„Maður getur ekki tekið annað en jákvæðni og gleði út úr þessu“ Árni Gísli Magnússon skrifar 21. apríl 2024 16:58 Davíð Smári Lamude brosti breitt að leik loknum. vísir/diego Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, gat ekki annað en verið ánægður eftir fyrsta sigur Vestra í efstu deild er liðið vann 1-0 útisigur gegn KA. Jeppe Gertsen skoraði eina mark leiksins á þriðju mínútu uppbótartíma og úr varð mikill fögnuður. „Bara vá, bara hrikalega vel. Ánægður með liðið, ánægður með frammistöðuna, okkar leikskipulag gekk upp þannig maður getur ekki tekið annað en jákvæðni og gleði út úr þessu”, sagði Davíð strax að leik loknum aðspurður hvernig honum liði eftir að hafa náð í fyrsta sigur Vestra í efstu deild og hélt áfram: „Einhverjar ólýsanlegar tilfinningar eins og yfirleitt þegar maður vinnur leiki, þetta er ástæðan fyrir því að maður er í þessu, það er til að vinna leiki og maður leggur gríðarlega vinnu í að reyna ná einhverju út úr leikjunum og þegar maður fær borgað til baka þá er það einhver svakalegasta upplifun sem maður á í þessu þannig ólýsanlegt að tala um það. Geggjað, fyrsti sigur, og áfram gakk og við höfum verið að taka skref fram á við í þessu, hæg skref en góð skref. Maður þarf að byrja að labba áður en maður fer að hlaupa.” Mikil framför Davíð segir liðið hafa tekið miklum framförum frá fyrstu tveimur leikjum mótsins sem töpuðust. „Mér fannst við hrikalega góðir sérstaklega í fyrri hálfleik. Mér fannst við fullhægir á boltann í seinni hálfleik og full ragir í að senda fram á við og þess háttar enda kannski ómeðvitað farnir að hugsa um stig og það veit ekki á gott en svo seinni partinn hefði þetta getað dottið báðu megin en vinnuframlag og annað frá mínu liði fannst mér standa upp úr hérna í dag og það skilaði þessum sigri.” KA sótti stíft undir lok leiks sem opnaði leikinn mikið. „Við reyndum að setja inn hraða leikmenn til að við ættum meiri möguleika á að sækja hratt fram á við og fengum svo sem ekkert út úr því en föst leikatriði og þess háttar, við þurfum að vera sterkir í því og vorum góðir þar í dag.” Fatai Gbadamosi átti frábæran leik á miðjunni í dag en þetta er leikmaður sem Davíð hefur miklar mætur á. „Bara stórkostlegur leikmaður sem hefur fylgt mér, ég held að þetta sé fjórða árið okkar saman eða þriðja, ég man það ekki alveg. Algjör ryksuga, óþolandi að spila á móti honum, hann er alltaf mættur og þó hann tapi tæklingu þá máttu ekki anda þá er hann mættur aftur. Hann er einn leiðinlegasti leikmaður að spila á móti en einn besti samherji sem þú getur haft.” Fyrsti heimaleikur Vestra er í næstu umferð en hann mun fara fram á Avis vellinum, heimavelli Þróttar í Laugardal, þar sem gervigrasvöllur Vestra á Ísafirði er ekki klár. „Við verðum bara að fara inn í öll þessi verkefni eins og við höfum gert, við verðum bara að vera jákvæðir yfir því sem við höfum og vinna með það sem við höfum. Við vitum það alveg að hlutirnir eru svona og við stjórnum þeim ekki og ef við ætlum eitthvað að dvelja við það þá eru okkur engir vegir færir í þessu þannig við verðum bara að horfa fram á við og okkur hlakkar til næsta leiks, eðlilega. Besta deild karla Vestri KA Mest lesið Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Körfubolti „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Fótbolti Úr efstu deild í fótbolta á HM í utanvegahlaupum: „Ætla að njóta sársaukans“ Sport Fleiri fréttir Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Sjá meira
„Bara vá, bara hrikalega vel. Ánægður með liðið, ánægður með frammistöðuna, okkar leikskipulag gekk upp þannig maður getur ekki tekið annað en jákvæðni og gleði út úr þessu”, sagði Davíð strax að leik loknum aðspurður hvernig honum liði eftir að hafa náð í fyrsta sigur Vestra í efstu deild og hélt áfram: „Einhverjar ólýsanlegar tilfinningar eins og yfirleitt þegar maður vinnur leiki, þetta er ástæðan fyrir því að maður er í þessu, það er til að vinna leiki og maður leggur gríðarlega vinnu í að reyna ná einhverju út úr leikjunum og þegar maður fær borgað til baka þá er það einhver svakalegasta upplifun sem maður á í þessu þannig ólýsanlegt að tala um það. Geggjað, fyrsti sigur, og áfram gakk og við höfum verið að taka skref fram á við í þessu, hæg skref en góð skref. Maður þarf að byrja að labba áður en maður fer að hlaupa.” Mikil framför Davíð segir liðið hafa tekið miklum framförum frá fyrstu tveimur leikjum mótsins sem töpuðust. „Mér fannst við hrikalega góðir sérstaklega í fyrri hálfleik. Mér fannst við fullhægir á boltann í seinni hálfleik og full ragir í að senda fram á við og þess háttar enda kannski ómeðvitað farnir að hugsa um stig og það veit ekki á gott en svo seinni partinn hefði þetta getað dottið báðu megin en vinnuframlag og annað frá mínu liði fannst mér standa upp úr hérna í dag og það skilaði þessum sigri.” KA sótti stíft undir lok leiks sem opnaði leikinn mikið. „Við reyndum að setja inn hraða leikmenn til að við ættum meiri möguleika á að sækja hratt fram á við og fengum svo sem ekkert út úr því en föst leikatriði og þess háttar, við þurfum að vera sterkir í því og vorum góðir þar í dag.” Fatai Gbadamosi átti frábæran leik á miðjunni í dag en þetta er leikmaður sem Davíð hefur miklar mætur á. „Bara stórkostlegur leikmaður sem hefur fylgt mér, ég held að þetta sé fjórða árið okkar saman eða þriðja, ég man það ekki alveg. Algjör ryksuga, óþolandi að spila á móti honum, hann er alltaf mættur og þó hann tapi tæklingu þá máttu ekki anda þá er hann mættur aftur. Hann er einn leiðinlegasti leikmaður að spila á móti en einn besti samherji sem þú getur haft.” Fyrsti heimaleikur Vestra er í næstu umferð en hann mun fara fram á Avis vellinum, heimavelli Þróttar í Laugardal, þar sem gervigrasvöllur Vestra á Ísafirði er ekki klár. „Við verðum bara að fara inn í öll þessi verkefni eins og við höfum gert, við verðum bara að vera jákvæðir yfir því sem við höfum og vinna með það sem við höfum. Við vitum það alveg að hlutirnir eru svona og við stjórnum þeim ekki og ef við ætlum eitthvað að dvelja við það þá eru okkur engir vegir færir í þessu þannig við verðum bara að horfa fram á við og okkur hlakkar til næsta leiks, eðlilega.
Besta deild karla Vestri KA Mest lesið Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Körfubolti „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Fótbolti Úr efstu deild í fótbolta á HM í utanvegahlaupum: „Ætla að njóta sársaukans“ Sport Fleiri fréttir Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn