„Já ég hef skoðun á því, ég ætla bara ekki að segja hana“ Sverrir Mar Smárason skrifar 28. apríl 2024 19:00 Hallgrímur Jónasson var svekktur með niðurstöðu leiksins. vísir/Hulda Margrét KA mætti í Víkingum í Bestu deild karla í dag. Liðið komst yfir snemma leiks en gengu að lokum útaf vellinum með 4-2 tap á bakinu. Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, hefði viljað fá meira út úr leiknum. „Já það er bara þannig. Við byrjum leikinn sterkt og komumst yfir. Frammistaðan í heild sinni var bara góð. Við vorum að mæta hérna virkilega sterku liði, við skorum tvö mörk og sköllum tvisvar í stöng. Við eigum að fá allavega tvö víti. Það er mjög gott en því miður þá dugði það ekki í dag, sem er svekkjandi. En ég er gríðarlega ánægður með frammistöðuna, ánægður með strákana. Við stöndum allir saman, hlaupum allan leikinn og það vorum við sem vorum að þrýsta hérna í lokin þegar þeir voru farnir að tefja. Ég get ekki beðið um meira,“ sagði Hallgrímur. KA-menn vildu fá tvö víti í leiknum í dag en eina víti leiksins fengu Víkingar. Hallgrímur var spurður hvort hann hefði skoðun á því og svarið var einfalt. „Já ég hef skoðun á því, ég ætla bara ekki að segja hana.“ Eins og áður sagði komst KA yfir í leiknum og Víkingar jöfnuðu út víti. Staðan var svo 3-1 fyrir heimamenn í hálfleik eftir sofandahátt í vörn KA. „Við vorum bara slegnir. Við upplifðum þessi mörk ekkert sérstaklega sanngjörn. Ég hvet ykkur bara til þess að skoða þetta því þetta er orðið virkilega þreytt. Svo því miður skora þeir fimm sekúndum áður en við förum inn í hálfleik og komast í 3-1. Ef þetta hefði verið 2-1 í hálfleik þá erum við ennþá vel inni í leiknum. Eins og alvöru lið þá stöndum við saman þegar við komum út í seinni hálfleikinn. Við skorum mark, við sköllum í stöngina. Við höldum áfram að gera þetta eins vel og við getum sem lið. Ef við höldum því áfram, sem ég veit að við gerum, þá mun þetta snúast við og við förum að fá stig,“ sagði Hallgrímur. KA er annað af tveimur liðum sem aðeins hafa sótt 1 stig í þessum fyrstu umferðum deildarinnar. Það er ekki ásættanlegt á Akureyri. „Nei það er bara ekki nógu gott. Það er ekkert lið ánægt að vera með eitt stig eftir fjóra leiki og við gerum okkur alveg grein fyrir stöðunni. Það er bara þannig að eftir fyrstu þrjá leikina erum við mjög svekktir að vera með eitt stig, okkur finnst við eiga að vera með fjögur til fimm stig miðað við frammistöðurnar. Þetta er aðeins búið að detta á móti okkur en alvöru lið þau standa saman og halda áfram. Við sýndum öllum það hérna í dag, svona frammistaða mun skila stigum“, sagði Hallgrímur um dræma stigasöfnun í upphafi móts. Að lokum var Hallgrímur spurður út í stöðuna á Hallgrími Mar sem um árabil hefur verið besti leikmaður liðsins en vegna veikinda ekki getað tekið þátt það sem af er móti. „Hann er aðeins að byrja að æfa. Við skulum sjá til hvort hann verði ekki bara í hóp í næsta leik,“ sagði þjálfari KA að lokum. Besta deild karla Víkingur Reykjavík KA Tengdar fréttir Uppgjör: Víkingur - KA 4-2 | Ekkert fær meistarana stöðvað Íslandsmeistarar Víkinga eru enn með fullt hús stiga á toppi Bestu deildar karla í fótbolta eftir 4-2 sigur á KA. 28. apríl 2024 18:28 Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Sport Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Handbolti Fleiri fréttir Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Man United ósátt við Marokkó og FIFA Tryggvi og Sara best á árinu „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Karlarnir þremur áratugum á eftir konunum með nýjar reglur Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ New York Knicks vann titil í nótt Dauðaslys í maraþonhlaupi Dagskráin í dag: Áhugaverðir leikir í Bónus deildinni og HM í pílu Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Sjá meira
„Já það er bara þannig. Við byrjum leikinn sterkt og komumst yfir. Frammistaðan í heild sinni var bara góð. Við vorum að mæta hérna virkilega sterku liði, við skorum tvö mörk og sköllum tvisvar í stöng. Við eigum að fá allavega tvö víti. Það er mjög gott en því miður þá dugði það ekki í dag, sem er svekkjandi. En ég er gríðarlega ánægður með frammistöðuna, ánægður með strákana. Við stöndum allir saman, hlaupum allan leikinn og það vorum við sem vorum að þrýsta hérna í lokin þegar þeir voru farnir að tefja. Ég get ekki beðið um meira,“ sagði Hallgrímur. KA-menn vildu fá tvö víti í leiknum í dag en eina víti leiksins fengu Víkingar. Hallgrímur var spurður hvort hann hefði skoðun á því og svarið var einfalt. „Já ég hef skoðun á því, ég ætla bara ekki að segja hana.“ Eins og áður sagði komst KA yfir í leiknum og Víkingar jöfnuðu út víti. Staðan var svo 3-1 fyrir heimamenn í hálfleik eftir sofandahátt í vörn KA. „Við vorum bara slegnir. Við upplifðum þessi mörk ekkert sérstaklega sanngjörn. Ég hvet ykkur bara til þess að skoða þetta því þetta er orðið virkilega þreytt. Svo því miður skora þeir fimm sekúndum áður en við förum inn í hálfleik og komast í 3-1. Ef þetta hefði verið 2-1 í hálfleik þá erum við ennþá vel inni í leiknum. Eins og alvöru lið þá stöndum við saman þegar við komum út í seinni hálfleikinn. Við skorum mark, við sköllum í stöngina. Við höldum áfram að gera þetta eins vel og við getum sem lið. Ef við höldum því áfram, sem ég veit að við gerum, þá mun þetta snúast við og við förum að fá stig,“ sagði Hallgrímur. KA er annað af tveimur liðum sem aðeins hafa sótt 1 stig í þessum fyrstu umferðum deildarinnar. Það er ekki ásættanlegt á Akureyri. „Nei það er bara ekki nógu gott. Það er ekkert lið ánægt að vera með eitt stig eftir fjóra leiki og við gerum okkur alveg grein fyrir stöðunni. Það er bara þannig að eftir fyrstu þrjá leikina erum við mjög svekktir að vera með eitt stig, okkur finnst við eiga að vera með fjögur til fimm stig miðað við frammistöðurnar. Þetta er aðeins búið að detta á móti okkur en alvöru lið þau standa saman og halda áfram. Við sýndum öllum það hérna í dag, svona frammistaða mun skila stigum“, sagði Hallgrímur um dræma stigasöfnun í upphafi móts. Að lokum var Hallgrímur spurður út í stöðuna á Hallgrími Mar sem um árabil hefur verið besti leikmaður liðsins en vegna veikinda ekki getað tekið þátt það sem af er móti. „Hann er aðeins að byrja að æfa. Við skulum sjá til hvort hann verði ekki bara í hóp í næsta leik,“ sagði þjálfari KA að lokum.
Besta deild karla Víkingur Reykjavík KA Tengdar fréttir Uppgjör: Víkingur - KA 4-2 | Ekkert fær meistarana stöðvað Íslandsmeistarar Víkinga eru enn með fullt hús stiga á toppi Bestu deildar karla í fótbolta eftir 4-2 sigur á KA. 28. apríl 2024 18:28 Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Sport Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Handbolti Fleiri fréttir Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Man United ósátt við Marokkó og FIFA Tryggvi og Sara best á árinu „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Karlarnir þremur áratugum á eftir konunum með nýjar reglur Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ New York Knicks vann titil í nótt Dauðaslys í maraþonhlaupi Dagskráin í dag: Áhugaverðir leikir í Bónus deildinni og HM í pílu Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Sjá meira
Uppgjör: Víkingur - KA 4-2 | Ekkert fær meistarana stöðvað Íslandsmeistarar Víkinga eru enn með fullt hús stiga á toppi Bestu deildar karla í fótbolta eftir 4-2 sigur á KA. 28. apríl 2024 18:28