Starfsmaður hægrijaðarflokks handtekinn fyrir njósnir fyrir Kína Kjartan Kjartansson skrifar 23. apríl 2024 08:46 Sá handtekni vann fyrir Maximilian Krah, leiðtoga Valkosts fyrir Þýskaland á Evrópuþinginu. Vísir/EPA Þýska lögreglan handtók aðstoðarmann Evrópuþingmanns hægrijaðarflokksins Valkosts fyrir Þýskaland (AfD) sem er grunaður um að njósna fyrir kínversk stjórnvöld. Málið er sagt sérstaklega alvarlegt. Aðstoðarmaðurinn hefur aðeins verið nefndur Jian G. Hann vinnur fyrir Maximilian Krah, leiðtoga AfD, sem er í framboði fyrir Evrópuþingskosningar sem fara fram í júní. Maðurinn er sakaður um að veita kínversku leyniþjónustunni upplýsingar um samningaviðræður og ákvarðanir Evrópuþingsins og að njósna um kínverska stjórnarandstæðinga í Þýskalandi. „Hann er sakaður um sérstaklega alvarlegt brot um að vinna fyrir erlenda leyniþjónustu,“ sögðu alríkissaksóknarar í yfirlýsingu. Sá grunaði var handtekinn í Dresden í gær. Húsleit var gerð í íbúð hans þar og í Brussel. Sama dag voru þrír aðrir þýskir ríkisborgarar handteknir og sakaðir um að því að koma tækni sem gæti verið notuð í hernaðarlegum tilgangi í hendur kínverskra stjórnvalda. Talsmaður AfD lýsti fréttunum sem „óhugnanlegum“ við Reuters-fréttastofuna. Flokkurinn hafi ekki frekari upplýsingar um málið. Nancy Faeser, innanríkisráðherra Þýskalands, sagði málið háalvarlegt og ef rétt reyndist að einhver hafi njósnað um Evrópuþingið fyrir Kína væri það „árás innan frá á evrópsk lýðræði“, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Kínverska utanríkisráðuneytið vísaði fregnunum á bug og sagði þær tilraun til þess að koma óorði á Kína og halda landinu niðri. Þýskaland Kína Evrópusambandið Tengdar fréttir Útsendarar Rússa sakaðir um skipulagningu árása í Þýskalandi Lögregluþjónar í Bæjarlandi í Þýskalandi hafa handtekið tvo menn sem grunaðir eru um njósnir fyrir yfirvöld í Rússlandi. Þeir eru meðal annars sakaðir um að skipuleggja skemmdarverk og fyrir að ætla að framleiða sprengiefni, með því markmiði að skaða hernaðaraðstoð Þjóðverja til Úkraínu. 18. apríl 2024 14:27 Njósnaskandall skekur Austurríki Yfirvöld í Austurríki standa frammi fyrir umfangsmiklum njósnaskandal sem bendir til þess að leyniþjónustur Rússlands séu umsvifamiklar í ríkinu og varpar ljósi á slæmt eftirlit hins opinbera. Háttsettur fyrrverandi njósnari í Austurríki var handtekinn á dögunum. 8. apríl 2024 16:59 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Fleiri fréttir Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Sjá meira
Aðstoðarmaðurinn hefur aðeins verið nefndur Jian G. Hann vinnur fyrir Maximilian Krah, leiðtoga AfD, sem er í framboði fyrir Evrópuþingskosningar sem fara fram í júní. Maðurinn er sakaður um að veita kínversku leyniþjónustunni upplýsingar um samningaviðræður og ákvarðanir Evrópuþingsins og að njósna um kínverska stjórnarandstæðinga í Þýskalandi. „Hann er sakaður um sérstaklega alvarlegt brot um að vinna fyrir erlenda leyniþjónustu,“ sögðu alríkissaksóknarar í yfirlýsingu. Sá grunaði var handtekinn í Dresden í gær. Húsleit var gerð í íbúð hans þar og í Brussel. Sama dag voru þrír aðrir þýskir ríkisborgarar handteknir og sakaðir um að því að koma tækni sem gæti verið notuð í hernaðarlegum tilgangi í hendur kínverskra stjórnvalda. Talsmaður AfD lýsti fréttunum sem „óhugnanlegum“ við Reuters-fréttastofuna. Flokkurinn hafi ekki frekari upplýsingar um málið. Nancy Faeser, innanríkisráðherra Þýskalands, sagði málið háalvarlegt og ef rétt reyndist að einhver hafi njósnað um Evrópuþingið fyrir Kína væri það „árás innan frá á evrópsk lýðræði“, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Kínverska utanríkisráðuneytið vísaði fregnunum á bug og sagði þær tilraun til þess að koma óorði á Kína og halda landinu niðri.
Þýskaland Kína Evrópusambandið Tengdar fréttir Útsendarar Rússa sakaðir um skipulagningu árása í Þýskalandi Lögregluþjónar í Bæjarlandi í Þýskalandi hafa handtekið tvo menn sem grunaðir eru um njósnir fyrir yfirvöld í Rússlandi. Þeir eru meðal annars sakaðir um að skipuleggja skemmdarverk og fyrir að ætla að framleiða sprengiefni, með því markmiði að skaða hernaðaraðstoð Þjóðverja til Úkraínu. 18. apríl 2024 14:27 Njósnaskandall skekur Austurríki Yfirvöld í Austurríki standa frammi fyrir umfangsmiklum njósnaskandal sem bendir til þess að leyniþjónustur Rússlands séu umsvifamiklar í ríkinu og varpar ljósi á slæmt eftirlit hins opinbera. Háttsettur fyrrverandi njósnari í Austurríki var handtekinn á dögunum. 8. apríl 2024 16:59 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Fleiri fréttir Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Sjá meira
Útsendarar Rússa sakaðir um skipulagningu árása í Þýskalandi Lögregluþjónar í Bæjarlandi í Þýskalandi hafa handtekið tvo menn sem grunaðir eru um njósnir fyrir yfirvöld í Rússlandi. Þeir eru meðal annars sakaðir um að skipuleggja skemmdarverk og fyrir að ætla að framleiða sprengiefni, með því markmiði að skaða hernaðaraðstoð Þjóðverja til Úkraínu. 18. apríl 2024 14:27
Njósnaskandall skekur Austurríki Yfirvöld í Austurríki standa frammi fyrir umfangsmiklum njósnaskandal sem bendir til þess að leyniþjónustur Rússlands séu umsvifamiklar í ríkinu og varpar ljósi á slæmt eftirlit hins opinbera. Háttsettur fyrrverandi njósnari í Austurríki var handtekinn á dögunum. 8. apríl 2024 16:59