Napoli í kapphlaupið um Albert Sindri Sverrisson skrifar 7. maí 2024 11:31 Albert Guðmundsson hefur farið á kostum með Genoa í vetur og er kominn með 14 mörk í ítölsku A-deildinni. EPA-EFE/STRINGER Napoli hefur blandað sér í slaginn um Albert Guðmundsson, landsliðsmann í fótbolta, sem er eftirsóttur af bestu liðum Ítalíu eftir stórkostlega leiktíð með Genoa. Ítalski blaðamaðurinn Matteo Moretto, sérfræðingur í félagaskiptafréttum, greinir frá þessu og segir að næsti yfirmaður knattspyrnumála hjá Napoli, Giovanni Manna, sé mikill aðdáandi Alberts. 🚨 Napoli have joined the race to sign Albert Guðmundsson, who has courted interest from Inter and Juventus.He's scored 14 goals in Serie A for Genoa this season.(Source: @MatteMoretto) pic.twitter.com/h2QzoOK9YY— Transfer News Live (@DeadlineDayLive) May 7, 2024 Giovanni Manna ku vera að leggja drög að því að gera Genoa tilboð í Albert en þessi 26 ára gamli leikmaður hefur skorað 14 mörk í ítölsku A-deildinni í vetur og er í 4. sæti yfir markahæstu menn leiktíðarinnar. Aðeins Lautari Martínez (23 mörk) hjá Inter, Dusan Vlahovic (16 mörk) hjá Juventus og Victor Osimhen (15 mörk), sem spilar einmitt með Napoli, hafa skorað fleiri. Moretto segir að Juventus hafi verið í beinu sambandi við Genoa síðustu vikur og að nýkrýndir Ítalíumeistarar Inter fylgist einnig grannt með stöðunni en hafi ekki lagt fram tilboð enn sem komið er. Napoli varð Ítalíumeistari á síðustu leiktíð en lét svo stjórann Walter Mazzarri fara í febrúar eftir slæmt gengi á yfirstandandi leiktíð. Francesco Calzona, sem einnig stýrir Íslandsvinunum í slóvakíska landsliðinu, tók þá við Napoli en hefur einnig haldið áfram að þjálfa Slóvakíu sem spilar á EM í sumar. Hann hefur áður starfað sem aðstoðarþjálfari hjá Napoli. Napoli er án sigurs í síðustu fjórum leikjum sínum og situr í 8. sæti ítölsku A-deildarinnar með 51 stig, þegar þrjár umferðir eru eftir. Ítalski boltinn Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Sjá meira
Ítalski blaðamaðurinn Matteo Moretto, sérfræðingur í félagaskiptafréttum, greinir frá þessu og segir að næsti yfirmaður knattspyrnumála hjá Napoli, Giovanni Manna, sé mikill aðdáandi Alberts. 🚨 Napoli have joined the race to sign Albert Guðmundsson, who has courted interest from Inter and Juventus.He's scored 14 goals in Serie A for Genoa this season.(Source: @MatteMoretto) pic.twitter.com/h2QzoOK9YY— Transfer News Live (@DeadlineDayLive) May 7, 2024 Giovanni Manna ku vera að leggja drög að því að gera Genoa tilboð í Albert en þessi 26 ára gamli leikmaður hefur skorað 14 mörk í ítölsku A-deildinni í vetur og er í 4. sæti yfir markahæstu menn leiktíðarinnar. Aðeins Lautari Martínez (23 mörk) hjá Inter, Dusan Vlahovic (16 mörk) hjá Juventus og Victor Osimhen (15 mörk), sem spilar einmitt með Napoli, hafa skorað fleiri. Moretto segir að Juventus hafi verið í beinu sambandi við Genoa síðustu vikur og að nýkrýndir Ítalíumeistarar Inter fylgist einnig grannt með stöðunni en hafi ekki lagt fram tilboð enn sem komið er. Napoli varð Ítalíumeistari á síðustu leiktíð en lét svo stjórann Walter Mazzarri fara í febrúar eftir slæmt gengi á yfirstandandi leiktíð. Francesco Calzona, sem einnig stýrir Íslandsvinunum í slóvakíska landsliðinu, tók þá við Napoli en hefur einnig haldið áfram að þjálfa Slóvakíu sem spilar á EM í sumar. Hann hefur áður starfað sem aðstoðarþjálfari hjá Napoli. Napoli er án sigurs í síðustu fjórum leikjum sínum og situr í 8. sæti ítölsku A-deildarinnar með 51 stig, þegar þrjár umferðir eru eftir.
Ítalski boltinn Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Sjá meira