Þjálfari Luka og Kyrie framlengir Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. maí 2024 20:16 Jason Kidd og Luka Dončić. on Jenkins/Getty Images Jason Kidd hefur skrifað undir margra ára framlengingu á samningi sínum við NBA-liðið Dallas Mavericks. Lærisveinar Kidd mæta Oklahoma City Thunder í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Vesturhluta deildarinnar á miðvikudaginn kemur. Hinn 51 árs gamli Kidd spilaði með Dallas frá 1994 til 1996 og aftur frá 2008 til 2012. Þá spilaði hann með Phoenix Suns, New Jersey Nets og New York Knicks á ferli sínum sem spannaði frá 1994 til 2013. Eftir að skórnir fóru upp í hillu sneri hann sér strax að þjálfun. Tímabilið 2013-14 stýrði hann Brooklyn Nets. Frá 2014 til 2018 var hann þjálfari Milwaukee Bucks og frá 2019 til 2021 var hann aðstoðarþjálfari Los Angeles Lakers. Hann tók svo við Dallas Mavericks 2021 og er þar enn. Samningur hans átti að renna út eftir næstu leiktíð en nú hefur The Athletic greint frá því að hann hafi skrifað undir „margra ára framlengingu.“ Ekki kemur fram hversu langur samningurinn er. Jason Kidd had been “hopeful” he would receive an extension, The Athletic’s @sam_amick reported in late March.Now, he has it.https://t.co/wfogb4mE04— The Athletic (@TheAthletic) May 6, 2024 Undir stjórn Kidd komst Dallas í úrslit Vesturhluta NBA-deildarinnar vorið 2022 þar sem liðið mátti þola tap gegn verðandi meisturum í Golden State Warriors. Síðasta leiktíð var hörmung frá byrjun til enda og komst Dallas ekki í úrslitakeppnina. Það gerði liðið hins vegar í ár og er nú komið í undanúrslit eftir að leggja Los Angeles Clippers að velli í sex leikjum. „Starf mitt er að gera þessa ungu menn betri, innan vallar sem utan. Ég tel mig hafa gert það. Í því felst vinnan mín. Þú sérð að liðið mitt fríkar ekki út þegar það tapar einum leik,“ sagði Kidd eftir æfingu Dallas á sunnudaginn var. Tvær skærustu stjörnur Dallas eru tvær af skærustu stjörnum NBA-deildarinnar; Luka Dončić og Kyrie Irving. Þeir þurfa að standa sig á báðum endum vallarins ætli Dallas sér í gegnum OKC sem stóð uppi sem sigurvegari Vesturdeildar NBA. Körfubolti NBA Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Sport Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Handbolti Fleiri fréttir Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Sjá meira
Hinn 51 árs gamli Kidd spilaði með Dallas frá 1994 til 1996 og aftur frá 2008 til 2012. Þá spilaði hann með Phoenix Suns, New Jersey Nets og New York Knicks á ferli sínum sem spannaði frá 1994 til 2013. Eftir að skórnir fóru upp í hillu sneri hann sér strax að þjálfun. Tímabilið 2013-14 stýrði hann Brooklyn Nets. Frá 2014 til 2018 var hann þjálfari Milwaukee Bucks og frá 2019 til 2021 var hann aðstoðarþjálfari Los Angeles Lakers. Hann tók svo við Dallas Mavericks 2021 og er þar enn. Samningur hans átti að renna út eftir næstu leiktíð en nú hefur The Athletic greint frá því að hann hafi skrifað undir „margra ára framlengingu.“ Ekki kemur fram hversu langur samningurinn er. Jason Kidd had been “hopeful” he would receive an extension, The Athletic’s @sam_amick reported in late March.Now, he has it.https://t.co/wfogb4mE04— The Athletic (@TheAthletic) May 6, 2024 Undir stjórn Kidd komst Dallas í úrslit Vesturhluta NBA-deildarinnar vorið 2022 þar sem liðið mátti þola tap gegn verðandi meisturum í Golden State Warriors. Síðasta leiktíð var hörmung frá byrjun til enda og komst Dallas ekki í úrslitakeppnina. Það gerði liðið hins vegar í ár og er nú komið í undanúrslit eftir að leggja Los Angeles Clippers að velli í sex leikjum. „Starf mitt er að gera þessa ungu menn betri, innan vallar sem utan. Ég tel mig hafa gert það. Í því felst vinnan mín. Þú sérð að liðið mitt fríkar ekki út þegar það tapar einum leik,“ sagði Kidd eftir æfingu Dallas á sunnudaginn var. Tvær skærustu stjörnur Dallas eru tvær af skærustu stjörnum NBA-deildarinnar; Luka Dončić og Kyrie Irving. Þeir þurfa að standa sig á báðum endum vallarins ætli Dallas sér í gegnum OKC sem stóð uppi sem sigurvegari Vesturdeildar NBA.
Körfubolti NBA Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Sport Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Handbolti Fleiri fréttir Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Sjá meira