„Kastaði upp um nóttina áður en ég fór á sviðið“ Stefán Árni Pálsson skrifar 8. maí 2024 10:31 Halla ætlar sér á Bessastaði. Hún hefur aldrei setið auðum höndum, stofnað fleiri fyrirtæki en eitt, elskar fólk og fallega hönnun svo ekki sé talað um matinn sem maðurinn hennar býr til. Sindri fór í morgunkaffi til Höllu Tómasdóttur forsetaframbjóðanda á dögunum og fékk að kynnast henni betur. Hún tók þátt í því að stofna Háskólann í Reykjavík, Auði Capital og er forstjóri B Team. Halla er alltaf með annan fótinn í New York en býr einnig í fallegri íbúð í miðbæ Reykjavíkur ásamt eiginmanni sínum en saman eiga þau tvo uppkomin börn. Sindri hitti Höllu í morgunkaffi klukkan 9 um morguninn. Elskar morguninn „Þetta er í rauninni frekar seint fyrir mig. Ég vakna oft klukkan fimm á morgnanna,“ segir Halla og spurði þá Sindri strax í kjölfarið, af hverju svona snemma? „Ég er kannski bara kona á breytingaskeiðinu. Það er ekki nægilega mikið talað um það að við vöknum fyrr þá. Það hefur alveg áhrif á svefninn, lífið og heilsuna. Ég var alltaf b-týpa en núna finnst mér bara morgnarnir æðislegir. Morgunstund gefur gull í mund.“ Hún segist vera alin upp á Kársnesinu í Kópavogi og eiginlega búin að búa í öllum götum þar. „Pabbi var pípari og mamma þroskaþjálfi og þau unnu í rauninni bæði á Kársnesinu og því var allt líf mitt þar,“ segir Halla. Halla var á sínum tíma í Verzlunarskóla Íslands en þaðan lá leiðin í skiptinám til Bandaríkjanna eftir tveggja ára nám í Versló. Þar var hún í Indiana. Hún fór því næst í viðskiptafræði í Alabama með áherslu á stjórnun og mannauðsstjórnun. Því næst fór hún í MBA nám. Hún fór fljótlega eftir heimkomu að vinna að því að stofna nýjan háskóla, Háskólann í Reykjavík. En Halla hefur sannarlega gert margt og eitt af því er að halda TED fyrirlestur fjórum sinnum. Hlustar ekki á herbergisfélagann „Í fyrsta skipti sem ég steig á sviðið þar þá var ég svo stressuð að ég steingleymdi öllu sem ég átti að segja. Ég kastaði upp um nóttina áður en ég fór á sviðið að halda þennan fyrirlestur. Ég held að það séu mistök að segja að við séum öll með sjálfstraustið til að gera það sem við gerum, ég hef eiginlega aldrei haft sjálfstraustið til að stofna fyrirtæki eða fara í forsetaframboð eða vera mamma. En ég hef hins vegar reynt að hlusta ekki á herbergisfélagann í hausnum á mér sem efast um mig og ég hef þess í stað reynt að finna hugrekkið í hjarta mínu,“ segir Halla sem fer yfir það í innslaginu hér að neðan af hverju hana langi að verða forseti Íslands. Ísland í dag Forsetakosningar 2024 Morgunkaffi í Íslandi í dag Halla Tómasdóttir Mest lesið Ástfangin á ný Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Lífið Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Gagnrýni Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Lífið Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Lífið Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Bíó og sjónvarp Hollywood-stjarna slær sér upp með prins Lífið „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Lífið Fleiri fréttir Ætla að kjósa um þátttökurétt Ísraela í Eurovision Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Sjá meira
Sindri fór í morgunkaffi til Höllu Tómasdóttur forsetaframbjóðanda á dögunum og fékk að kynnast henni betur. Hún tók þátt í því að stofna Háskólann í Reykjavík, Auði Capital og er forstjóri B Team. Halla er alltaf með annan fótinn í New York en býr einnig í fallegri íbúð í miðbæ Reykjavíkur ásamt eiginmanni sínum en saman eiga þau tvo uppkomin börn. Sindri hitti Höllu í morgunkaffi klukkan 9 um morguninn. Elskar morguninn „Þetta er í rauninni frekar seint fyrir mig. Ég vakna oft klukkan fimm á morgnanna,“ segir Halla og spurði þá Sindri strax í kjölfarið, af hverju svona snemma? „Ég er kannski bara kona á breytingaskeiðinu. Það er ekki nægilega mikið talað um það að við vöknum fyrr þá. Það hefur alveg áhrif á svefninn, lífið og heilsuna. Ég var alltaf b-týpa en núna finnst mér bara morgnarnir æðislegir. Morgunstund gefur gull í mund.“ Hún segist vera alin upp á Kársnesinu í Kópavogi og eiginlega búin að búa í öllum götum þar. „Pabbi var pípari og mamma þroskaþjálfi og þau unnu í rauninni bæði á Kársnesinu og því var allt líf mitt þar,“ segir Halla. Halla var á sínum tíma í Verzlunarskóla Íslands en þaðan lá leiðin í skiptinám til Bandaríkjanna eftir tveggja ára nám í Versló. Þar var hún í Indiana. Hún fór því næst í viðskiptafræði í Alabama með áherslu á stjórnun og mannauðsstjórnun. Því næst fór hún í MBA nám. Hún fór fljótlega eftir heimkomu að vinna að því að stofna nýjan háskóla, Háskólann í Reykjavík. En Halla hefur sannarlega gert margt og eitt af því er að halda TED fyrirlestur fjórum sinnum. Hlustar ekki á herbergisfélagann „Í fyrsta skipti sem ég steig á sviðið þar þá var ég svo stressuð að ég steingleymdi öllu sem ég átti að segja. Ég kastaði upp um nóttina áður en ég fór á sviðið að halda þennan fyrirlestur. Ég held að það séu mistök að segja að við séum öll með sjálfstraustið til að gera það sem við gerum, ég hef eiginlega aldrei haft sjálfstraustið til að stofna fyrirtæki eða fara í forsetaframboð eða vera mamma. En ég hef hins vegar reynt að hlusta ekki á herbergisfélagann í hausnum á mér sem efast um mig og ég hef þess í stað reynt að finna hugrekkið í hjarta mínu,“ segir Halla sem fer yfir það í innslaginu hér að neðan af hverju hana langi að verða forseti Íslands.
Ísland í dag Forsetakosningar 2024 Morgunkaffi í Íslandi í dag Halla Tómasdóttir Mest lesið Ástfangin á ný Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Lífið Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Gagnrýni Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Lífið Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Lífið Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Bíó og sjónvarp Hollywood-stjarna slær sér upp með prins Lífið „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Lífið Fleiri fréttir Ætla að kjósa um þátttökurétt Ísraela í Eurovision Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Sjá meira