Saman á ný eftir súrrealískan dag: „Við erum eins og lím við hvorn annan“ Sindri Sverrisson skrifar 29. apríl 2024 11:01 Hörður Ingi Gunnarsson spilar með Val í sumar eftir lánssamning á síðustu stundu fyrir lok félagaskiptagluggans. Valur Fótboltamaðurinn Hörður Ingi Gunnarsson segir síðastliðinn miðvikudag hafa verið „súrrealískan“. Hann hugðist þá spila bikarleik við Val um kvöldið en endaði sem leikmaður félagsins, og varð um leið liðsfélagi leikmanns sem hann þekkir afar vel. Hörður Ingi var lánaður til Vals frá FH sem fékk í staðinn miðjumanninn Bjarna Guðjón Brynjólfsson að láni. Skiptin áttu sér stað á lokadegi félagaskiptagluggans, sama dag og liðin mættust í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins, á Hlíðarenda, og var Hörður Ingi í leikmannahópi FH þar til á síðustu stundu. „Þetta var súrrealískt. Ég bjóst ekki við þessu þegar ég vaknaði um morguninn. En fótboltinn er fljótur að breytast og við lifum og lærum af því,“ sagði Hörður í Sportpakkanum á Stöð 2 í gær. Fékk símtal klukkutíma fyrir mætingu í leik Eins og fyrr segir stóð til að hann yrði í leikmannahópi FH gegn Val: „Jú, það var planið. Ég fékk svo bara símtal, klukkutíma fyrir mætingu, og svona breytast hlutirnir. Ég var því bara mættur til að skrifa undir á sama tíma [og aðrir voru að fara að spila bikarleikinn]. Það var stuttur tími til að klára þetta þannig að það var ekki mikið svigrúm til að melta þetta, en mér fannst þetta mjög spennandi og ákvað að stökkva á þetta,“ sagði Hörður og bætti við: „Valur er frábær klúbbur og með alvöru leikmannahóp. Ég held að þetta sé spennandi skref og ég er mjög spenntur að gera mitt fyrir Val, og reyna að standa mig sem best.“ Þriðja félagið sem þeir spila saman fyrir Hjá Val hittir Hörður á ný Jónatan Inga Jónsson en þeir léku saman upp yngri flokka og með meistaraflokki FH, fóru svo báðir til Sogndal í Noregi, og eru nú báðir mættir heim í Bestu deildina. „Við erum eins og lím við hvorn annan. Það er svolítið fyndið hvernig þetta hefur verið en það er alltaf gífurlega gaman að spila með honum og ég hlakka til þess,“ sagði Hörður. Besta deild karla FH Valur Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport Sakaði mótherjana um að nota vúdú Fótbolti Fleiri fréttir Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Sjá meira
Hörður Ingi var lánaður til Vals frá FH sem fékk í staðinn miðjumanninn Bjarna Guðjón Brynjólfsson að láni. Skiptin áttu sér stað á lokadegi félagaskiptagluggans, sama dag og liðin mættust í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins, á Hlíðarenda, og var Hörður Ingi í leikmannahópi FH þar til á síðustu stundu. „Þetta var súrrealískt. Ég bjóst ekki við þessu þegar ég vaknaði um morguninn. En fótboltinn er fljótur að breytast og við lifum og lærum af því,“ sagði Hörður í Sportpakkanum á Stöð 2 í gær. Fékk símtal klukkutíma fyrir mætingu í leik Eins og fyrr segir stóð til að hann yrði í leikmannahópi FH gegn Val: „Jú, það var planið. Ég fékk svo bara símtal, klukkutíma fyrir mætingu, og svona breytast hlutirnir. Ég var því bara mættur til að skrifa undir á sama tíma [og aðrir voru að fara að spila bikarleikinn]. Það var stuttur tími til að klára þetta þannig að það var ekki mikið svigrúm til að melta þetta, en mér fannst þetta mjög spennandi og ákvað að stökkva á þetta,“ sagði Hörður og bætti við: „Valur er frábær klúbbur og með alvöru leikmannahóp. Ég held að þetta sé spennandi skref og ég er mjög spenntur að gera mitt fyrir Val, og reyna að standa mig sem best.“ Þriðja félagið sem þeir spila saman fyrir Hjá Val hittir Hörður á ný Jónatan Inga Jónsson en þeir léku saman upp yngri flokka og með meistaraflokki FH, fóru svo báðir til Sogndal í Noregi, og eru nú báðir mættir heim í Bestu deildina. „Við erum eins og lím við hvorn annan. Það er svolítið fyndið hvernig þetta hefur verið en það er alltaf gífurlega gaman að spila með honum og ég hlakka til þess,“ sagði Hörður.
Besta deild karla FH Valur Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport Sakaði mótherjana um að nota vúdú Fótbolti Fleiri fréttir Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Sjá meira