„Höfum engu að tapa núna“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 6. maí 2024 21:42 Gylfi Þór Sigurðsson skoraði tvö fyrir Val í kvöld. Vísir/Diego Gylfi Þór Sigurðsson skoraði tvö mörk er tíu Valsmenn unnu sterkan 3-2 útisigur gegn Breiðabliki í kvöld. „Við erum allavega mjög ánægðir. Þetta tók á í seinni hálfleik þar sem við erum einum færri, en við erum gríðarlega sáttir. Loksins komu mörkin og þetta var mjög sterkur útisigur,“ sagði Gylfi Þór í leikslok. Efti erfiða byrjun á tímabilinu þar sem Valur hafði aðeins unnið einn af fyrstu fjórum leikjum mótsins segir Gylfi sigurinn hafa verið kærkominn. „Við höfum engu að tapa núna. Við erum að elta efstu liðin og það eina sem við getum gert er að halda áfram okkar striki og trúa að það sem við erum að gera séu réttu hlutirnir. Þó að þeir hafi ekki verið að detta okkar megin í síðustu leikjum. En ég held að með því að taka þrjú stig á móti góðu liði eins og Breiðabliki þá komi sjálfstraust í hópinn og vonandi náum við að byggja ofan á þetta og koma okkur á skrið.“ Tjáir sig lítið um rauða spjaldið Hann vildi þó lítið segja um rauða spjaldið sem liðsfélafi hans, Adam Ægir Pálsson, fékk snemma í seinni hálfleik. „Ég veit það ekki. Dómarinn sagði að hann hafi sagt eitthvað. Ég myndi ekki vilja vera dómari allavega því þetta er mjög erfitt starf. Mér fannst línan kannski vera smá skrýtin. Það má alveg brjóta af sér án þess að þurfi alltaf að spjalda. En mér finnst allt í lagi að spjalda þegar það er verið að mótmæla dómum eða bekkurinn að mótmæla. Þar er kannski verið að reyna að gera þeim starfið auðveldara með því að gefa þeim vinnufrið og einbeita sér að leiknum en mér finnst mega leyfa aðeins meiri hörku.“ Æfði lítið í vikunni Þá viðurkennir Gylfi að hann sé þreyttur eftir leikinn, enda hafi hann lítið æft í vikunni og spilaði svo allan leikinn í kvöld. „Já það er rétt að eg náði lítið að æfa í vikunni. Með tíu menn þá er mikið um varnarhlaup í lokin. Ég var frekar tæpur fyrir leikinn en var með ferskar lappir í fyrri hálfleik.“ Þrátt fyrir það skoraði Gylfi tvö mörk og átti stóran þátt í sigri Valsmanna. „Loksins komu þau. Ég er búinn að klikka á nokkrum færum í síðustu leikjum, en þau komu í dag á mikilvægum tíma. Ég er bara mjög ánægður með það,“ sagði kampakátur Gylfi að lokum. Besta deild karla Valur Breiðablik Tengdar fréttir Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-3 | Manni færri héldu gestirnir út Þrátt fyrir að leika manni færri nánast allan seinni hálfleikinn unnu Valsmenn gríðarlega sterkan 3-2 sigur er liðið heimsótti Breiðablik í stórleik fimmtu umferðar Bestu-deildar karla í kvöld. 6. maí 2024 21:09 Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ Fótbolti Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Fótbolti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ Fótbolti „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Körfubolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Sjá meira
„Við erum allavega mjög ánægðir. Þetta tók á í seinni hálfleik þar sem við erum einum færri, en við erum gríðarlega sáttir. Loksins komu mörkin og þetta var mjög sterkur útisigur,“ sagði Gylfi Þór í leikslok. Efti erfiða byrjun á tímabilinu þar sem Valur hafði aðeins unnið einn af fyrstu fjórum leikjum mótsins segir Gylfi sigurinn hafa verið kærkominn. „Við höfum engu að tapa núna. Við erum að elta efstu liðin og það eina sem við getum gert er að halda áfram okkar striki og trúa að það sem við erum að gera séu réttu hlutirnir. Þó að þeir hafi ekki verið að detta okkar megin í síðustu leikjum. En ég held að með því að taka þrjú stig á móti góðu liði eins og Breiðabliki þá komi sjálfstraust í hópinn og vonandi náum við að byggja ofan á þetta og koma okkur á skrið.“ Tjáir sig lítið um rauða spjaldið Hann vildi þó lítið segja um rauða spjaldið sem liðsfélafi hans, Adam Ægir Pálsson, fékk snemma í seinni hálfleik. „Ég veit það ekki. Dómarinn sagði að hann hafi sagt eitthvað. Ég myndi ekki vilja vera dómari allavega því þetta er mjög erfitt starf. Mér fannst línan kannski vera smá skrýtin. Það má alveg brjóta af sér án þess að þurfi alltaf að spjalda. En mér finnst allt í lagi að spjalda þegar það er verið að mótmæla dómum eða bekkurinn að mótmæla. Þar er kannski verið að reyna að gera þeim starfið auðveldara með því að gefa þeim vinnufrið og einbeita sér að leiknum en mér finnst mega leyfa aðeins meiri hörku.“ Æfði lítið í vikunni Þá viðurkennir Gylfi að hann sé þreyttur eftir leikinn, enda hafi hann lítið æft í vikunni og spilaði svo allan leikinn í kvöld. „Já það er rétt að eg náði lítið að æfa í vikunni. Með tíu menn þá er mikið um varnarhlaup í lokin. Ég var frekar tæpur fyrir leikinn en var með ferskar lappir í fyrri hálfleik.“ Þrátt fyrir það skoraði Gylfi tvö mörk og átti stóran þátt í sigri Valsmanna. „Loksins komu þau. Ég er búinn að klikka á nokkrum færum í síðustu leikjum, en þau komu í dag á mikilvægum tíma. Ég er bara mjög ánægður með það,“ sagði kampakátur Gylfi að lokum.
Besta deild karla Valur Breiðablik Tengdar fréttir Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-3 | Manni færri héldu gestirnir út Þrátt fyrir að leika manni færri nánast allan seinni hálfleikinn unnu Valsmenn gríðarlega sterkan 3-2 sigur er liðið heimsótti Breiðablik í stórleik fimmtu umferðar Bestu-deildar karla í kvöld. 6. maí 2024 21:09 Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ Fótbolti Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Fótbolti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ Fótbolti „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Körfubolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-3 | Manni færri héldu gestirnir út Þrátt fyrir að leika manni færri nánast allan seinni hálfleikinn unnu Valsmenn gríðarlega sterkan 3-2 sigur er liðið heimsótti Breiðablik í stórleik fimmtu umferðar Bestu-deildar karla í kvöld. 6. maí 2024 21:09