Hrósar Alonso fyrir að taka ekki við Liverpool eða Bayern: „Þarf ekki að sanna neitt“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. apríl 2024 11:30 Þegar Xabi Alonso tók við Bayer Leverkusen var liðið í fallsæti. getty/Alex Gottschalk Fyrrverandi samherji Xabis Alonso hjá Liverpool hefur hrósað honum fyrir að taka ekki við Bítlaborgarliðinu eða Bayern München, heldur halda kyrru fyrir hjá Bayer Leverkusen. Undir stjórn Alonsos varð Leverkusen þýskur meistari í fyrsta sinn. Liðið er ósigrað í 44 leikjum í öllum keppnum í vetur og getur enn unnið tvo titla til viðbótar; þýsku bikarkeppnina og Evrópudeildina. Árangur Alonsos með Leverkusen hefur gert hann að einum eftirsóttasta knattspyrnustjóra Evrópu og hann var meðal annars orðaður við sín gömlu lið, Liverpool og Bayern, sem eru bæði í stjóraleit. Dietmar Hamann, sem lék með Alonso hjá Liverpool, hrósar honum fyrir að vera áfram hjá Leverkusen. „Ég held að hann hafi tekið rétta ákvörðun. Hann þarf ekki að sanna neitt,“ sagði Hamann. „Hann hefur verið hjá Bayern, Liverpool og Real Madrid. Hann vann allt sem leikmaður. Svo það er ekki eins og hann hafi ekki upplifað það. Svo ég held að hann hafi tekið réttu ákvörðunina því það er ekki hættulaust að taka við af Jürgen Klopp hjá Liverpool. Við höfum séð hvað gerðist hjá Arsenal og Manchester United þegar Arsene Wenger og Sir Alex Ferguson hættu. Ég held að það sé ómögulegt að fylgja í fótspor stjóra sem hann átt jafn mikilli velgengni að fagna og er jafn dáður og Klopp.“ Hamann sagði jafnframt að Alonso sé að þjálfa frábært lið sem geti náð langt í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili. Arne Slot, stjóri Feyenoord, er á barmi þess að taka við Liverpool á meðan Ralf Rangnick, landsliðsþjálfari Austurríkis, þykir líklegastur til að verða næsti stjóri Bayern. Þýski boltinn Enski boltinn Mest lesið Leik lokið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Fleiri fréttir „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Leik lokið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Sjá meira
Undir stjórn Alonsos varð Leverkusen þýskur meistari í fyrsta sinn. Liðið er ósigrað í 44 leikjum í öllum keppnum í vetur og getur enn unnið tvo titla til viðbótar; þýsku bikarkeppnina og Evrópudeildina. Árangur Alonsos með Leverkusen hefur gert hann að einum eftirsóttasta knattspyrnustjóra Evrópu og hann var meðal annars orðaður við sín gömlu lið, Liverpool og Bayern, sem eru bæði í stjóraleit. Dietmar Hamann, sem lék með Alonso hjá Liverpool, hrósar honum fyrir að vera áfram hjá Leverkusen. „Ég held að hann hafi tekið rétta ákvörðun. Hann þarf ekki að sanna neitt,“ sagði Hamann. „Hann hefur verið hjá Bayern, Liverpool og Real Madrid. Hann vann allt sem leikmaður. Svo það er ekki eins og hann hafi ekki upplifað það. Svo ég held að hann hafi tekið réttu ákvörðunina því það er ekki hættulaust að taka við af Jürgen Klopp hjá Liverpool. Við höfum séð hvað gerðist hjá Arsenal og Manchester United þegar Arsene Wenger og Sir Alex Ferguson hættu. Ég held að það sé ómögulegt að fylgja í fótspor stjóra sem hann átt jafn mikilli velgengni að fagna og er jafn dáður og Klopp.“ Hamann sagði jafnframt að Alonso sé að þjálfa frábært lið sem geti náð langt í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili. Arne Slot, stjóri Feyenoord, er á barmi þess að taka við Liverpool á meðan Ralf Rangnick, landsliðsþjálfari Austurríkis, þykir líklegastur til að verða næsti stjóri Bayern.
Þýski boltinn Enski boltinn Mest lesið Leik lokið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Fleiri fréttir „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Leik lokið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Sjá meira
Leik lokið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn
Leik lokið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn