„Það er þjálfarinn sem á að stíga upp og finna betri lausnir“ Siggeir Ævarsson skrifar 6. maí 2024 21:58 Þorleifur Ólafsson fer svekktur í sumarfrí löngu á undan áætlun. Nú tekur við vinna við að finna heimavöll næsta tímabil. Vísir/Pawel Cieslikiewicz Þorleifur Ólafsson og hans konur í Grindavík eru komnar í snemmbúið sumarfrí eftir að Njarðvíkingar sópuðu liðinu út úr 4-liða úrslitum en Njarðvík vann þriðja leik liðanna í Smáranum í kvöld 69-82. „Virkilega svekkjandi að láta sópa sér út í 4-liða sem var alls ekki planið. Bara virkilega svekkjandi.“ Grindvíkingar litu ágætlega út framan af leik og voru komnir með ágætis tök á leiknum í þriðja leikhluta, en þá varð hrun. „Mér leið bara virkilega vel í byrjun þriðja, bara loksins. En svo einhvern veginn bara virtist Njarðvík bara setja í einhvern annan gír sem við réðum ekki við og því fór sem fór.“ Þorleifur var djúpt hugsi yfir eigin frammistöðu eftir þrjú töp í röð. „Eftir svona tap þá fer maður bara að pæla og hugsa: „Er Njarðvíkurliðið bara miklu betur þjálfað heldur en Grindavíkurliðið?“ - Ég er virkilega stoltur af stelpunum. Þær börðust. Var ég með lausnir fyrir þær? Þær voru að skipta þrjá leiki hérna og við náðum ekki alveg að nógu vel úr því. Er það þeirra? Það er alls ekki þeirra.“ Hann tók á sig alla sök fyrir frammistöðu liðsins í þessu einvígi og sagðist einfaldlega ekki hafa fundið lausnir á leik Njarðvíkur. „Það er þjálfarinn sem á að stíga upp og finna betri lausnir en við vorum með. Ég set bara stórt spurningamerki við það. Ég hefði klárlega geta gert betur í þessum aðstæðum. Sérstaklega að þær séu bara að spila mjög svipað alla þrjá leikina og við séum að tapa 3-0.“ Þorleifur gerði á sínum tíma þriggja ára samning við Grindavík og hann er nú á enda. Hann sagðist ekki vera farinn að hugsa neitt um framtíðina enda væri fókusinn á að finna heimavöll fyrir liðið, en Þorleifur er einnig framkvæmdastjóri UMFG. „Nei, alls ekki. Við ætluðum klárlega að fara lengra. Eins og þú veist og allir, þá eru skrítnir tímar og einnig framundan. Maður er bara reyna að vinna í því að reyna að tryggja heimavöll áfram næsta tímabil. Það bara kemur í ljós hvað verður. Ég er búinn með mín þrjú ár sem ég ætlaði að taka. Búið að vera gaman og lærdómsríkt. Ef það er tíma til að einhver annar taki við þá er ég tilbúinn að stíga til hliðar. En ef ekki, þá þarf ég bara að skoða mín mál og hvort ég sé tilbúinn að halda áfram.“ Körfubolti Subway-deild kvenna UMF Grindavík Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Sjá meira
„Virkilega svekkjandi að láta sópa sér út í 4-liða sem var alls ekki planið. Bara virkilega svekkjandi.“ Grindvíkingar litu ágætlega út framan af leik og voru komnir með ágætis tök á leiknum í þriðja leikhluta, en þá varð hrun. „Mér leið bara virkilega vel í byrjun þriðja, bara loksins. En svo einhvern veginn bara virtist Njarðvík bara setja í einhvern annan gír sem við réðum ekki við og því fór sem fór.“ Þorleifur var djúpt hugsi yfir eigin frammistöðu eftir þrjú töp í röð. „Eftir svona tap þá fer maður bara að pæla og hugsa: „Er Njarðvíkurliðið bara miklu betur þjálfað heldur en Grindavíkurliðið?“ - Ég er virkilega stoltur af stelpunum. Þær börðust. Var ég með lausnir fyrir þær? Þær voru að skipta þrjá leiki hérna og við náðum ekki alveg að nógu vel úr því. Er það þeirra? Það er alls ekki þeirra.“ Hann tók á sig alla sök fyrir frammistöðu liðsins í þessu einvígi og sagðist einfaldlega ekki hafa fundið lausnir á leik Njarðvíkur. „Það er þjálfarinn sem á að stíga upp og finna betri lausnir en við vorum með. Ég set bara stórt spurningamerki við það. Ég hefði klárlega geta gert betur í þessum aðstæðum. Sérstaklega að þær séu bara að spila mjög svipað alla þrjá leikina og við séum að tapa 3-0.“ Þorleifur gerði á sínum tíma þriggja ára samning við Grindavík og hann er nú á enda. Hann sagðist ekki vera farinn að hugsa neitt um framtíðina enda væri fókusinn á að finna heimavöll fyrir liðið, en Þorleifur er einnig framkvæmdastjóri UMFG. „Nei, alls ekki. Við ætluðum klárlega að fara lengra. Eins og þú veist og allir, þá eru skrítnir tímar og einnig framundan. Maður er bara reyna að vinna í því að reyna að tryggja heimavöll áfram næsta tímabil. Það bara kemur í ljós hvað verður. Ég er búinn með mín þrjú ár sem ég ætlaði að taka. Búið að vera gaman og lærdómsríkt. Ef það er tíma til að einhver annar taki við þá er ég tilbúinn að stíga til hliðar. En ef ekki, þá þarf ég bara að skoða mín mál og hvort ég sé tilbúinn að halda áfram.“
Körfubolti Subway-deild kvenna UMF Grindavík Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum