Ásaka dómara um óheilindi og hlutdrægni Ágúst Orri Arnarson skrifar 21. apríl 2024 23:00 Nottingham Forest ásakar Stuart Atwell um óheilindi. samsett / Getty / FotoJet Nottingham Forest tók til samfélagsmiðla eftir leik gegn Everton og ásakaði Stuart Atwell, myndbandsdómara leiksins, um hlutdrægni í ákvarðanatöku. Félagið hefur ekki lagt fram formlega kvörtun eða kæru en íhugar valkosti sína vandlega. Forest vildi þrisvar fá vítaspyrnu í leiknum. Fyrst á 24. mínútu þegar Ashley Young virtist fella Gio Reyna í teignum, aftur rétt fyrir hálfleik þegar boltinn virtist fara í hönd Ashley Young eftir skot Callum Hudson-Odoi. Snemma í seinni hálfleik virtist Young svo fella Hudson-Odoi í teignum. Ekkert var dæmt og myndbandsdómara leiksins þótti ekki tilefni til að láta dómarann Anthony Taylor skoða atvikin aftur. Félagið gaf út yfirlýsingu á samfélagsmiðlum fljótlega eftir að leik lauk. Three extremely poor decisions - three penalties not given - which we simply cannot accept. We warned the PGMOL that the VAR is a Luton fan before the game but they didn’t change him. Our patience has been tested multiple times. NFFC will now consider its options.— Nottingham Forest (@NFFC) April 21, 2024 Eins og lesa má eru heilindi myndbandsdómara leiksins, Stuart Atwell, dregin í efa af þeim ástæðum að hann heldur með Luton Town. Lið sem Forest er í harðri baráttu við um að halda sér uppi í úrvalsdeildinni. Luton er einu stigi og einu sæti neðar en Forest eins og er. Þá segir að Forest hafi greint dómarasamtökunum (PGMOL) frá þessu fyrir leik. Mark Clattenburg, fyrrum dómari, var ráðinn til starfa hjá Forest sem dómgæsluráðgjafi í febrúar á þessu ári, að sögn félagsins vegna fjölmargra rangra dóma sem féllu gegn þeim. Hann hafði samband við hæstráðanda PGMOL, Howard Webb. Clattenburg krafðist þess þó ekki að Atwell yrði skipt út, heldur vildi hann einungis vekja athygli á málinu. Enska knattspyrnusambandið hefur brugðist við og hafið rannsókn á málinu. Af yfirlýsingu Forest að dæma þykir líklegt að þeir muni taka málið lengra. Enski boltinn Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Dagskráin í dag: Mikilvægur landsleikur Íslands Sport Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Körfubolti „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Fótbolti Fleiri fréttir Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Sjá meira
Forest vildi þrisvar fá vítaspyrnu í leiknum. Fyrst á 24. mínútu þegar Ashley Young virtist fella Gio Reyna í teignum, aftur rétt fyrir hálfleik þegar boltinn virtist fara í hönd Ashley Young eftir skot Callum Hudson-Odoi. Snemma í seinni hálfleik virtist Young svo fella Hudson-Odoi í teignum. Ekkert var dæmt og myndbandsdómara leiksins þótti ekki tilefni til að láta dómarann Anthony Taylor skoða atvikin aftur. Félagið gaf út yfirlýsingu á samfélagsmiðlum fljótlega eftir að leik lauk. Three extremely poor decisions - three penalties not given - which we simply cannot accept. We warned the PGMOL that the VAR is a Luton fan before the game but they didn’t change him. Our patience has been tested multiple times. NFFC will now consider its options.— Nottingham Forest (@NFFC) April 21, 2024 Eins og lesa má eru heilindi myndbandsdómara leiksins, Stuart Atwell, dregin í efa af þeim ástæðum að hann heldur með Luton Town. Lið sem Forest er í harðri baráttu við um að halda sér uppi í úrvalsdeildinni. Luton er einu stigi og einu sæti neðar en Forest eins og er. Þá segir að Forest hafi greint dómarasamtökunum (PGMOL) frá þessu fyrir leik. Mark Clattenburg, fyrrum dómari, var ráðinn til starfa hjá Forest sem dómgæsluráðgjafi í febrúar á þessu ári, að sögn félagsins vegna fjölmargra rangra dóma sem féllu gegn þeim. Hann hafði samband við hæstráðanda PGMOL, Howard Webb. Clattenburg krafðist þess þó ekki að Atwell yrði skipt út, heldur vildi hann einungis vekja athygli á málinu. Enska knattspyrnusambandið hefur brugðist við og hafið rannsókn á málinu. Af yfirlýsingu Forest að dæma þykir líklegt að þeir muni taka málið lengra.
Enski boltinn Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Dagskráin í dag: Mikilvægur landsleikur Íslands Sport Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Körfubolti „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Fótbolti Fleiri fréttir Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Sjá meira