„Við þurfum að þekkja okkar vitjunartíma og taka færin“ Andri Már Eggertsson skrifar 27. apríl 2024 17:21 Ólafur Kristjánsson, þjálfari Þróttar, var nokkuð brattur eftir leik þrátt fyrir tap. vísir / anton brink Þróttur tapaði 1-2 gegn Íslandsmeisturum Vals í 2. umferð Bestu deildar kvenna í dag. Ólafur Helgi Kristjánsson, þjálfari Þróttar, var nokkuð brattur eftir leik. „Á síðasta þriðjungi hefði ég viljað sjá betri ákvarðanatökur og í fyrri hálfleik vorum við svolítið hræddar við að spila boltanum fram en ég á eftir að sjá leikinn aftur til þess að meta hvort að svekkelsið sé mikið eða lítið.“ sagði Ólafur í viðtali eftir leik og bætti við að hann sé aldrei sáttur við að tapa. Bæði mörk Vals komu í fyrri hálfleik og að mati Ólafs opnaðist vörn Þróttar aðeins of mikið. „Þær fóru aðeins í gegnum okkur. Við vissum að það væri áhætta að spila eins og við gerum en við njótum einnig góðs af því. Valur er með góða leikmenn sem klára færin sín og við ætluðum að lifa með því en kannski var það áhætta en það þarf stundum að gera það.“ Ólafur tók undir með blaðamanni aðspurður hvers vegna dómari leiksins refsaði ekki leikmönnum fyrir að sparka boltanum í burtu eftir að búið væri að flauta rangstöðu. „Ég er alveg sammála þér. Ég er ekki refsiglaður en það þýðir ekkert að sleppa þessu þar sem þetta eru bara reglur og ef þú tekur hart á þessu á einum stað þá verður þú að taka hart á þessu á öðrum stað þar sem þetta er sama íþróttin.“ Þróttur fékk dauðafæri í upphafi síðari hálfleiks til þess að jafna leikinn og Ólafur hefði viljað sjá boltann í markinu. „Það var vissulega snemma í síðari hálfleik. Þetta var gott færi og vel spilað en boltinn fór í hliðarnetið. Það hefði breytt einhverju þar sem staðan hefði verið jöfn en það var mikið eftir. „Við þurfum að þekkja okkar vitjunartíma og taka færin sem við gerðum ekki alveg,“ sagði Ólafur Helgi Kristjánsson að lokum. Þróttur Reykjavík Besta deild kvenna Valur Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn Fleiri fréttir „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Sjá meira
„Á síðasta þriðjungi hefði ég viljað sjá betri ákvarðanatökur og í fyrri hálfleik vorum við svolítið hræddar við að spila boltanum fram en ég á eftir að sjá leikinn aftur til þess að meta hvort að svekkelsið sé mikið eða lítið.“ sagði Ólafur í viðtali eftir leik og bætti við að hann sé aldrei sáttur við að tapa. Bæði mörk Vals komu í fyrri hálfleik og að mati Ólafs opnaðist vörn Þróttar aðeins of mikið. „Þær fóru aðeins í gegnum okkur. Við vissum að það væri áhætta að spila eins og við gerum en við njótum einnig góðs af því. Valur er með góða leikmenn sem klára færin sín og við ætluðum að lifa með því en kannski var það áhætta en það þarf stundum að gera það.“ Ólafur tók undir með blaðamanni aðspurður hvers vegna dómari leiksins refsaði ekki leikmönnum fyrir að sparka boltanum í burtu eftir að búið væri að flauta rangstöðu. „Ég er alveg sammála þér. Ég er ekki refsiglaður en það þýðir ekkert að sleppa þessu þar sem þetta eru bara reglur og ef þú tekur hart á þessu á einum stað þá verður þú að taka hart á þessu á öðrum stað þar sem þetta er sama íþróttin.“ Þróttur fékk dauðafæri í upphafi síðari hálfleiks til þess að jafna leikinn og Ólafur hefði viljað sjá boltann í markinu. „Það var vissulega snemma í síðari hálfleik. Þetta var gott færi og vel spilað en boltinn fór í hliðarnetið. Það hefði breytt einhverju þar sem staðan hefði verið jöfn en það var mikið eftir. „Við þurfum að þekkja okkar vitjunartíma og taka færin sem við gerðum ekki alveg,“ sagði Ólafur Helgi Kristjánsson að lokum.
Þróttur Reykjavík Besta deild kvenna Valur Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn Fleiri fréttir „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Sjá meira