Rankaði við sér í sjúkrabíl: „Þekki hve alvarlegar afleiðingar þetta getur haft“ Sindri Sverrisson skrifar 9. maí 2024 22:00 Jasmín Erla Ingadóttir kom til Vals frá Stjörnunni í vetur og hefur farið vel af stað á Hlíðarenda. vísir/Diego Jasmín Erla Ingadóttir þekkir það frá góðri vinkonu sinni hve alvarlegar afleiðingar höfuðhögg geta haft. Henni líður ágætlega í dag eftir að hafa misst skammtímaminnið um stund í Keflavík í fyrrakvöld. Jasmín var í leik með Val gegn Keflavík í Bestu deildinni í fótbolta í fyrrakvöld þegar hún fékk slæmt höfuðhögg. Hún man aðeins brot af því sem gerðist eftir höggið, og þar til að hún byrjaði að ranka við sér í sjúkrabíl án þess að hafa hugmynd um af hverju hún væri stödd þar. Atvikið má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Þungt höfuðhögg Jasmínar „Ég man eiginlega voða lítið. Ég veit að ég fékk boltann í hausinn og ákvað að halda leik áfram, en svo þurfti ég að hlaupa út af vellinum því ég var við það að æla. Ég var bara að horfa á þetta aftur, en ég man ekkert eftir þessu,“ segir Jasmín í samtali við Vísi í dag. Vissi ekki hvar hún var stödd „Eftir þetta var ég greinilega ekki með neitt skammtímaminni, því ég vissi ekki hvar ég var eða hvaða dagur væri, eða neitt slíkt. Ég fór í sjúkrabíl og rankaði smá við mér þar. Það var óþægilegt því ég vissi ekki hvað var í gangi. Ég vaknaði í sjúkrabílnum og sá bara sjúkraflutningamann, en fannst ég alltaf vera að heyra að Arna Sif væri að koma með mér. Ég vissi því af henni sem var mjög gott,“ segir Jasmín en liðsfélagi hennar, Arna Sif Ásgrímsdóttir sem sleit krossband í hné í vor, fylgdi henni á sjúkrahúsið. Á meðan unnu liðsfélagar þeirra 2-1 sigur og er Valur með fullt hús stiga. „Á sjúkrahúsinu fór ég í ákveðin próf sem ég man svo sem ekki alveg eftir en mér leið þokkalega, miðað við allt, og fékk að fara heim.“ Jasmín Erla, sem er 25 ára, gerir sér fulla grein fyrir því hve alvarlegar afleiðingar höfuðhögg geta haft og þekkir það til að mynda frá vinkonu sinni. Hún fer sér því að engu óðslega við að komast aftur út á fótboltavöllinn, þó að fyrstu próf hafi komið vel út. Jasmín Erla Ingadóttir hefur þegar skorað þrjú mörk í fjórum leikjum í Bestu deildinni í sumar en þarf nú að taka sér hlé í einhvern tíma.vísir/Anton Þekkir alvarlegt dæmi frá vinkonu sinni „Ég er svolítið þung í hausnum en ekki með hausverki eða nein þannig einkenni. En maður veit ekkert hvernig svona þróast og þarf bara að bíða og sjá. Núna er málið að hvílast sem best og taka stöðuna eftir helgina. Ég hef ekki hugmynd [um hvenær ég fer aftur í fótbolta]. En ég þekki dæmi frá vinkonu minni sem er enn að díla við afleiðingar höfuðhöggs sem hún fékk fyrir sex árum, svo ég þekki hve alvarlegar afleiðingar þetta getur haft. Ég ætla því að setja það í fyrsta sæti að ná mér, áður en ég fer að gera nokkuð. Ég geri þetta bara í samráði við þjálfarana og sjúkraþjálfara.“ Besta deild kvenna Valur Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ Fótbolti „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Fótbolti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ Fótbolti „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Sjá meira
Jasmín var í leik með Val gegn Keflavík í Bestu deildinni í fótbolta í fyrrakvöld þegar hún fékk slæmt höfuðhögg. Hún man aðeins brot af því sem gerðist eftir höggið, og þar til að hún byrjaði að ranka við sér í sjúkrabíl án þess að hafa hugmynd um af hverju hún væri stödd þar. Atvikið má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Þungt höfuðhögg Jasmínar „Ég man eiginlega voða lítið. Ég veit að ég fékk boltann í hausinn og ákvað að halda leik áfram, en svo þurfti ég að hlaupa út af vellinum því ég var við það að æla. Ég var bara að horfa á þetta aftur, en ég man ekkert eftir þessu,“ segir Jasmín í samtali við Vísi í dag. Vissi ekki hvar hún var stödd „Eftir þetta var ég greinilega ekki með neitt skammtímaminni, því ég vissi ekki hvar ég var eða hvaða dagur væri, eða neitt slíkt. Ég fór í sjúkrabíl og rankaði smá við mér þar. Það var óþægilegt því ég vissi ekki hvað var í gangi. Ég vaknaði í sjúkrabílnum og sá bara sjúkraflutningamann, en fannst ég alltaf vera að heyra að Arna Sif væri að koma með mér. Ég vissi því af henni sem var mjög gott,“ segir Jasmín en liðsfélagi hennar, Arna Sif Ásgrímsdóttir sem sleit krossband í hné í vor, fylgdi henni á sjúkrahúsið. Á meðan unnu liðsfélagar þeirra 2-1 sigur og er Valur með fullt hús stiga. „Á sjúkrahúsinu fór ég í ákveðin próf sem ég man svo sem ekki alveg eftir en mér leið þokkalega, miðað við allt, og fékk að fara heim.“ Jasmín Erla, sem er 25 ára, gerir sér fulla grein fyrir því hve alvarlegar afleiðingar höfuðhögg geta haft og þekkir það til að mynda frá vinkonu sinni. Hún fer sér því að engu óðslega við að komast aftur út á fótboltavöllinn, þó að fyrstu próf hafi komið vel út. Jasmín Erla Ingadóttir hefur þegar skorað þrjú mörk í fjórum leikjum í Bestu deildinni í sumar en þarf nú að taka sér hlé í einhvern tíma.vísir/Anton Þekkir alvarlegt dæmi frá vinkonu sinni „Ég er svolítið þung í hausnum en ekki með hausverki eða nein þannig einkenni. En maður veit ekkert hvernig svona þróast og þarf bara að bíða og sjá. Núna er málið að hvílast sem best og taka stöðuna eftir helgina. Ég hef ekki hugmynd [um hvenær ég fer aftur í fótbolta]. En ég þekki dæmi frá vinkonu minni sem er enn að díla við afleiðingar höfuðhöggs sem hún fékk fyrir sex árum, svo ég þekki hve alvarlegar afleiðingar þetta getur haft. Ég ætla því að setja það í fyrsta sæti að ná mér, áður en ég fer að gera nokkuð. Ég geri þetta bara í samráði við þjálfarana og sjúkraþjálfara.“
Besta deild kvenna Valur Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ Fótbolti „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Fótbolti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ Fótbolti „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Sjá meira