Um 800 manns mættu á Stóðhestaveislu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 14. apríl 2024 20:30 Frænkurnar, Viktoría Huld (t.h.),11 ára og Una Björt, 12 ára, sem stálu senunni á sýningunni í gærkvöldi á hestunum sínum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Um átta hundruð manns mættu í Ölfushöllina á Ingólfshvoli í gærkvöldi til að sjá allra flottustu stóðhesta landsins spretta úr spori og kynna sig fyrir sumarið. Ellefu og tólf ára frænkur stálu hins vegar senunni á sýningunni þar sem þær gáfur ekki tommu eftir í reiðmennskunni. Á hverju vori eru stóðhestaveislur haldnar þar sem allir helstu stóðhestar landsins, sem eru í notkun það vorið eða sumarið eru kynntir. Ungir knapar sýndu líka snilli sína í gærkvöldi og boðið var upp á fjölbreytta og skemmtilega dagskrá enda má maðurinn, sem á heiðurinn af stóðhestaveislunum vera ánægður með sig en það er Magnús Benediktsson. „Þetta er sextánda árið, sem við erum með þetta og bara alltaf jafn gaman og maður er svo þakklátur fyrir að það sé alltaf fullt hús hjá okkur. Hestamennska er bara skemmtileg og þetta er skemmtilegt sport, þannig að það er ástæðan fyrir vinsældum hestamennskunnar,” segir Magnús. Magnús Benediktsson umsjónarmaður Stóðhestaveislunnar 2024, sem fór fram í gærkvöldi fyrir troðfullu húsi á Ingólfshvoli enda var uppselt og 200 manns á biðlista eftir miðum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Á sýningunni var peningum safnað fyrir Einstök börn með sölu happdrættismiða, uppboðs á folatolli, sem seldist á fimm hundruð þúsund krónur og fleira og fleira. „Þessi stuðningur og velvild, sem við finnum hjá fyrirtækjum og fólki í samfélaginu er bara grundvöllur fyrir því að við getum rekið félagið okkar þar sem við erum með vel á áttunda hundrað fjölskyldur inn í félaginu,” segir Guðmundur B. Gylfason, formaður stjórnar Einstaka barna. Guðmundur B. Gylfason, formaður stjórnar Einstakra barna.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og sýning besta töltara landsins, Vísis frá Kagaðarhóli með Páli Braga Hólmarssyni knapa á baki vakti verðskuldaða athygli og ekki skemmdi fyrir að Bjössi Sax spilaði á saxófón í atriðinu. Loka atriði sýningarinnar var svo með þeim Olile Amble og Álfakletti frá Syðri Gegnishólum þar sem þau fóru bæði á kostum. Stóðhestaveislan 2024 tókst einstaklega vel og var mikil ánægja með hana.Magnús Hlynur Hreiðarsson En það sýningaratriði, sem stal senu kvöldsins var frá ellefu og tólf ára frænkum, sem voru algjörlega frábærar á sínum hestum en það eru þær Viktoría Huld Hannesdóttir, 11 ára og Una Björt Valgarðsdóttir, 12 ára. „Við gerðum okkar besta og það tókst mjög vel. Við förum mikið á hestbak saman og það er alltaf jafn frábært,“ segja vinkonurnar hæstánægðar með sýningu gærkvöldsins. Sérstök stóðhestabók hefur verið gefin út þar sem má sjá allar helstu upplýsingar um stóðhesta ársins 2024.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ölfus Hestar Menning Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Laufey á landinu Lífið Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Sjá meira
Á hverju vori eru stóðhestaveislur haldnar þar sem allir helstu stóðhestar landsins, sem eru í notkun það vorið eða sumarið eru kynntir. Ungir knapar sýndu líka snilli sína í gærkvöldi og boðið var upp á fjölbreytta og skemmtilega dagskrá enda má maðurinn, sem á heiðurinn af stóðhestaveislunum vera ánægður með sig en það er Magnús Benediktsson. „Þetta er sextánda árið, sem við erum með þetta og bara alltaf jafn gaman og maður er svo þakklátur fyrir að það sé alltaf fullt hús hjá okkur. Hestamennska er bara skemmtileg og þetta er skemmtilegt sport, þannig að það er ástæðan fyrir vinsældum hestamennskunnar,” segir Magnús. Magnús Benediktsson umsjónarmaður Stóðhestaveislunnar 2024, sem fór fram í gærkvöldi fyrir troðfullu húsi á Ingólfshvoli enda var uppselt og 200 manns á biðlista eftir miðum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Á sýningunni var peningum safnað fyrir Einstök börn með sölu happdrættismiða, uppboðs á folatolli, sem seldist á fimm hundruð þúsund krónur og fleira og fleira. „Þessi stuðningur og velvild, sem við finnum hjá fyrirtækjum og fólki í samfélaginu er bara grundvöllur fyrir því að við getum rekið félagið okkar þar sem við erum með vel á áttunda hundrað fjölskyldur inn í félaginu,” segir Guðmundur B. Gylfason, formaður stjórnar Einstaka barna. Guðmundur B. Gylfason, formaður stjórnar Einstakra barna.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og sýning besta töltara landsins, Vísis frá Kagaðarhóli með Páli Braga Hólmarssyni knapa á baki vakti verðskuldaða athygli og ekki skemmdi fyrir að Bjössi Sax spilaði á saxófón í atriðinu. Loka atriði sýningarinnar var svo með þeim Olile Amble og Álfakletti frá Syðri Gegnishólum þar sem þau fóru bæði á kostum. Stóðhestaveislan 2024 tókst einstaklega vel og var mikil ánægja með hana.Magnús Hlynur Hreiðarsson En það sýningaratriði, sem stal senu kvöldsins var frá ellefu og tólf ára frænkum, sem voru algjörlega frábærar á sínum hestum en það eru þær Viktoría Huld Hannesdóttir, 11 ára og Una Björt Valgarðsdóttir, 12 ára. „Við gerðum okkar besta og það tókst mjög vel. Við förum mikið á hestbak saman og það er alltaf jafn frábært,“ segja vinkonurnar hæstánægðar með sýningu gærkvöldsins. Sérstök stóðhestabók hefur verið gefin út þar sem má sjá allar helstu upplýsingar um stóðhesta ársins 2024.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Ölfus Hestar Menning Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Laufey á landinu Lífið Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Sjá meira