Standard Liege má muna fífil sinn fegurri og óánægðir stuðningsmenn ollu því að liðið gat ekki spilað leik sinn við Westerlo í gærkvöld. Hópur stuðningsmanna mætti á æfingasvæði Standard og kom í veg fyrir að liðsrútan kæmist af stað í leikinn, en þeir eru sérstaklega óánægðir með bandaríska eigendur félagsins. Í tilkynningu frá Standard sagði að tilraunir til að semja við stuðningsmennina hefðu engu skilað og því gæti leikurinn ekki farið fram, og bað félagið stuðningsmenn sína og Westerlo afsökunar á því. Standard hefur tíu sinnum orðið belgískur meistari og átta sinnum bikarmeistari, þar af einu sinni með Ásgeir Sigurvinsson í broddi fylkingar. Sex ár eru hins vegar liðin frá síðasta stóra titli og lið Standard ekki lengur meðal þeirra bestu í Belgíu. Stuðningsmenn kenna bandarískum eigendum félagsins um, en fjárfestingafélagið 777 Partners keypti félagið í mars 2022. Það félag verst nú lögsókn vegna meintra fjársvika fyrir 600 milljónir Bandaríkjadala, og er Standard sem stendur í félagaskiptabanni. Belgíska blaðið HLN sagði í vikunni að leikmenn Standard hefðu ekki fengið laun sín greidd í apríl. Standard endaði í 10. sæti af 16 liðum áður en belgísku deildinni var skipt upp í vor, og spila því ásamt fimm öðrum liðum um 7.-11. sæti í úrslitakeppninni, þar sem keppt er um sæti í Sambandsdeild Evrópu. Þar hefur liðið ekki unnið neinn af sjö leikjum sínum og situr því í 11. sætinu, eftir 3-1 tap gegn Jóni Degi Þorsteinssyni og félögum í OH Leuven í síðasta leik. Belgíski boltinn Mest lesið Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Enski boltinn Markalaust á Villa Park Enski boltinn Úlfarnir steinlágu gegn City Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalinn í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Í beinni: Valencia - Real Sociedad | Hvernig kemur Orri undan sumri? Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Sjá meira
Hópur stuðningsmanna mætti á æfingasvæði Standard og kom í veg fyrir að liðsrútan kæmist af stað í leikinn, en þeir eru sérstaklega óánægðir með bandaríska eigendur félagsins. Í tilkynningu frá Standard sagði að tilraunir til að semja við stuðningsmennina hefðu engu skilað og því gæti leikurinn ekki farið fram, og bað félagið stuðningsmenn sína og Westerlo afsökunar á því. Standard hefur tíu sinnum orðið belgískur meistari og átta sinnum bikarmeistari, þar af einu sinni með Ásgeir Sigurvinsson í broddi fylkingar. Sex ár eru hins vegar liðin frá síðasta stóra titli og lið Standard ekki lengur meðal þeirra bestu í Belgíu. Stuðningsmenn kenna bandarískum eigendum félagsins um, en fjárfestingafélagið 777 Partners keypti félagið í mars 2022. Það félag verst nú lögsókn vegna meintra fjársvika fyrir 600 milljónir Bandaríkjadala, og er Standard sem stendur í félagaskiptabanni. Belgíska blaðið HLN sagði í vikunni að leikmenn Standard hefðu ekki fengið laun sín greidd í apríl. Standard endaði í 10. sæti af 16 liðum áður en belgísku deildinni var skipt upp í vor, og spila því ásamt fimm öðrum liðum um 7.-11. sæti í úrslitakeppninni, þar sem keppt er um sæti í Sambandsdeild Evrópu. Þar hefur liðið ekki unnið neinn af sjö leikjum sínum og situr því í 11. sætinu, eftir 3-1 tap gegn Jóni Degi Þorsteinssyni og félögum í OH Leuven í síðasta leik.
Belgíski boltinn Mest lesið Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Enski boltinn Markalaust á Villa Park Enski boltinn Úlfarnir steinlágu gegn City Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalinn í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Í beinni: Valencia - Real Sociedad | Hvernig kemur Orri undan sumri? Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Sjá meira
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn