Þrjú Suðurnesjalið í undanúrslitum í fyrsta sinn í tuttugu ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. apríl 2024 15:30 Grindavík er í fyrsta sinn í undanúrslitunum frá árinu 2017 en Njarðvíkingar hafa ekki unnið Íslandsmeistaratitilinn í átján ár. Vísir/Diego Njarðvík varð í gær fjórða og síðasta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum Subway deildar karla í körfubolta sem hefjast síðan strax á mánudagskvöldið. Njarðvík bættist þar í hóp með Grindavík, Val og Keflavík sem höfðu áður unnið sín einvígi í átta liða úrslitunum. Grindvíkingar kláruðu fyrsta fyrir viku síðan en Valsmenn bættust í hópinn á mánudaginn og svo Keflvíkingar á þriðjudagskvöldið. Þetta þýðir jafnframt að þrjú af liðunum fjórum sem standa eftir koma af Suðurnesjunum þótt eitt þeirra spili vissulega heimaleiki sína í Smáranum í Kópavogi. Suðurnesjaliðin eignuðu sér íslenskan körfubolta í lok síðustu aldar og byrjun þessarar en það hefur ekki gengið eins vel hjá þeim undanfarna áratugi. Þetta er þannig í fyrsta sinn í tuttugu ár þar sem þrjú Suðurnesjalið eru í undanúrslitum úrslitakeppninnar eða í fyrsta skipti síðan vorið 2004. Þrjú Suðurnesjalið voru átta sinnum í undanúrslitum á tíu árum frá 1994 til 2004 en undanfarna tvo áratugi höfðu þau ekki verið öll í undanúrslitunum. Frá árinu 2017 höfðu sem dæmdi aldrei verið fleiri en eitt Suðurnesjalið í undanúrslitum og aðeins tvisvar frá og með árinu 2011 höfðu Suðurnesin átt helming liðanna í undanúrslitunum. Grindvíkingar voru síðastir Suðurnesjaliðanna til að vinna titilinn en það var fyrir ellefu árum (2013). Það eru aftur á móti sextán ár síðan Keflavík vann titilinn (2008) og átján ár síðan að Njarðvíkingar fóru með Íslandsmeistaratitilinn í Ljónagryfjuna. Frá 1981 til 2008 þá unnu Suðurnesjaliðin 23 af 28 Íslandsmeistaratitlum en frá og með árinu 2009 hafa þau aðeins unnið tvo af fjórtán Íslandsmeistaratitlum. Nú er bara að sjá hvort það verið breyting á því í vor en fjögur efstu lið deildarkeppninnar eru komin í undanúrslitin og það er von á jafnri og spennandi baráttu. Pétur Ingvarsson og Remy Martin fagna bikarmeistaratitlinum á dögunum.Vísir/Hulda Margrét Þrjú Suðurnesjalið í undanúrslitum 2024 (Grindavík, Keflavík og Njarðvík) með Val 2004 (Njarðvík, Grindavík og Keflavík) með Snæfelli 2003 (Njarðvík, Grindavík og Keflavík) með Tindastól 2002 (Njarðvík, Grindavík og Keflavík) með KR 1999 (Njarðvík, Grindavík og Keflavík) með KFÍ 1997 (Njarðvík, Grindavík og Keflavík) með KR 1996 (Njarðvík, Grindavík og Keflavík) með Haukum 1995 (Njarðvík, Grindavík og Keflavík) með Skallagrími 1994 (Njarðvík, Grindavík og Keflavík) með ÍA 1991 (Njarðvík, Grindavík og Keflavík) með KR 1990 (Njarðvík, Grindavík og Keflavík) með KR - Tvö Suðurnesjalið í undanúrslitum 2017 (Keflavík og Grindavík) 2014 (Grindavík og Njarðvík) 2010 (Keflavík og Njarðvík) 2009 (Keflavík og Grindavík) 2008 (Keflavík og Grindavík) 2007 (Njarðvík og Grindavík) 2006 (Keflavík og Njarðvík) 2001 (Njarðvík og Keflavík) 2000 (Njarðvík og Grindavík) 1998 (Njarðvík og Keflavík) 1993 (Keflavík og Grindavík) 1992 (Njarðvík og Keflavík) 1989 (Njarðvík og Keflavík) 1988 (Njarðvík og Keflavík) 1987 (Njarðvík og Keflavík) 1986 (Njarðvík og Keflavík) Subway-deild karla Keflavík ÍF UMF Grindavík UMF Njarðvík Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ Handbolti „Þetta var bara draumi líkast“ Handbolti „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Handbolti Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Fótbolti Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Fótbolti Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Úr svartnætti í sólarljós Íslenski boltinn Fleiri fréttir Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Sjá meira
Njarðvík bættist þar í hóp með Grindavík, Val og Keflavík sem höfðu áður unnið sín einvígi í átta liða úrslitunum. Grindvíkingar kláruðu fyrsta fyrir viku síðan en Valsmenn bættust í hópinn á mánudaginn og svo Keflvíkingar á þriðjudagskvöldið. Þetta þýðir jafnframt að þrjú af liðunum fjórum sem standa eftir koma af Suðurnesjunum þótt eitt þeirra spili vissulega heimaleiki sína í Smáranum í Kópavogi. Suðurnesjaliðin eignuðu sér íslenskan körfubolta í lok síðustu aldar og byrjun þessarar en það hefur ekki gengið eins vel hjá þeim undanfarna áratugi. Þetta er þannig í fyrsta sinn í tuttugu ár þar sem þrjú Suðurnesjalið eru í undanúrslitum úrslitakeppninnar eða í fyrsta skipti síðan vorið 2004. Þrjú Suðurnesjalið voru átta sinnum í undanúrslitum á tíu árum frá 1994 til 2004 en undanfarna tvo áratugi höfðu þau ekki verið öll í undanúrslitunum. Frá árinu 2017 höfðu sem dæmdi aldrei verið fleiri en eitt Suðurnesjalið í undanúrslitum og aðeins tvisvar frá og með árinu 2011 höfðu Suðurnesin átt helming liðanna í undanúrslitunum. Grindvíkingar voru síðastir Suðurnesjaliðanna til að vinna titilinn en það var fyrir ellefu árum (2013). Það eru aftur á móti sextán ár síðan Keflavík vann titilinn (2008) og átján ár síðan að Njarðvíkingar fóru með Íslandsmeistaratitilinn í Ljónagryfjuna. Frá 1981 til 2008 þá unnu Suðurnesjaliðin 23 af 28 Íslandsmeistaratitlum en frá og með árinu 2009 hafa þau aðeins unnið tvo af fjórtán Íslandsmeistaratitlum. Nú er bara að sjá hvort það verið breyting á því í vor en fjögur efstu lið deildarkeppninnar eru komin í undanúrslitin og það er von á jafnri og spennandi baráttu. Pétur Ingvarsson og Remy Martin fagna bikarmeistaratitlinum á dögunum.Vísir/Hulda Margrét Þrjú Suðurnesjalið í undanúrslitum 2024 (Grindavík, Keflavík og Njarðvík) með Val 2004 (Njarðvík, Grindavík og Keflavík) með Snæfelli 2003 (Njarðvík, Grindavík og Keflavík) með Tindastól 2002 (Njarðvík, Grindavík og Keflavík) með KR 1999 (Njarðvík, Grindavík og Keflavík) með KFÍ 1997 (Njarðvík, Grindavík og Keflavík) með KR 1996 (Njarðvík, Grindavík og Keflavík) með Haukum 1995 (Njarðvík, Grindavík og Keflavík) með Skallagrími 1994 (Njarðvík, Grindavík og Keflavík) með ÍA 1991 (Njarðvík, Grindavík og Keflavík) með KR 1990 (Njarðvík, Grindavík og Keflavík) með KR - Tvö Suðurnesjalið í undanúrslitum 2017 (Keflavík og Grindavík) 2014 (Grindavík og Njarðvík) 2010 (Keflavík og Njarðvík) 2009 (Keflavík og Grindavík) 2008 (Keflavík og Grindavík) 2007 (Njarðvík og Grindavík) 2006 (Keflavík og Njarðvík) 2001 (Njarðvík og Keflavík) 2000 (Njarðvík og Grindavík) 1998 (Njarðvík og Keflavík) 1993 (Keflavík og Grindavík) 1992 (Njarðvík og Keflavík) 1989 (Njarðvík og Keflavík) 1988 (Njarðvík og Keflavík) 1987 (Njarðvík og Keflavík) 1986 (Njarðvík og Keflavík)
Þrjú Suðurnesjalið í undanúrslitum 2024 (Grindavík, Keflavík og Njarðvík) með Val 2004 (Njarðvík, Grindavík og Keflavík) með Snæfelli 2003 (Njarðvík, Grindavík og Keflavík) með Tindastól 2002 (Njarðvík, Grindavík og Keflavík) með KR 1999 (Njarðvík, Grindavík og Keflavík) með KFÍ 1997 (Njarðvík, Grindavík og Keflavík) með KR 1996 (Njarðvík, Grindavík og Keflavík) með Haukum 1995 (Njarðvík, Grindavík og Keflavík) með Skallagrími 1994 (Njarðvík, Grindavík og Keflavík) með ÍA 1991 (Njarðvík, Grindavík og Keflavík) með KR 1990 (Njarðvík, Grindavík og Keflavík) með KR - Tvö Suðurnesjalið í undanúrslitum 2017 (Keflavík og Grindavík) 2014 (Grindavík og Njarðvík) 2010 (Keflavík og Njarðvík) 2009 (Keflavík og Grindavík) 2008 (Keflavík og Grindavík) 2007 (Njarðvík og Grindavík) 2006 (Keflavík og Njarðvík) 2001 (Njarðvík og Keflavík) 2000 (Njarðvík og Grindavík) 1998 (Njarðvík og Keflavík) 1993 (Keflavík og Grindavík) 1992 (Njarðvík og Keflavík) 1989 (Njarðvík og Keflavík) 1988 (Njarðvík og Keflavík) 1987 (Njarðvík og Keflavík) 1986 (Njarðvík og Keflavík)
Subway-deild karla Keflavík ÍF UMF Grindavík UMF Njarðvík Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ Handbolti „Þetta var bara draumi líkast“ Handbolti „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Handbolti Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Fótbolti Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Fótbolti Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Úr svartnætti í sólarljós Íslenski boltinn Fleiri fréttir Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Sjá meira