„Héldum okkur inni í leiknum og lokuðum þessu í fjórða“ Siggeir Ævarsson skrifar 13. apríl 2024 19:30 Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur. Vísir/Vilhelm Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, hafði ýmislegt við leik sinna kvenna að athuga í kvöld en var engu að síður stoltur af því hversu sterkar þær voru á svellinu þegar á reyndi og lokuðu leiknum en lokatölur á Akureyri urðu 85-101. Fyrsta spurningin hlaut að snúa að varnarleik liðsins sem var ansi götóttur framan af leik og tók Þorleifur undir það. „Bara skelfilegur. En við klárlega stigum upp í fjórða leikhluta. Virkilega ánægður og stoltur hvernig við héldum okkur inni í leiknum. Við vorum mikið að klikka á litlum atriðum og hlutum sem voru ekki að ganga upp. Þær verða þá kannski pirraðar út í sjálfar sig en við erum bara að vinna í því að halda áfram. Við gerðum það, „héldum okkur inni í leiknum og lokuðum þessu í fjórða.“ Danielle Rodriguez fékk sína fjórðu villu þegar skammt var eftir af þriðja leikhluta og Þórsarar komust í kjölfarið yfir. Hún spilaði svo allan fjórða leikhluta og var mjög greinilega að leggja sig fram við að vera aldrei með hendur í vafasamri varnarstöðu. „Þetta voru villur þar sem Dani sér ekki manninn sem hún brýtur á. Kannski er þetta bara gamla góða óvart, hún er bara fyrir. En að fá þrjár svoleiðis villur á besta leikmanninn sinn er svolítið svekkjandi. En reglur er bara reglur og þeir verða bara að flauta. Ég setti hana líka bara inn á strax í fjórða og sagði: „Nothing stupid“ og hún gerði það og kláraði þetta vel og stjórnaði leiknum vel til að klára þetta.“ Tveir sigrar í höfn hjá Grindavík í einvíginu en hvorugir kannski mjög afgerandi gegn liði sem endaði mun neðar í töflunni. Þorleifur var þó engu að síður nokkuð sáttur með þessa tvo leiki og ekki síst sáttur með Þórsarana. „Við þurfum að laga alveg helling en er ég sáttur? Ég er mjög sáttur og stoltur af stelpunum. Við unnum þennan leik, vorum að ströggla. Klárlega bjartsýnn og allt það. Ég bara svo þakklátur fyrir körfuboltann, hvað Þór er gott lið. Hvað Daníel er góður þjálfari, þær eru góðar og ótrúlega mikil harka í þeim. Þær spila ótrúlega vel saman og gefast aldrei upp. Ef við ætlum að vinna þetta á þriðjudaginn þá þurfum við að gjöra svo vel að mæta tilbúnar, annars lendum við í annarri bikarskitu. Körfubolti Subway-deild kvenna UMF Grindavík Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Sport Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Fleiri fréttir Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Sjá meira
Fyrsta spurningin hlaut að snúa að varnarleik liðsins sem var ansi götóttur framan af leik og tók Þorleifur undir það. „Bara skelfilegur. En við klárlega stigum upp í fjórða leikhluta. Virkilega ánægður og stoltur hvernig við héldum okkur inni í leiknum. Við vorum mikið að klikka á litlum atriðum og hlutum sem voru ekki að ganga upp. Þær verða þá kannski pirraðar út í sjálfar sig en við erum bara að vinna í því að halda áfram. Við gerðum það, „héldum okkur inni í leiknum og lokuðum þessu í fjórða.“ Danielle Rodriguez fékk sína fjórðu villu þegar skammt var eftir af þriðja leikhluta og Þórsarar komust í kjölfarið yfir. Hún spilaði svo allan fjórða leikhluta og var mjög greinilega að leggja sig fram við að vera aldrei með hendur í vafasamri varnarstöðu. „Þetta voru villur þar sem Dani sér ekki manninn sem hún brýtur á. Kannski er þetta bara gamla góða óvart, hún er bara fyrir. En að fá þrjár svoleiðis villur á besta leikmanninn sinn er svolítið svekkjandi. En reglur er bara reglur og þeir verða bara að flauta. Ég setti hana líka bara inn á strax í fjórða og sagði: „Nothing stupid“ og hún gerði það og kláraði þetta vel og stjórnaði leiknum vel til að klára þetta.“ Tveir sigrar í höfn hjá Grindavík í einvíginu en hvorugir kannski mjög afgerandi gegn liði sem endaði mun neðar í töflunni. Þorleifur var þó engu að síður nokkuð sáttur með þessa tvo leiki og ekki síst sáttur með Þórsarana. „Við þurfum að laga alveg helling en er ég sáttur? Ég er mjög sáttur og stoltur af stelpunum. Við unnum þennan leik, vorum að ströggla. Klárlega bjartsýnn og allt það. Ég bara svo þakklátur fyrir körfuboltann, hvað Þór er gott lið. Hvað Daníel er góður þjálfari, þær eru góðar og ótrúlega mikil harka í þeim. Þær spila ótrúlega vel saman og gefast aldrei upp. Ef við ætlum að vinna þetta á þriðjudaginn þá þurfum við að gjöra svo vel að mæta tilbúnar, annars lendum við í annarri bikarskitu.
Körfubolti Subway-deild kvenna UMF Grindavík Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Sport Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Fleiri fréttir Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Sjá meira