Hrósar Alberti en Inter þarf að safna fyrir honum Sindri Sverrisson skrifar 29. apríl 2024 08:02 Albert Guðmundsson er í sigti stórliða eftir magnaða leiktíð með Genoa í vetur. Getty/Nicolo Campo Nýkrýndir Ítalíumeistarar Inter eru með Albert Guðmundsson í sigtinu og stjórnandi hjá félaginu viðurkennir áhuga. Inter gæti hins vegar þurft að ná góðri sölu til að hafa efni á Alberti. Ítalska sjónvarpsstöðin Sky Sport fjallaði um möguleik leikmannakaup Inter og segir að félagið vilji fá markvörð, varnarmann og sóknarmann fyrir næstu leiktíð. Félagið hefur þegar tryggt sér Mehdi Taremi frá Porto en vill annan sóknarmann og horfir þar helst til tveggja manna; Alberts hjá Genoa og Joshua Zirkzee hjá Bologna. Albert hefur ítrekað verið orðaður við Inter síðustu mánuði. „Joshua Zirkzee og Albert Guðmundsson eru tveir hágæðaleikmenn en það þýðir ekki endilega að við munum kaupa þá,“ sagði Piero Ausilio, yfirmaður íþróttamála hjá Inter, og bætti við að félagið yrði með fjóra framherja á næstu leiktíð en ekki fimm. ⚫️🔵 Inter director Ausilio: "Joshua Zirkzee and Albert Guðmundsson are two excellent quality players but it doesn't mean that we will buy them"."We will have four strikers next season, not five".🇮🇷 Inter have already signed Mehdi Taremi as free agent. pic.twitter.com/CCQl3F1cvr— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) April 29, 2024 Alexis Sanchez er á förum frá Inter og einnig gæti Marko Arnautovic farið frá félaginu. Það þýðir að pláss er fyrir Albert en Sky segir ljóst að hvorki hann né Zirkzee séu ódýrir. Sky segir því ljóst að Inter þurfi að selja leikmann fyrir talsvert fé til þess að eiga möguleika á að kaupa annan hvorn þeirra. Fréttastöðin telur líklegt að Inter sæki sér markvörðinn Bento frá Athletico Paranaense, og sjái hann fyrir sér sem arftaka Yann Sommer þegar fram líði stundir. Félagið vilji einnig varnarmann í sama gæðaflokki og Francesco Acerbi og Stefan de Vrij, sem báðir eru nú komnir vel á fertugsaldurinn, sem smám saman geti unnið sig inn í liðið. Albert, sem verður 27 ára í sumar, hefur skorað 13 mörk í 31 deildarleik á Ítalíu í vetur. Hann verður á ferðinni með Genoa í kvöld þegar liðið tekur á móti Cagliari í fimmtu síðustu umferð deildarinnar. Ítalski boltinn Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Aldrei spilað þarna en sagði strax já Enski boltinn Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Dagskráin í dag: Messan, meistarar Hauka, píla og NFL-veisla Sport Fleiri fréttir Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Sjá meira
Ítalska sjónvarpsstöðin Sky Sport fjallaði um möguleik leikmannakaup Inter og segir að félagið vilji fá markvörð, varnarmann og sóknarmann fyrir næstu leiktíð. Félagið hefur þegar tryggt sér Mehdi Taremi frá Porto en vill annan sóknarmann og horfir þar helst til tveggja manna; Alberts hjá Genoa og Joshua Zirkzee hjá Bologna. Albert hefur ítrekað verið orðaður við Inter síðustu mánuði. „Joshua Zirkzee og Albert Guðmundsson eru tveir hágæðaleikmenn en það þýðir ekki endilega að við munum kaupa þá,“ sagði Piero Ausilio, yfirmaður íþróttamála hjá Inter, og bætti við að félagið yrði með fjóra framherja á næstu leiktíð en ekki fimm. ⚫️🔵 Inter director Ausilio: "Joshua Zirkzee and Albert Guðmundsson are two excellent quality players but it doesn't mean that we will buy them"."We will have four strikers next season, not five".🇮🇷 Inter have already signed Mehdi Taremi as free agent. pic.twitter.com/CCQl3F1cvr— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) April 29, 2024 Alexis Sanchez er á förum frá Inter og einnig gæti Marko Arnautovic farið frá félaginu. Það þýðir að pláss er fyrir Albert en Sky segir ljóst að hvorki hann né Zirkzee séu ódýrir. Sky segir því ljóst að Inter þurfi að selja leikmann fyrir talsvert fé til þess að eiga möguleika á að kaupa annan hvorn þeirra. Fréttastöðin telur líklegt að Inter sæki sér markvörðinn Bento frá Athletico Paranaense, og sjái hann fyrir sér sem arftaka Yann Sommer þegar fram líði stundir. Félagið vilji einnig varnarmann í sama gæðaflokki og Francesco Acerbi og Stefan de Vrij, sem báðir eru nú komnir vel á fertugsaldurinn, sem smám saman geti unnið sig inn í liðið. Albert, sem verður 27 ára í sumar, hefur skorað 13 mörk í 31 deildarleik á Ítalíu í vetur. Hann verður á ferðinni með Genoa í kvöld þegar liðið tekur á móti Cagliari í fimmtu síðustu umferð deildarinnar.
Ítalski boltinn Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Aldrei spilað þarna en sagði strax já Enski boltinn Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Dagskráin í dag: Messan, meistarar Hauka, píla og NFL-veisla Sport Fleiri fréttir Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Sjá meira