Freyr nærri kraftaverki: „Þetta var fokking taugatrekkjandi“ Sindri Sverrisson skrifar 6. maí 2024 12:05 Freyr Alexandersson á þrátt fyrir allt fína möguleika á að halda Kortrijk uppi í efstu deild, sem virtist útilokað um áramót. Getty/Nico Vereecken Eftir tvo sigra í röð á Kortrijk, undir stjórn Freys Alexanderssonar, von um að framkalla kraftaverk með því að halda sér uppi í belgísku úrvalsdeildinni í fótbolta. Freyr var keyptur til Kortrijk frá Lyngby í Danmörku í janúar og virtist vera að ganga inn í „kirkjugarð þjálfaranna“, eins og fjölmiðlar höfðu kallað Kortrijk vegna tíðra þjálfaraskipta. Þegar Freyr tók við virtist nefnilega nær útilokað að liðið héldi sér uppi en Kortrijk var þá langneðst, með aðeins tíu stig eftir tuttugu umferðir. Nú er öldin önnur og Freyr nálægt því að leika sama leik og þegar honum tókst að halda Lyngby uppi í dönsku úrvalsdeildinni í fyrra. Felldu Guðlaug Victor og Alfreð Í gær komst Kortrijk upp úr „hreinu“ fallsæti, og það í næstsíðustu umferð, með því að fella Íslendingaliðið Eupen með 1-0 sigri. Guðlaugur Victor Pálsson lék allan leikinn fyrir Eupen sem missti mann af velli með rautt spjald í fyrri hálfleik, en Alfreð Finnbogason hefur ekki verið með Eupen undanfarnar vikur. Fallbaráttan í Belgíu Charleroi 42 Kortrijk 31 RWDM 30 Eupen 25 *Tvö neðstu liðin falla og þriðja neðsta liðið fer í fallumspil við lið úr næstefstu deild. Kortrijk er núna með 31 stig eftir 35 leiki, einu sigi fyrir ofan RWDM. Annað þessara liða mun falla niður með botnliði Eupen um næstu helgi. Þá mætast Eupen og RWDM, á sama tíma og Kortrijk sækir Charleroi heim. Ljóst er að Kortrijk þarf að ná jafngóðum eða betri úrslitum en RWDM á laugardaginn, þar sem liðið er með verri markatölu en RWDM. 🗣️ "Don't get satisfied!"#AltijdEenKerel 🔴⚪️ pic.twitter.com/TXnwgTJ6ka— KV Kortrijk (@kvkofficieel) May 6, 2024 Freyr var skiljanlega glaður eftir sigurinn í gær, eða honum var alla vega mjög létt, eins og fram kom í ræðu sem hann hélt úti á velli fyrir leikmenn sína og sjá má hér að ofan. „Fyrsta tilfinningin núna, alla vega hjá mér, er léttir. Þannig er það stundum. Þið gerðuð það sem til þurfti og fenguð stigin þrjú. Svo er annar úrslitaleikur næstu helgi,“ sagði Freyr við leikmennina og hélt áfram: „Þetta var fokking taugatrekkjandi. Við verðum að spila betur, vera hugrakkari en í dag, og gera allt á hærra stigi. Við vitum að við höfum ekki verið við sjálfir. Það má enginn vera sáttur núna. Þetta var eitt skref og við vitum hvað er eftir. Við klárum verkið á laugardaginn í Charleroi. Ég er stoltur af ykkur, haldið áfram.“ Belgíski boltinn Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport „Ég elska peninga“ Sport Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Sjá meira
Freyr var keyptur til Kortrijk frá Lyngby í Danmörku í janúar og virtist vera að ganga inn í „kirkjugarð þjálfaranna“, eins og fjölmiðlar höfðu kallað Kortrijk vegna tíðra þjálfaraskipta. Þegar Freyr tók við virtist nefnilega nær útilokað að liðið héldi sér uppi en Kortrijk var þá langneðst, með aðeins tíu stig eftir tuttugu umferðir. Nú er öldin önnur og Freyr nálægt því að leika sama leik og þegar honum tókst að halda Lyngby uppi í dönsku úrvalsdeildinni í fyrra. Felldu Guðlaug Victor og Alfreð Í gær komst Kortrijk upp úr „hreinu“ fallsæti, og það í næstsíðustu umferð, með því að fella Íslendingaliðið Eupen með 1-0 sigri. Guðlaugur Victor Pálsson lék allan leikinn fyrir Eupen sem missti mann af velli með rautt spjald í fyrri hálfleik, en Alfreð Finnbogason hefur ekki verið með Eupen undanfarnar vikur. Fallbaráttan í Belgíu Charleroi 42 Kortrijk 31 RWDM 30 Eupen 25 *Tvö neðstu liðin falla og þriðja neðsta liðið fer í fallumspil við lið úr næstefstu deild. Kortrijk er núna með 31 stig eftir 35 leiki, einu sigi fyrir ofan RWDM. Annað þessara liða mun falla niður með botnliði Eupen um næstu helgi. Þá mætast Eupen og RWDM, á sama tíma og Kortrijk sækir Charleroi heim. Ljóst er að Kortrijk þarf að ná jafngóðum eða betri úrslitum en RWDM á laugardaginn, þar sem liðið er með verri markatölu en RWDM. 🗣️ "Don't get satisfied!"#AltijdEenKerel 🔴⚪️ pic.twitter.com/TXnwgTJ6ka— KV Kortrijk (@kvkofficieel) May 6, 2024 Freyr var skiljanlega glaður eftir sigurinn í gær, eða honum var alla vega mjög létt, eins og fram kom í ræðu sem hann hélt úti á velli fyrir leikmenn sína og sjá má hér að ofan. „Fyrsta tilfinningin núna, alla vega hjá mér, er léttir. Þannig er það stundum. Þið gerðuð það sem til þurfti og fenguð stigin þrjú. Svo er annar úrslitaleikur næstu helgi,“ sagði Freyr við leikmennina og hélt áfram: „Þetta var fokking taugatrekkjandi. Við verðum að spila betur, vera hugrakkari en í dag, og gera allt á hærra stigi. Við vitum að við höfum ekki verið við sjálfir. Það má enginn vera sáttur núna. Þetta var eitt skref og við vitum hvað er eftir. Við klárum verkið á laugardaginn í Charleroi. Ég er stoltur af ykkur, haldið áfram.“
Fallbaráttan í Belgíu Charleroi 42 Kortrijk 31 RWDM 30 Eupen 25 *Tvö neðstu liðin falla og þriðja neðsta liðið fer í fallumspil við lið úr næstefstu deild.
Belgíski boltinn Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport „Ég elska peninga“ Sport Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Sjá meira