„Mæting Grafarvogsbúa var ekki ástæðan fyrir þessu tapi“ Andri Már Eggertsson skrifar 13. apríl 2024 16:55 Hallgrímur Brynjólfsson, þjálfari Fjölnis, var svekktur eftir leik. Vísir/Pawel Cieslikiewicz Fjölnir fékk skell gegn Keflavík á heimavelli 69-100. Liðið er því lent 0-2 undir í einvíginu gegn Keflavík í átta liða úrslitum Subway deildar kvenna. Hallgrímur Brynjólfsson, þjálfari Fjölnis, var óánægður með annan leikhluta liðsins. „Það kom allt of langur kafli í öðrum leikhluta þar sem við gáfumst upp. Það er sennilega ljótt að segja að við höfum gefist upp en það var vonleysi. Heilt yfir er ég ánægður með varnarleikinn sem er kjánalegt að tala um þar sem við fengum á okkur 100 stig.“ „Sóknarleikurinn var betri hjá okkur en við erum bara að spila við helvíti gott lið. Ég er stoltur af mínu liði og við erum með bakið upp við vegg og við verðum að sjá hvort við náum að töfra fram eitthvað frábært á miðvikudaginn,“ sagði Hallgrímur í viðtali eftir leik. Hallgrímur var allt annað en sáttur með annan leikhluta Fjölnis sem tapaðist með fimmtán stigum og að hans mati tapaðist leikurinn þar. „Við vorum staðar sóknarlega sem gerði það að verkum að þegar að við töpuðum boltanum vorum við ekki í réttum stöðum til þess að hlaupa til baka.“ „Ég kvíði fyrir því að horfa á klippurnar af þessu. Í hugarminni mínu er eins og við höfðum ekki reynt að hlaupa af fullum krafti til baka á þessum 3-4 mínútna kafla. Ég var nýbúinn að taka annað leikhlé þannig það var lítið annað að gera fyrir mig en að standa á hliðarlínunni og öskra.“ Fjölnir gerði lítið til að saxa forskot Keflavíkur niður í síðari hálfleik og Hallgrímur viðurkenndi að það væri mikill munur á liðunum. „Við töluðum um það að vinna hverja einustu baráttu sem við værum í og ætluðum ekki að pæla í mistökunum sem við gerðum á undan eða hafa áhyggjur af mistökum sem myndu gerast í framtíðinni. Svolítið núvitundar dæmi í gangi og við þurfum að vinna með það og halda áfram með skipulagið okkar og sjá hvort við fáum ekki meira sjálfstraust á miðvikudaginn.“ Það var ansi léleg mæting á leikinn og það voru fáir stuðningsmenn Fjölnis í stúkunni. Aðspurður hvers vegna áhuginn hjá Grafarvogsbúum væri svona lítill vildi Hallgrímur ekki gera mikið úr því. „Ég er ekkert að pæla í þessu. Það er nógu mikið vesen að stýra liðinu mínu og dómurum í leiðinni. Mér fannst ágætlega mætt en margur vill meira kannski. Ég ætlaði að vinna körfuboltaleik en mér tókst það ekki. Mæting Grafarvogsbúa var ekki ástæðan fyrir þessu tapi,“ sagði Hallgrímur að lokum sem pældi lítið í mætingunni á leikinn. Fjölnir Subway-deild kvenna Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Fleiri fréttir Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sjá meira
„Það kom allt of langur kafli í öðrum leikhluta þar sem við gáfumst upp. Það er sennilega ljótt að segja að við höfum gefist upp en það var vonleysi. Heilt yfir er ég ánægður með varnarleikinn sem er kjánalegt að tala um þar sem við fengum á okkur 100 stig.“ „Sóknarleikurinn var betri hjá okkur en við erum bara að spila við helvíti gott lið. Ég er stoltur af mínu liði og við erum með bakið upp við vegg og við verðum að sjá hvort við náum að töfra fram eitthvað frábært á miðvikudaginn,“ sagði Hallgrímur í viðtali eftir leik. Hallgrímur var allt annað en sáttur með annan leikhluta Fjölnis sem tapaðist með fimmtán stigum og að hans mati tapaðist leikurinn þar. „Við vorum staðar sóknarlega sem gerði það að verkum að þegar að við töpuðum boltanum vorum við ekki í réttum stöðum til þess að hlaupa til baka.“ „Ég kvíði fyrir því að horfa á klippurnar af þessu. Í hugarminni mínu er eins og við höfðum ekki reynt að hlaupa af fullum krafti til baka á þessum 3-4 mínútna kafla. Ég var nýbúinn að taka annað leikhlé þannig það var lítið annað að gera fyrir mig en að standa á hliðarlínunni og öskra.“ Fjölnir gerði lítið til að saxa forskot Keflavíkur niður í síðari hálfleik og Hallgrímur viðurkenndi að það væri mikill munur á liðunum. „Við töluðum um það að vinna hverja einustu baráttu sem við værum í og ætluðum ekki að pæla í mistökunum sem við gerðum á undan eða hafa áhyggjur af mistökum sem myndu gerast í framtíðinni. Svolítið núvitundar dæmi í gangi og við þurfum að vinna með það og halda áfram með skipulagið okkar og sjá hvort við fáum ekki meira sjálfstraust á miðvikudaginn.“ Það var ansi léleg mæting á leikinn og það voru fáir stuðningsmenn Fjölnis í stúkunni. Aðspurður hvers vegna áhuginn hjá Grafarvogsbúum væri svona lítill vildi Hallgrímur ekki gera mikið úr því. „Ég er ekkert að pæla í þessu. Það er nógu mikið vesen að stýra liðinu mínu og dómurum í leiðinni. Mér fannst ágætlega mætt en margur vill meira kannski. Ég ætlaði að vinna körfuboltaleik en mér tókst það ekki. Mæting Grafarvogsbúa var ekki ástæðan fyrir þessu tapi,“ sagði Hallgrímur að lokum sem pældi lítið í mætingunni á leikinn.
Fjölnir Subway-deild kvenna Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Fleiri fréttir Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sjá meira