Gunnar um að mæta dóttur sinni: „Hélt langmest með henni af öllum inn á vellinum“ Andri Már Eggertsson skrifar 2. maí 2024 21:52 Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Fylkis, var ánægður með sigurinn vísir / anton brink Fylkir vann 4-2 sigur gegn Keflavík á heimavelli í 3. umferð Bestu-deildar kvenna. Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Fylkis, var afar ánægður með sigurinn. „Maður reynir að segja að þetta hafi verið eins og hver annar leikur og maður reynir að stilla hausinn þannig. Þetta var sérstakur þessi leikur og ég er gríðarlega ánægður að hann sé búinn og ég er sáttur og glaður,“ sagði Gunnar aðspurður hvernig var fyrir hann persónulega að vinna Keflavík en hann þjálfaði kvennalið Keflavíkur frá árinu 2016 til 2022. Annað mark Fylkis var afar huggulegt þar sem liðið spilaði boltanum sín á milli út úr öftustu línu og inn í teig Keflavíkur þar sem boltinn endaði í markinu. „Annað markið var stórkostlegt. Þetta var þvílíkt spil og þetta er það sem þessar stelpur geta gert og það vantaði fleiri svona kafla hjá okkur.“ „Boltinn gekk vel alveg upp völlinn og það er ekki alltaf þannig að við náum svona góðum sóknum sem enda með marki. Þessar stelpur eru góðar í fótbolta og þær þurfa að trúa því. Ég held að við eigum bara eftir að vaxa.“ Bæði mörk Keflavíkur komu eftir föst leikatriði og Gunnar viðurkenndi að hans lið var í vandræðum með fyrirgjafir Melanie Claire Rendeiro sem kom að báðum mörkum Keflavíkur. „Þær voru stórhættulegar og við vorum í vandræðum með föstu leikatriðin þeirra og maður var ekki rólegur þegar að við fengum á okkur hornspyrnur.“ Sigurbjörg Diljá Gunnarsdóttir, leikmaður Keflavíkur, er dóttir Gunnars en hún spilaði tæplega 67 mínútur og Gunnar viðurkenndi að þetta hafi verið erfitt fyrir hann sem þjálfara Fylkis. „Þetta var erfitt fyrir mig og þú getur ímyndað þér hvernig þetta hefur verið fyrir sextán ára stúlku en ég reyndi að láta lítið fyrir mér fara í leiknum allavega þar til hún fór út af.“ „Þetta er dóttir mín og hún stóð sig virkilega vel stelpan og hún er ung og að stíga sín fyrstu skref og það verður virkilega gaman að fylgjast með henni í framtíðinni. Ég hélt langmest með henni af öllum inn á vellinum í dag ég ætla ekki að neita því og það fór alveg um mann þegar hún var að gera einhverja hluti sem ég held að sé eðlilegt í föðureðlinu,“ sagði Gunnar Magnús að lokum. Fylkir Besta deild kvenna Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Fleiri fréttir Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Klappað fyrir fyrstu konunni sem dæmdi í MLB Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Viðbeinsbrotnaði þegar hann fagnaði sigri í Nascar Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Sjá meira
„Maður reynir að segja að þetta hafi verið eins og hver annar leikur og maður reynir að stilla hausinn þannig. Þetta var sérstakur þessi leikur og ég er gríðarlega ánægður að hann sé búinn og ég er sáttur og glaður,“ sagði Gunnar aðspurður hvernig var fyrir hann persónulega að vinna Keflavík en hann þjálfaði kvennalið Keflavíkur frá árinu 2016 til 2022. Annað mark Fylkis var afar huggulegt þar sem liðið spilaði boltanum sín á milli út úr öftustu línu og inn í teig Keflavíkur þar sem boltinn endaði í markinu. „Annað markið var stórkostlegt. Þetta var þvílíkt spil og þetta er það sem þessar stelpur geta gert og það vantaði fleiri svona kafla hjá okkur.“ „Boltinn gekk vel alveg upp völlinn og það er ekki alltaf þannig að við náum svona góðum sóknum sem enda með marki. Þessar stelpur eru góðar í fótbolta og þær þurfa að trúa því. Ég held að við eigum bara eftir að vaxa.“ Bæði mörk Keflavíkur komu eftir föst leikatriði og Gunnar viðurkenndi að hans lið var í vandræðum með fyrirgjafir Melanie Claire Rendeiro sem kom að báðum mörkum Keflavíkur. „Þær voru stórhættulegar og við vorum í vandræðum með föstu leikatriðin þeirra og maður var ekki rólegur þegar að við fengum á okkur hornspyrnur.“ Sigurbjörg Diljá Gunnarsdóttir, leikmaður Keflavíkur, er dóttir Gunnars en hún spilaði tæplega 67 mínútur og Gunnar viðurkenndi að þetta hafi verið erfitt fyrir hann sem þjálfara Fylkis. „Þetta var erfitt fyrir mig og þú getur ímyndað þér hvernig þetta hefur verið fyrir sextán ára stúlku en ég reyndi að láta lítið fyrir mér fara í leiknum allavega þar til hún fór út af.“ „Þetta er dóttir mín og hún stóð sig virkilega vel stelpan og hún er ung og að stíga sín fyrstu skref og það verður virkilega gaman að fylgjast með henni í framtíðinni. Ég hélt langmest með henni af öllum inn á vellinum í dag ég ætla ekki að neita því og það fór alveg um mann þegar hún var að gera einhverja hluti sem ég held að sé eðlilegt í föðureðlinu,“ sagði Gunnar Magnús að lokum.
Fylkir Besta deild kvenna Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Fleiri fréttir Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Klappað fyrir fyrstu konunni sem dæmdi í MLB Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Viðbeinsbrotnaði þegar hann fagnaði sigri í Nascar Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Sjá meira