„Við getum bætt okkur miklu meira en hin liðin“ Sverrir Mar Smárason skrifar 13. apríl 2024 17:07 Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, var stoltur af liði sínu í dag en svekktur með úrslitin. Visir/ Hulda Margrét Vestri tapaði öðrum leik sínum í röð í Bestu deild karla þegar liðið heimsótti Breiðablik á Kópavogsvöll í dag, 4-0. Davíð Smári Lamude, þjálfari nýliðanna, var svekktur með úrslitin eftir að hafa farið með jafna stöðu inn í hálfleik. „Fyrri hálfleikurinn var ekki alveg fullkominn. Mér fannst við ekki nægilega góðir á boltann en góðir varnarlega og mikil bæting frá síðasta leik. Við fáum mark á okkur snemma í síðari hálfleiknum sem breytir þessu og svo einhverjir dómar sem að falla ekki með. Augnablikið fer svolítið frá okkur þegar við gefum vítið. Þetta var leikur fram að vítinu. Ég ætla bara að vera hreinskilinn, ég er gríðarlega stoltur af mínu liði. Stoltur af því hvar við erum og það er auvðitað margt sem er ekki nægilega gott en við erum bara á öðrum stað en hin liðin. Við getum bætt okkur miklu meira en hin liðin. Blikarnir eru ekkert alltof langt frá sínu besta en mitt lið er lengst af öllum frá sínu besta. Það veit á gott þó svo ég sé ekki sáttur með úrslitin og alls ekki sáttur með seinni hálfleikinn,“ sagði Davíð Smári. Elvar Baldvinsson, varnarmaður Vestra, fékk að líta beint rautt spjald fyrir tæklingu um miðjan síðari hálfleikinn. Umdeild ákvörðun hjá dómara leiksins. „Ég held þetta sé ekki rautt spjald. Ég skal viðurkenna það að ég er ekki búinn að sjá þetta í sjónvarpi en mér finnst þetta mjög harður dómur,“ sagði Davíð um rauða spjaldið. Gestunum gekk illa að sækja að marki Blika í dag og sköpuðu sér varla eitt færi í leiknum. „Mér fannst bara svona þessar stuttu, einföldu sendingar og sendingar fram á við voru ekki nógu góðar. Við náum ekki að sækja hratt á þá þegar við vinnum boltann. Þá töpum við boltanum fljótt aftur og náum aldrei takti í að sækja á þá. Náum illa að fylla teiginn þeirra þar af leiðandi þar sem við eruma lltaf stutt með boltann,“ sagði Davíð. Andri Rúnar Bjarnason kom inná í dag og fékk nokkrar mínútur. Það gekk þó erfiðlega þar sem hann var inná í mjög erfiðri stöðu. Hann hefur verið að koma til baka eftir meiðsli. „Við vorum inni í leiknum og svo kemur vítið þegar hann er við það að labba inn á völlinn. Augnablikið fór frá okkur. En eins og ég segi þá er ég bara stoltur af mínu liði. Auðvitað eru mörk þarna sem eru ekki nægilega góð og við þurfum að laga. Við þurfum að horfa fram vegin og reyna að bæta okkur fyrir næsta leik,“ sagði Davíð Smári að lokum. Íslenski boltinn Besta deild karla Vestri Breiðablik Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Öruggur sigur City Enski boltinn Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Snævar setti heimsmet Sport Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira
„Fyrri hálfleikurinn var ekki alveg fullkominn. Mér fannst við ekki nægilega góðir á boltann en góðir varnarlega og mikil bæting frá síðasta leik. Við fáum mark á okkur snemma í síðari hálfleiknum sem breytir þessu og svo einhverjir dómar sem að falla ekki með. Augnablikið fer svolítið frá okkur þegar við gefum vítið. Þetta var leikur fram að vítinu. Ég ætla bara að vera hreinskilinn, ég er gríðarlega stoltur af mínu liði. Stoltur af því hvar við erum og það er auvðitað margt sem er ekki nægilega gott en við erum bara á öðrum stað en hin liðin. Við getum bætt okkur miklu meira en hin liðin. Blikarnir eru ekkert alltof langt frá sínu besta en mitt lið er lengst af öllum frá sínu besta. Það veit á gott þó svo ég sé ekki sáttur með úrslitin og alls ekki sáttur með seinni hálfleikinn,“ sagði Davíð Smári. Elvar Baldvinsson, varnarmaður Vestra, fékk að líta beint rautt spjald fyrir tæklingu um miðjan síðari hálfleikinn. Umdeild ákvörðun hjá dómara leiksins. „Ég held þetta sé ekki rautt spjald. Ég skal viðurkenna það að ég er ekki búinn að sjá þetta í sjónvarpi en mér finnst þetta mjög harður dómur,“ sagði Davíð um rauða spjaldið. Gestunum gekk illa að sækja að marki Blika í dag og sköpuðu sér varla eitt færi í leiknum. „Mér fannst bara svona þessar stuttu, einföldu sendingar og sendingar fram á við voru ekki nógu góðar. Við náum ekki að sækja hratt á þá þegar við vinnum boltann. Þá töpum við boltanum fljótt aftur og náum aldrei takti í að sækja á þá. Náum illa að fylla teiginn þeirra þar af leiðandi þar sem við eruma lltaf stutt með boltann,“ sagði Davíð. Andri Rúnar Bjarnason kom inná í dag og fékk nokkrar mínútur. Það gekk þó erfiðlega þar sem hann var inná í mjög erfiðri stöðu. Hann hefur verið að koma til baka eftir meiðsli. „Við vorum inni í leiknum og svo kemur vítið þegar hann er við það að labba inn á völlinn. Augnablikið fór frá okkur. En eins og ég segi þá er ég bara stoltur af mínu liði. Auðvitað eru mörk þarna sem eru ekki nægilega góð og við þurfum að laga. Við þurfum að horfa fram vegin og reyna að bæta okkur fyrir næsta leik,“ sagði Davíð Smári að lokum.
Íslenski boltinn Besta deild karla Vestri Breiðablik Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Öruggur sigur City Enski boltinn Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Snævar setti heimsmet Sport Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira