Lét leikmenn Tindastóls heyra það: Fólk hérna á þetta ekki skilið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. apríl 2024 08:31 Grindvíkingar hafa fengið mikið af troðslum, sniðskotum og opnum þriggja stiga skotum í einvíginu á móti Tindastól. Vísir/Vilhelm Titilvörn Tindastóls hefur verið ein sú lélegasta í sögunni og aðeins algjör hugarfarsbreyting og söguleg endurkoma getur bjargað úrslitakeppninni hjá liðinu. Kannski væri góð byrjun að hlusta aðeins á sérfræðing Körfuboltakvölds. Tindastólsliðið er 2-0 undir í einvígi sínu á móti Grindavík eftir tap á heimavelli í öðrum leiknum. Aðeins sigur í Smáranum annað kvöld kemur í veg fyrir snemmbúið sumarfrí hjá Stólunum. Stólarnir hentu leiknum frá sér í fyrri hálfleik og frábær fjórði leikhluti gerði ekkert annað en að bjarga andlitinu þegar stefndi í stórtap. Fengu á sig 64 stig í fyrri hálfleik á heimavelli Körfuboltakvöld mætti í Síkið á Sauðárkróki og fylgdist vel með öðrum leik liðanna. Í hálfleik, þegar Grindavík var búið að skora 64 stig gegn aðeins 41 stigi frá heimamönnum í Tindastóls þá fannst Herði Unnsteinssyni, sérfræðingi í Subway Körfuboltakvöldi, kominn tími á það að láta stjörnurnar í Tindastólsliðinu heyra það. Klippa: Subway Körfuboltakvöld: Hörður lét Stólana heyra það „Varnarframmistaða Tindastóls er hræðileg. Þeir spila letilega skiptivörn þar sem þeir skipta á fyrstu hindrun. Svo ef einhver kemst inn í miðjuna, guð hjálpi þeim. Þá er hjálparvörnin of sein og Grindvíkingar velja um það að skora annað hvort beint úr sniðskoti eða taka opið þriggja stiga skot í horninu,“ sagði Ómar Sævarsson, sérfræðingur Körfuboltakvölds, en svo var komið að Herði. Búið að vera skelfilegt „Alveg frá byrjun varnarinnar þá er þetta búið að vera skelfilegt í rauninni,“ sagði Hörður. „Þeir eru búnir að labba framhjá nánast hverjum einasta manni sem er fyrir framan þá og þá sérstaklega Dedrick Basile,“ sagði Hörður. Hörður Unnsteinsson.S2 Sport „Ómar minnist á þessa skiptivörn en skiptivörnin er herfileg. Skiptivörn er latasta form af vörn því það auðveldasta sem þú getur gert er að skipta á boltahindrunum. Það verður að vera, ekki fara svona fake orka, það verður að vera sjálfbær orka allan tímann í vörninni,“ sagði Hörður. „Það er ofboðslega erfitt að sitja hérna og gagnrýna þjálfarana Helga (Frey Margeirsson) og Svavar (Atla Birgisson) fyrir þá stöðu sem þeir eru í. Hérna verða bara leikmennirnir að taka smá ábyrgð. Vissulega er leikplanið ekki gott. Þeir eru búnir að fá á sig 64 stig og þrjátíu plús stig í tveimur leikhlutum í röð,“ sagði Hörður. Verið að borga þeim mikinn pening „Þetta eru leikmennirnir inn á vellinum, sem er verið að borga mikinn pening, reyndir leikmenn sem hafa unnið titil. Þeir verða að taka smá ábyrgð á sjálfum sér inn á vellinum. Ekki bara væla yfir því að það sé svo lélegt gameplan,“ sagði Hörður. „Þetta er bara ömurleg frammistaða sem þetta fólk hér í húsinu á ekki skilið að vera að horfa á. Ég væri brjálaður ef ég væri Skagfirðingur í húsinu,“ sagði Hörður. Þriðji leikur liðanna er annað kvöld í Smáranum. Subway-deild karla Tindastóll Körfuboltakvöld Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Körfubolti Fleiri fréttir Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Sjá meira
Tindastólsliðið er 2-0 undir í einvígi sínu á móti Grindavík eftir tap á heimavelli í öðrum leiknum. Aðeins sigur í Smáranum annað kvöld kemur í veg fyrir snemmbúið sumarfrí hjá Stólunum. Stólarnir hentu leiknum frá sér í fyrri hálfleik og frábær fjórði leikhluti gerði ekkert annað en að bjarga andlitinu þegar stefndi í stórtap. Fengu á sig 64 stig í fyrri hálfleik á heimavelli Körfuboltakvöld mætti í Síkið á Sauðárkróki og fylgdist vel með öðrum leik liðanna. Í hálfleik, þegar Grindavík var búið að skora 64 stig gegn aðeins 41 stigi frá heimamönnum í Tindastóls þá fannst Herði Unnsteinssyni, sérfræðingi í Subway Körfuboltakvöldi, kominn tími á það að láta stjörnurnar í Tindastólsliðinu heyra það. Klippa: Subway Körfuboltakvöld: Hörður lét Stólana heyra það „Varnarframmistaða Tindastóls er hræðileg. Þeir spila letilega skiptivörn þar sem þeir skipta á fyrstu hindrun. Svo ef einhver kemst inn í miðjuna, guð hjálpi þeim. Þá er hjálparvörnin of sein og Grindvíkingar velja um það að skora annað hvort beint úr sniðskoti eða taka opið þriggja stiga skot í horninu,“ sagði Ómar Sævarsson, sérfræðingur Körfuboltakvölds, en svo var komið að Herði. Búið að vera skelfilegt „Alveg frá byrjun varnarinnar þá er þetta búið að vera skelfilegt í rauninni,“ sagði Hörður. „Þeir eru búnir að labba framhjá nánast hverjum einasta manni sem er fyrir framan þá og þá sérstaklega Dedrick Basile,“ sagði Hörður. Hörður Unnsteinsson.S2 Sport „Ómar minnist á þessa skiptivörn en skiptivörnin er herfileg. Skiptivörn er latasta form af vörn því það auðveldasta sem þú getur gert er að skipta á boltahindrunum. Það verður að vera, ekki fara svona fake orka, það verður að vera sjálfbær orka allan tímann í vörninni,“ sagði Hörður. „Það er ofboðslega erfitt að sitja hérna og gagnrýna þjálfarana Helga (Frey Margeirsson) og Svavar (Atla Birgisson) fyrir þá stöðu sem þeir eru í. Hérna verða bara leikmennirnir að taka smá ábyrgð. Vissulega er leikplanið ekki gott. Þeir eru búnir að fá á sig 64 stig og þrjátíu plús stig í tveimur leikhlutum í röð,“ sagði Hörður. Verið að borga þeim mikinn pening „Þetta eru leikmennirnir inn á vellinum, sem er verið að borga mikinn pening, reyndir leikmenn sem hafa unnið titil. Þeir verða að taka smá ábyrgð á sjálfum sér inn á vellinum. Ekki bara væla yfir því að það sé svo lélegt gameplan,“ sagði Hörður. „Þetta er bara ömurleg frammistaða sem þetta fólk hér í húsinu á ekki skilið að vera að horfa á. Ég væri brjálaður ef ég væri Skagfirðingur í húsinu,“ sagði Hörður. Þriðji leikur liðanna er annað kvöld í Smáranum.
Subway-deild karla Tindastóll Körfuboltakvöld Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Körfubolti Fleiri fréttir Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Sjá meira