Rúnar Páll: Við eigum þetta ekki skilið en svona er þetta Árni Jóhannsson skrifar 29. apríl 2024 22:18 Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, fannst niðurstaðan ósanngjörn í kvöld Vísir/Anton Brink Eins og Jökull Elísabetarson gat verið ánægður þá var Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Fylkismanna mjög súr í bragði skömmu eftir leik. Hans menn í Fylki fengu mark á sig á loka andartökum leiksins og misstu tvö stig sem gætu verið mikilvæg. „Gríðarleg vonbrigði. Ég er mjög svekktur fyrir hönd drengjanna sem áttu eiginlega bara frábæran leik“, sagði hann fyrst og fremst um tilfinningar sínar eftir svona högg. „Að fá á sig svona mark þegar fjórar sekúndur eru eftir er mjög sárt. Þetta er ekki sanngjarnt og mér fannst við ekki eiga þetta skilið en það er ekki spurt að því í fótboltanum. Við fáum aftur á móti mörg góð' færi í þessum og við náum ekki að nýta þau því miður. Stjörnumenn fá ekki mörg góð færi en vinna samt leikinn. Það er svolítið saga okkar. Við höfum átt góðar frammistöður og allir voða ánægðir, sérstaklega við þjálfararnir en við fáum ekkert út úr því og við þurfum að snúa því við.“ „Við þurfum að færa þessa leiki okkur í vil og fá þessi þrjú stig sem okkur vantar. Eins og staðan er núna er ég drullusvekktur og fúll en ég er ánægður með frammistöðuna. Við vorum drullugóðir í dag. Vörðumst þvílíkt vel og sköpuðum okkur fullt af góðum færum þannig að við eigum þetta ekki skilið en svona er þetta.“ Rúnar var þá spurður að því hvort hann sæi eitthvað í fljótu bragði sem gæti breytt gengi síns liðs. „Við fáum alveg urmul af færum. Fáum alveg þrjú fjögur góð færi sem við eigum að skora úr. Við höldum svo markinu tiltölulega hreinu. Stjörnumenn fengu ekki mörg færi og um það snýst leikurinn. Hefðum við nýtt eitthvað af þessum færum hefðum við unnið leikinn.“ Að lokum var Rúnar spurður að því hvort hann þyrfti að segja eitthvað sérstakt við sína menn eftir svona högg. „Nei nei, bara reyna að hughreysta þá og svo áfram gakk bara.“ Besta deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Uppgjör og viðtöl: Fylkir - Stjarnan 0-1 | Stjörnumenn stálu öllum stigunum Stjarnan náði að stela öllum stigunum sem í boði voru í Árbænum. Varamaðurinn Guðmundur Baldvin Nökkvason var hetjan. Leikurinn hafði verið í járnum í 92 mínútur. 29. apríl 2024 18:30 Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Fleiri fréttir Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Sjá meira
„Gríðarleg vonbrigði. Ég er mjög svekktur fyrir hönd drengjanna sem áttu eiginlega bara frábæran leik“, sagði hann fyrst og fremst um tilfinningar sínar eftir svona högg. „Að fá á sig svona mark þegar fjórar sekúndur eru eftir er mjög sárt. Þetta er ekki sanngjarnt og mér fannst við ekki eiga þetta skilið en það er ekki spurt að því í fótboltanum. Við fáum aftur á móti mörg góð' færi í þessum og við náum ekki að nýta þau því miður. Stjörnumenn fá ekki mörg góð færi en vinna samt leikinn. Það er svolítið saga okkar. Við höfum átt góðar frammistöður og allir voða ánægðir, sérstaklega við þjálfararnir en við fáum ekkert út úr því og við þurfum að snúa því við.“ „Við þurfum að færa þessa leiki okkur í vil og fá þessi þrjú stig sem okkur vantar. Eins og staðan er núna er ég drullusvekktur og fúll en ég er ánægður með frammistöðuna. Við vorum drullugóðir í dag. Vörðumst þvílíkt vel og sköpuðum okkur fullt af góðum færum þannig að við eigum þetta ekki skilið en svona er þetta.“ Rúnar var þá spurður að því hvort hann sæi eitthvað í fljótu bragði sem gæti breytt gengi síns liðs. „Við fáum alveg urmul af færum. Fáum alveg þrjú fjögur góð færi sem við eigum að skora úr. Við höldum svo markinu tiltölulega hreinu. Stjörnumenn fengu ekki mörg færi og um það snýst leikurinn. Hefðum við nýtt eitthvað af þessum færum hefðum við unnið leikinn.“ Að lokum var Rúnar spurður að því hvort hann þyrfti að segja eitthvað sérstakt við sína menn eftir svona högg. „Nei nei, bara reyna að hughreysta þá og svo áfram gakk bara.“
Besta deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Uppgjör og viðtöl: Fylkir - Stjarnan 0-1 | Stjörnumenn stálu öllum stigunum Stjarnan náði að stela öllum stigunum sem í boði voru í Árbænum. Varamaðurinn Guðmundur Baldvin Nökkvason var hetjan. Leikurinn hafði verið í járnum í 92 mínútur. 29. apríl 2024 18:30 Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Fleiri fréttir Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Sjá meira
Uppgjör og viðtöl: Fylkir - Stjarnan 0-1 | Stjörnumenn stálu öllum stigunum Stjarnan náði að stela öllum stigunum sem í boði voru í Árbænum. Varamaðurinn Guðmundur Baldvin Nökkvason var hetjan. Leikurinn hafði verið í járnum í 92 mínútur. 29. apríl 2024 18:30