Bann vofir yfir Kane en rangt netfang flækti málið Sindri Sverrisson skrifar 11. apríl 2024 14:20 DeAndre Kane er sennilega á leiðinni í leikbann fyrir leiðindi í garð dómara. vísir/Diego DeAndre Kane, lykilleikmaður Grindavíkur, var úrskurðaður í tveggja leikja bann á dögunum en það var svo dregið til baka, vegna misskilnings. Bannið vofir enn yfir Kane en samkvæmt upplýsingum Vísis getur hann spilað gegn Tindastóli í kvöld. Einvígi Grindavíkur og Tindastóls í átta liða úrslitum Subway-deildarinnar í körfubolta hefst í Smáranum í Kópavogi í kvöld. Ljóst er að miklu munar um það hve mikinn þátt Kane fær að taka í einvíginu og það gæti reynst honum og Grindavík dýrkeypt hvernig hann lét við dómarana í Garðabæ í næstsíðustu umferð deildakeppninnar. Kane er gefið að sök að hafa gengið ógnandi að dómara í leiknum við Stjörnuna á skírdag, 28. mars, eins og sjá má í myndbandinu hér að neðan. Klippa: DeAndre Kane lét illa við dómarana Eftir að leiknum var lokið mun Kane einnig hafa látið niðurlægjandi orð falla í garð dómaranna, en eins og heyra má í myndbandinu hér að ofan segir hann þá vera „fokking skelfilega“ (e. fucking terrible). Grindavík fékk ekki póst og gat ekki andmælt Kane var kærður vegna hegðunar sinnar og Grindvíkingum sendur tölvupóstur til upplýsingar um það, og gefinn kostur á að andmæla. Þessi póstur mun hins vegar hafa verið sendur á rangt netfang og barst því aldrei neinum sem nokkuð hafði með málið að gera hjá Grindavík. Kane var því úrskurðaður í tveggja leikja bann, án nokkurra andmæla, en þegar í ljós kom hvernig var í pottinn búið var sá úrskurður dreginn til baka og Grindavík gefinn kostur á að andmæla, sem þeir og gerðu. Þess vegna hefur enn ekki fengist niðurstaða í málið, nú þegar nokkrar klukkustundir eru í að einvígi Grindavíkur og Tindastóls hefjist, og ljóst að hún fæst ekki fyrr eftir þennan fyrsta leik. Fari svo að Kane fái tveggja leikja bann myndi hann væntanlega missa af leik tvö í einvíginu á Sauðárkróki á mánudaginn, og leik þrjú í Smáranum föstudaginn 19. apríl, en það á þó allt eftir að skýrast. Leikur Grindavíkur og Tindastóls í kvöld er sýndur á Stöð 2 Sport og hefst bein útsending klukkan 19. Subway-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Körfubolti Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Fleiri fréttir NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Sjá meira
Einvígi Grindavíkur og Tindastóls í átta liða úrslitum Subway-deildarinnar í körfubolta hefst í Smáranum í Kópavogi í kvöld. Ljóst er að miklu munar um það hve mikinn þátt Kane fær að taka í einvíginu og það gæti reynst honum og Grindavík dýrkeypt hvernig hann lét við dómarana í Garðabæ í næstsíðustu umferð deildakeppninnar. Kane er gefið að sök að hafa gengið ógnandi að dómara í leiknum við Stjörnuna á skírdag, 28. mars, eins og sjá má í myndbandinu hér að neðan. Klippa: DeAndre Kane lét illa við dómarana Eftir að leiknum var lokið mun Kane einnig hafa látið niðurlægjandi orð falla í garð dómaranna, en eins og heyra má í myndbandinu hér að ofan segir hann þá vera „fokking skelfilega“ (e. fucking terrible). Grindavík fékk ekki póst og gat ekki andmælt Kane var kærður vegna hegðunar sinnar og Grindvíkingum sendur tölvupóstur til upplýsingar um það, og gefinn kostur á að andmæla. Þessi póstur mun hins vegar hafa verið sendur á rangt netfang og barst því aldrei neinum sem nokkuð hafði með málið að gera hjá Grindavík. Kane var því úrskurðaður í tveggja leikja bann, án nokkurra andmæla, en þegar í ljós kom hvernig var í pottinn búið var sá úrskurður dreginn til baka og Grindavík gefinn kostur á að andmæla, sem þeir og gerðu. Þess vegna hefur enn ekki fengist niðurstaða í málið, nú þegar nokkrar klukkustundir eru í að einvígi Grindavíkur og Tindastóls hefjist, og ljóst að hún fæst ekki fyrr eftir þennan fyrsta leik. Fari svo að Kane fái tveggja leikja bann myndi hann væntanlega missa af leik tvö í einvíginu á Sauðárkróki á mánudaginn, og leik þrjú í Smáranum föstudaginn 19. apríl, en það á þó allt eftir að skýrast. Leikur Grindavíkur og Tindastóls í kvöld er sýndur á Stöð 2 Sport og hefst bein útsending klukkan 19.
Subway-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Körfubolti Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Fleiri fréttir NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Sjá meira