Teitur: Ég held að Grindavík líði ekki vel Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. apríl 2024 12:31 Ólafur Ólafsson og DeAndre Kane verða í stóru hlutverki hjá Grindvíkingum. Vísir/Diego Grindvíkingar urðu í öðru sæti deildarkeppninnar en fengu að launum að mæta ríkjandi Íslandsmeisturum Tindastóls í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Úrslitakeppni karlakörfuboltans hófst í gærkvöldi og heldur áfram í kvöld. Í kvöld hefst meðal annars einvígi Grindavíkur og Tindastóls sem voru liðin í öðru og sjöunda sæti í deildinni. Subway Körfuboltakvöld fór vel yfir öll einvígin í átta liða úrslitum úrslitakeppni Subway deildar karla en sérfræðingarnir voru Teitur Örlygsson og Helgi Már Magnússon, báðir margfaldir Íslandsmeistarar í úrslitakeppni. Þetta verður eitthvað „Næsta rimma er rosalegt einvígi. 1-1 hjá Grindavík og Tindastól í vetur. Þetta verður eitthvað,“ sagði Stefán Árni Pálsson. Klippa: Upphitun fyrir einvígi Grindavíkur og Tindastóls „Seinni leikurinn. Það að Grindavík vinni með fimm stigum í leik sem Stólarnir voru með. Þetta var einn af mörgum leikjum sem þeir glopruðu frá sér. Enginn kani hjá Tindastól. Þetta er rosalega áhugavert einvígi,“ sagði Helgi. Nýtt upphafi fyrir Stólana „Ég held að Grindavík líði ekki vel. Þetta er áhugavert. Þetta eru Íslandsmeistararnir sem eru búnir að vera í þessu streði í allan vetur. Ég heyrði Svavar (Atli Birgisson) þjálfara tala um að þetta væri nýtt upphaf og ný keppni sem væri að byrja,“ sagði Teitur. „Grindavík sem margir tala um sem besta liðið síðustu tvo mánuði. Mér finnst Grindavíkurliðið vera aðeins á niðurleið að undanförnu og ég er aðeins búinn að minnast á það,“ sagði Teitur. Passa ágætlega á móti Grindavík „Fljótt á litið þá passar Tindastólsliðið ágætlega á móti Grindavík,“ sagði Teitur og Helgi tók undir það. „Ég er búinn að bíða eftir því í allan vetur að Stólarnir beri sig eins og meistarar af því að þeir eru ekki búnir að gera það. Þá sérstaklega þessi kjarni sem var þarna fyrir. Ég upplifi það eins og þeir séu saddir. Ég upplifi það eins og þeir hugsi: Við erum búnir að ná markmiðinu, búnir að vera Íslandsmeistarar. Í staðinn fyrir að koma enn þá undirbúnari til leiks þá finnst mér þeir hafa slakað aðeins á og gefið eftir,“ sagði Helgi. Leikur Keflavíkur og Álftaness hefst klukkan 19.00 í kvöld og verður hann sýndur beint á Stöð 2 Sport 5. Leikur Grindavíkur og Tindastóls hefst klukkan 19.30 og hann er sýndur beint á Stöð 2 Sport. Hér fyrir ofan má sjá alla umræðuna um einvígi Grindavíkur og Tindastóls og þar má líka sjá þá sérfræðinga spá fyrir hvernig einvígið fari. Fyrir neðan má síðan nálgast alla upphitunina í Subway Körfuboltakvöldi en hún er aðgengileg í Besta sætis hlaðvarpinu. Má hlusta bæði á Vísi sem og á öllum hlaðvarpsveitum. Klippa: Körfuboltakvöld hitar upp fyrir úrslitakeppnina Subway-deild karla UMF Grindavík Tindastóll Körfuboltakvöld Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Fleiri fréttir Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Sjá meira
Úrslitakeppni karlakörfuboltans hófst í gærkvöldi og heldur áfram í kvöld. Í kvöld hefst meðal annars einvígi Grindavíkur og Tindastóls sem voru liðin í öðru og sjöunda sæti í deildinni. Subway Körfuboltakvöld fór vel yfir öll einvígin í átta liða úrslitum úrslitakeppni Subway deildar karla en sérfræðingarnir voru Teitur Örlygsson og Helgi Már Magnússon, báðir margfaldir Íslandsmeistarar í úrslitakeppni. Þetta verður eitthvað „Næsta rimma er rosalegt einvígi. 1-1 hjá Grindavík og Tindastól í vetur. Þetta verður eitthvað,“ sagði Stefán Árni Pálsson. Klippa: Upphitun fyrir einvígi Grindavíkur og Tindastóls „Seinni leikurinn. Það að Grindavík vinni með fimm stigum í leik sem Stólarnir voru með. Þetta var einn af mörgum leikjum sem þeir glopruðu frá sér. Enginn kani hjá Tindastól. Þetta er rosalega áhugavert einvígi,“ sagði Helgi. Nýtt upphafi fyrir Stólana „Ég held að Grindavík líði ekki vel. Þetta er áhugavert. Þetta eru Íslandsmeistararnir sem eru búnir að vera í þessu streði í allan vetur. Ég heyrði Svavar (Atli Birgisson) þjálfara tala um að þetta væri nýtt upphaf og ný keppni sem væri að byrja,“ sagði Teitur. „Grindavík sem margir tala um sem besta liðið síðustu tvo mánuði. Mér finnst Grindavíkurliðið vera aðeins á niðurleið að undanförnu og ég er aðeins búinn að minnast á það,“ sagði Teitur. Passa ágætlega á móti Grindavík „Fljótt á litið þá passar Tindastólsliðið ágætlega á móti Grindavík,“ sagði Teitur og Helgi tók undir það. „Ég er búinn að bíða eftir því í allan vetur að Stólarnir beri sig eins og meistarar af því að þeir eru ekki búnir að gera það. Þá sérstaklega þessi kjarni sem var þarna fyrir. Ég upplifi það eins og þeir séu saddir. Ég upplifi það eins og þeir hugsi: Við erum búnir að ná markmiðinu, búnir að vera Íslandsmeistarar. Í staðinn fyrir að koma enn þá undirbúnari til leiks þá finnst mér þeir hafa slakað aðeins á og gefið eftir,“ sagði Helgi. Leikur Keflavíkur og Álftaness hefst klukkan 19.00 í kvöld og verður hann sýndur beint á Stöð 2 Sport 5. Leikur Grindavíkur og Tindastóls hefst klukkan 19.30 og hann er sýndur beint á Stöð 2 Sport. Hér fyrir ofan má sjá alla umræðuna um einvígi Grindavíkur og Tindastóls og þar má líka sjá þá sérfræðinga spá fyrir hvernig einvígið fari. Fyrir neðan má síðan nálgast alla upphitunina í Subway Körfuboltakvöldi en hún er aðgengileg í Besta sætis hlaðvarpinu. Má hlusta bæði á Vísi sem og á öllum hlaðvarpsveitum. Klippa: Körfuboltakvöld hitar upp fyrir úrslitakeppnina
Subway-deild karla UMF Grindavík Tindastóll Körfuboltakvöld Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Fleiri fréttir Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Sjá meira