„Dómur þarna í restina sem ákveður úrslitin“ Siggeir Ævarsson skrifar 7. maí 2024 22:05 Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, ekki sáttur með meðferðina á Lautier. Vísir/Anton Brink Njarðvíkingar þurftu að sætta sig við súrt eins stigs tap, 68-67, gegn Valsmönnum á Hlíðarenda í kvöld en úrslit leiksins réðust á vítalínunni. Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkinga var ekki sáttur við dómgæsluna undir lokin. „Þetta var bara 50/50 leikur í lokin. Það var bara „dómur þarna í restina sem ákveður úrslitin“ og það er ofboðslega vont að tapa svoleiðis.“ Benedikt sagði erfitt að kyngja því að úrslitin hefðu ráðist á þennan hátt en hann var harður á því að villan sem dæmd var á Mario Matasovic hefði einfaldlega verið rangur dómur. „Ef hann hefði brotið þá væri auðveldra að lifa með þessu en hann braut ekki. Menn geta skoðað það og meira að segja Kristinn segir það og Mario talar um það, hann snerti hann ekki. Það er það sem gerir þetta svo sárt.“ „Auðvitað teygir hann sig eitthvað í áttina að honum en það verður samt að vera snerting. Þó hann hafi strokið hann eitthvað aðeins, ef þú lest leikinn þá læturðu þetta ekki ráða úrslitum. Þú lætur bara leikmennina klára leikinn og annað hvort liðið vinnur.“ Valsmenn skoruðu aðeins átta stig í lokaleikhlutanum og fimm þeirra komu af vítalínunni síðustu einu og hálfu mínútuna. Benni sagði að það þyrfti ekki að koma neinum á óvart að skorið væri lágt í þessum leikjum. „Bæði lið náttúrulega spila hörku vörn og eru búin að gera það allt einvígið. Svona í bland við síðan bara slæma hittni og svona. Þetta eru leikir með lágu skori meira og minna, þannig er bara þessi sería. Ef fólk vill fá fullt af stigum þá bara mætir það á hina seríuna.“ „Bæði lið eru bara að gera hinu liðinu erfitt fyrir og þröngva í hluti sem þau vilja ekkert endilega gera. Það fer í báðar áttir. Hugsanlega verður það bara þannig áfram, það kemur í ljós.“ Körfubolti Subway-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjá meira
„Þetta var bara 50/50 leikur í lokin. Það var bara „dómur þarna í restina sem ákveður úrslitin“ og það er ofboðslega vont að tapa svoleiðis.“ Benedikt sagði erfitt að kyngja því að úrslitin hefðu ráðist á þennan hátt en hann var harður á því að villan sem dæmd var á Mario Matasovic hefði einfaldlega verið rangur dómur. „Ef hann hefði brotið þá væri auðveldra að lifa með þessu en hann braut ekki. Menn geta skoðað það og meira að segja Kristinn segir það og Mario talar um það, hann snerti hann ekki. Það er það sem gerir þetta svo sárt.“ „Auðvitað teygir hann sig eitthvað í áttina að honum en það verður samt að vera snerting. Þó hann hafi strokið hann eitthvað aðeins, ef þú lest leikinn þá læturðu þetta ekki ráða úrslitum. Þú lætur bara leikmennina klára leikinn og annað hvort liðið vinnur.“ Valsmenn skoruðu aðeins átta stig í lokaleikhlutanum og fimm þeirra komu af vítalínunni síðustu einu og hálfu mínútuna. Benni sagði að það þyrfti ekki að koma neinum á óvart að skorið væri lágt í þessum leikjum. „Bæði lið náttúrulega spila hörku vörn og eru búin að gera það allt einvígið. Svona í bland við síðan bara slæma hittni og svona. Þetta eru leikir með lágu skori meira og minna, þannig er bara þessi sería. Ef fólk vill fá fullt af stigum þá bara mætir það á hina seríuna.“ „Bæði lið eru bara að gera hinu liðinu erfitt fyrir og þröngva í hluti sem þau vilja ekkert endilega gera. Það fer í báðar áttir. Hugsanlega verður það bara þannig áfram, það kemur í ljós.“
Körfubolti Subway-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjá meira